Jæja, þá er brottför á morgun... eða réttara sagt á eftir. Síðustu dagar hafa liðið fáránlega hratt, þeir hreinlega þutu framhjá. Ég "frestarinn mikli" frestaði náttúrulega öllu og er því búin að vera á fullu í allan dag og því er þreytan strax orðin svakaleg, oooog ferðalagið er ekki enn byrjað.
Það eru rúmlega 3 vikur síðan að ég fékk fjölskyldu og var þá mikil gleði. Fjölskyldan mín samanstendur af Mónicu - fædd 72 og er svæðisstjóri hjá einhverju fyrirtæki og Ramiro - fæddur 74 og er líffræðingur og læknir. Einnig býr pabbi Ramiro og mér skilst að hann (afinn) heiti líka Ramiro (haha) og hann er framkvæmdastjóri hjá ferðaskrifstofu. Þau eiga hund og kött. Hundurinn heitir Max og sorry en ég man ekki hvað kötturinn hét, en það voru allavegana frekar skrýtin löng tvö nöfn að mig minnir.
En allavegana Mónica og Ramiro virka voðalega tæknivædd sem er jákvætt og eru með net-tengingu í öllu húsinu og ég veit ekki hvað og hvað. En það sem ég var ánægðust með var að ég fæ sérherbergi með baðherbergi og sjónvarpi og öllu sem því fylgir. Sérherbergi!! Yes!! Ég er allavegana mjög ánægð með það.
Og já ég mun sem sagt búa í stærstu borginni í Ecuador, Guayaquil (mjög erfitt að læra að skrifa þetta - og ég kann auðvitað ekki að bera þetta fram). Guayaquil er samt ekki höfuðborgin.
Guayaquil er "á ströndinni" -sem sagt ekki í fjöllunum og því er mjöööög heitt þarna = sólarvörn 50+
Í borginni búa um 4milljónir manns (samkvæmt wikipedia) og er þetta víst voðalega Suður Amerísk borg, sem er bara skemmtilegt. Foreldrar mínir úti eru rosa spenntir að fá mig, enda eiga þau engin börn og eru strax byrjuð að skipuleggja tvær ferðir til þess að sýna mér landið. Í einni ferðinni mun ég fá að sjá höfuðborgina og allar fallegu fjalla-borgirnar en í hinni mun ég og fósturmamma mín eyða 15 dögum í að ferðast um strendur Ecuador og njóta þeirra. Fósturmamma mín elskar víst ströndina (jákvætt). Þetta hljómar allt voðalega vel en samt passa ég mig á því að gera mér ekki of miklar væntingar.
Ég gæti skrifað endalaust áfram en ég held að ég láti þetta duga núna en reyni að skrifa aftur í næstu viku eða jafnvel fyrr. We'll see.
Adios for now mis amigos (ég er ógeðslega sleip í spænskunni ef maður pælir í því)
Hasta pronto!
Ég fæ bara hroll á því að lesa þetta... það verður SVOOO gaman hjá þér! Ég er strax farin að sakna þín :( og þetta blogg auðvitað komið fremst í favorites svo ég geti fylgst með þér eins og mikið og ég get!
ReplyDeleteVið reynu svo að chatta einhvertíman á næstu vikum svo ég fái nú heimilisfangið þitt og allan pakkan! en passaðu þig samt á því að vera ekki of mikið í tölvunni frekar úti að hözzzzlahhhh latino guys !
Okei bæææææ farðu varlega !!!!!
Elska þig <3
ps. átt von á löngum póst frá mér innan nokkra daga