Wednesday, August 31, 2011

Leche

“The world is a great book, of which they that never stir from home read only a page.” St. Augustine

Buenas noches,
Ég held að það sé kominn tími á blogg.
Núna er ég búin að vera hjá fjölskyldunni í rúmlega eina og hálfa viku og allt er að venjast. Skólinn er ekki ennþá byrjaður þannig dagarnir hér hafa verið frekar viðburðalitlir. Ég fer annaðhvort í vinnunna með Mónicu, host mömmu minni eða er heima, oftast þá við sundlaugina.
Mónica er menntaður ferðamálafræðingur en vinnur sem einhverrskonar stjóri hjá fyrirtæki sem drepur rottur, mýs og kakkalakka hjá fyrirtækjum og heimilum (nice). En hún vinnur bara á skrifstofunni og þegar ég fer með henni fæ ég mitt eigið skrifborð og get gert það sem ég vil. Í hádeginu förum við oftast í næsta moll, sem er btw huge og fáum okkur að borða. Pizza Hut hefur verið vinsælast hjá mér so far. En samt eru svona 12 aðrir staðir sem eru alveg ókunnugir fyrir mér.  Vinnufélagar hennar eru frekar spes og mjög háværir og ég er búin að sýna þeim myndir af allri fjölskylduni minni og vinum á facebook.
Ef ég ákveð að vera heima, s.s ekki fara með Monicu í vinnuna er ég svona eiginlega ein heima í öllu hverfinu fyrir utan smiðina. Allir eru annaðhvort í vinnu eða skóla ... nema ég.  Hverfið er frekar nýtt og ennþá verið að byggja fleiri hús þannig hér eru kannski 60 smiðir að vinna á daginn. Þeir horfa á mig eins og þeir hafa aldrei séð hvíta manneskju áður ... spes.

Hér í Ecuador finnst mér flest allir líta mjög svipað út, þótt sumir séu með svona sterkari "indíjána einkenni". Þess vegna finn ég ósjaldan augu fólks límast við mig, samt er eins og fólkið horfi á mig annað hvort eins og það ætli að éta mig eða þá eins og ég sé hálviti. Ég labbaði fram hjá hópi af 10-12 ára gömlum krökkum um daginn og þau fóru öll að hlægja. (ég sver það ég hrasaði ekki eða neitt svoleiðis) ... ég veit ekki hvað þeim fannst svona fyndið. Ég er "leche" eða "mjólk". 

Um síðustu helgi fórum við á ströndina. Mamma Monicu á hús við ströndina þannig við; ég, Ramiro & Monica gistum í því í tvær nætur. Húsið var mjög fínt, lítið og krúttlegt. Samt eftir að hafa sofið þar var ég þakklát fyrir það hvað húsið sem ég bý í hér í Guayaquil er snyrtilegt og pöddu-frítt! 
Það tók rúmlega 1 og hálfan klukkutíma að keyra til Salinas (strandarborgin - minnir mig svoldið á mini-Benidorm). Við komum á föstudegi og það fyrsta sem við gerðum var að fá okkur eitthvað að borða (ég sá McDonalds í hyllingum) en við fórum á opinn veitingastað -sem ég hefði persónulega aldrei farið á sjálf og þar voru bara sjávarréttir í boði. Ég fékk mér fisk - pescado og var hann bara svona helvíti góður. Til gamans má geta þá borðuðum við eiginlega bara sjávarrétti alla þessa ferð. Fine by me.
Salinas
Í Montañita 

Á laugardeginum keyrðum við eftir ströndinni og í gegnum svona 40 pínulitla bæi, rosalega fátæka og það var svakalegt að sjá húsin þarna. Ótrúlegt að fólk búi í þessum húsum. En sama hvað bæirnir voru fátækir sá ég kirkju í þeim flest öllum og auðvitað líkneski af Maríu Mey. Það vantaði ekki. Við stoppuðum í bænum Montañita
Montañita er mesta snilld sem ég veit um!! Þetta er lítill standbær þar sem flest allir eru á brimbrettum. Þarna eru fullt af veitingastöðum, skemmtistöðum, börum, básum sem selja hand made skartgripi og fullt af fólki. Það er ótrúlega mikill Jamaica fýlingur þarna og ég sá ófáa stráka með dreadlocks og ég veit ekki einu sinni hvað ég sá marga surfera. Þetta var snilld. Þangað ætla ég sko að koma aftur. Einnig fórum við á sædýrasafn, þar sem drengur ekki deginum eldri en 10 ára sýndi okkur safnið. Við skoðuðum ýmsar strendur og fórum í hvalaskoðunarferð. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hrædd og í hvalaskoðunarferðinni. Ég sat fremst í bátnum (ekki mitt val) og fékk allar öldurnar beint á mig. En þetta átti víst að vera besti staðurinn fyrir mig afþví þarna átti ég að sjá hvalina svo vel. Ég hélt að ég myndi deyja og ég fór með allar  bæninar sem ég kann. En svo loksins sá ég hval þannig þá hætti ég þessu dramakasti. Í enda
ferðarinnar komu tvær stelpur að mér "Did you like it ?!?!" "Where you scared?!" Ég bara no comment. 

Og hér kemur ýmislegt mis-áhugavert sem mér dettur í hug: 

  • Hádegismaturinn hér er mikilvægasta máltíðin.  Í gær fór host mamma mín  sérstaklega úr vinnunni til þess að koma með box með 20 kjúklingabitum í handa mér að borða. Ég var bara ...ehhh... ég hefði alveg getað ristað mér brauð. Í dag þegar ég var heima að taka mína persónulegu "siestu" var allt í einu bankað á hurðina og þá var pizza sending komin til mín. NICE.
  • Öllum finnst ég borða frekar lítið hérna og einn vinnufélagi Mónicu kom að mér um daginn og sagði "Monica says you eat like a bird" ég gat ekki annað en hlegið að því -enda er það satt.
  • Ég held að ég hafi alltaf fengið kjúkling í kvölmatinn alla dagana... fyrir utan McDonalds einu sinni. En ég kvarta ekki því kjúklingurinn hér er góður.
  • Það er ekki öruggt fyrir mig að taka taxa hérna ein og heldur ekki strætó. Ég má þó taka metro sem er eitt strætó-fyrirtæki hérna en ég má ekki taka hina strætóana. Host mamma mín útskýrði fyrir mér muninn á hættunni og sagði að í hinum strætóunum gæti verið miðað byssu á mig en í metro yrði bara stolið af mér. Yay fyrir strætó.
  • Fuglarnir sem ég sé í garðinum eru eins og litlir páfagaukar! Þeir eru í allskonar litum og ótrúlega krúttlegir.
  • Ég var að fá þær upplýsingar að skólinn minn byrjar víst 7:15 á morgnanna og skólarútan nær í mig á slaginu 6:30!!! Oh my Lord ég þarf að vakna 5:30 alla morgna.
  • Ramiro og Monica eiga hund og kött, eins og ég er búin að nefna áður. Hundurinn er bara úti í garði allan daginn og fær ekkert að koma inn nema á nóttunni, greyið. En kötturinn er dáður og dýrkaður en hann er hræðilega feiminn. Ég var búin að vera hérna í 3 daga þegar ég loksins sá köttinn. Honum líkar ekki vel við mig það er staðfest.
  • Pabbi Ramiro (host pabbi minn) heitir líka Ramiro en hann er kallaður Don Ramiro, eða herra Ramiro. Hann gistir hjá okkur yfirleitt 2-3 nætur í hverri viku. Eins gott að ég gleymi því ekki að segja Don á undan nafninu hans næst þegar ég sé hann.
  • Í dag var 40°C stiga hiti. Ég gerði heiðarlega tilraun um að sitja úti en gafst upp eftir 20 mínútur og það á að vera vetur hérna ?? 
  • Ég HATA það þegar heimasíminn hringir og ég er ein heima! Það er martröð. Í dag hringdi heimasíminn svona 5 sinnum og fólkið talar svo hratt og ég skil ekki neitt. Ég reyni að segja að host foreldrar mínir séu í vinnunni en ég tala greinilega ekki nógu hratt fyrir þau þannig að þau skilji. Þetta endar yfirleitt með því að ég segi "no entiendo/ég skil ekki" og þá tala þau hraðar og þá er ég alveg búin að gefast upp og segi "Do you speak english?" Og auðvitað gera þau það ekki þannig þau skella á. YES!
Froska update: Það eru froskar allstaðar! (ég sagði ykkur frá líka frá froski í seinasta bloggi) Ég get svo svarið það, hvar sem ég er heyri ég froska-hljóð. Ég skipti einu sinni 5 sinnum um bekk við sundlaugina afþví ég beið alltaf eftir því að þessi froskur mundi ráðast á mig (sem hann gerði ekki). Ég heyri líka þetta hljóð þegar ég fer að sofa. En svo í dag þegar ég sat úti og þetta hljóð var að gera mig vitlausa byrjaði ég að hugsa út í það hvort að þetta gæti nokkuð verið flug. Í hvert einasta skipti sem einn fugl sem ég sá hreyfði hausinn kom þetta hljóð...Ég þarf greinilega að rannsaka þetta betur. Ég vona að þetta sé fugl.


Allavegana allt gott að frétta af mér, og allir koma mjög vel fram við mig! :) 
Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera á morgun(fimmtudag) en á föstudaginn ætla ég og stelpa frá Belgíu sem býr rétt hjá mér að fara að versla eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Um helgina ætla foreldrar mínir að sýna mér alla Guayaquil og  allt sem tengist borginni. Svo kemur mánudagurinn og þá er fysti skóladagurinn. Ég þarf að öllum líkindum að mæta í venjulegum fötum fyrsta daginn. Einhvern veginn held ég að það muni bara vekja óþarfa athygli á mér. En ég fæ skólabúninginn örugglega fljótt. Varðandi spænskuna þá skil ég meira en ég gerði áður þó það sé samt erfitt að tala.

ADIOS <3
Svona horfir kötturinn Salem alltaf á mig.
-Stefanía Sjöfn

7 comments:

  1. HOLAAA
    Ég elska að lesa bloggin þín, mátt ekki hætta því, ég var alveg hlæjandi hérna. ALLTOF mikið sem ég þarf að commenta á við þetta haha, vona ég geti skype-að á þig soon elsku.
    EN þetta hljómar yndislega vel!!
    Heppin að hafa múttu sem sérhæfir sig í pöddum, þess vegna er húsið eflaust BUG FREE. Leitt samt hún sé í kakkalakkabransanum en menntaður ferðamalafr? lol. Ég þoli ekki þetta sundlaugarlíf þitt en hvet þig samt áfram, viljum ekki að þú sért ávörpuð leche að eilífu. Respect að þú meikar fiskinn (ég gæti ekki) og gott að þú færð kjúkling, alltaf gott.
    Hvalaskoðun..interesting, ættir nú að hafa farið í svoleiðis á klakanum. Ég hló mikið að ímynda mér þig fremst á bátnum og að segja no comment, oh you...
    Þú veist hvað ég hef að segja um köttinn, kettir eru dýr djöfulsins þetta átti að hafa lært af mér, sérð það á þessari viðurstyggilegu mynd jesus emanuel.
    Hef mjög gaman að þessum Don Ramiro og NJÓTTU HITANS, ég elska 40 gráður.

    sakn og knús
    sry memmig hvað ég þarf að tjá mig mikið, þú ert snilld, heyrði í rödd þinni allan tímann á meðan ég las..og blæbrigðin í röddinni.

    ReplyDelete
  2. Hahahaha þetta var mjög skemmtilegt blogg, frekar fyndið actyally! sérstaklega þetta - "Monica says you eat like a bird" og myndin af SALEM ! Vá hvað þetta er yndislegt nafn á ketti! Hahah gaman að heyra frá þér, haltu áfram að njóta!

    XXX

    ReplyDelete
  3. Frábært blogg! Langar að koma til Montanita, frábært líka með belgann :))

    ReplyDelete
  4. Hahaha þetta var yndislegt!
    Eins og Elísabet þá sá ég þig alveg í anda í þessari hvalaskoðun haha.
    Og gott að þú getur borðað - bíð spennt eftir banana update samt !!
    Hlakka til að heyra annað gaman og gott, sérstaklega um fugl/frosk, finnst það einkar spennandi :)) og já salem er frekar flottur gaur!

    lovejú og bið að heilsa :D
    -vala

    ReplyDelete
  5. hahaha held að elísabet hafi sagt allt sem segja þurfti! ég heyrði þig líka segja þetta eins og þú mundir segja þetta þegar ég las haha.
    "Í dag þegar ég var heima að taka mína persónulegu "siestu" var allt í einu bankað á hurðina og þá var pizza sending komin til mín. NICE." uuuu NICE hahah

    "ég sá ófáa stráka með dreadlocks og ég veit ekki einu sinni hvað ég sá marga surfera. Þetta var snilld. Þangað ætla ég sko að koma aftur." GAMLAAA, djöss tófa ! farðu þangað oft þá næliru kannski í einn surfer með dreadlocks :D tekur bara hösslið á ströndinni og flexar smá og berð á þig sólarvörn fyrir framan þá hjohjohjo

    ReplyDelete
  6. Thú ert svo heppin med mat VÁ sko, ég er ad kálast útaf mínum...
    annars er thetta snilldar blogg og allt er mjoog svipad hjá mér, hef miklar áhyggjur af hitanum, sumarid verdur steik sjiiii
    Kv Magga ESMERALDAAAS, láttu mig vita ef thú kemur hingad, thú taladir um ad thid myndud heimsaekja strandirnar haha

    ReplyDelete
  7. Cool and that i have a keen offer you: Whole House Renovation Cost Calculator remodeling old homes

    ReplyDelete