Wednesday, July 13, 2011

Mánuður í brottför

Hola! 
Í dag er rúmur mánuður í áætlaða brottför en hún er 18. ágúst. Ég verð að viðurkenna að ég er frekar róleg yfir þessu öllu saman ... kannski of róleg en þó fæ ég spenningskast (og stresskast reyndar líka) inná milli.  Ég er komin með flugplanið í hendurnar og flýg ég Keflavík - New York - Miami - Quito (höfuðborgin) -með gistingu í New York.  Þar sem ég elska flugferðir þá er ég auðvitað ekkert annað en spennt fyrir þessari, ég er strax byrjuð að hugsa um hvað ég ætla að dunda mér við í vélinni. 

Sumarið hefur vægast sagt flogið fram hjá mér, mér finnst svo stutt síðan að seinasti skóladagurinn var og seinasta prófið.  Ég er búin að vera dugleg að reyna að eyða sem mestum tíma með vinum mínum og bræðrum, þó ekki eins miklum og ég vildi enda er ég í 100% vinnu á Cafe Paris. 
Um helgina er ég að fara í útilegu vestur á land með AFS skiptinemum bæði þeim sem eru að fara núna og fyrrverandi skiptinemum. Ég þekki þessa krakka ekki vel en ég held að það eigi bara eftir að verða gaman að kynnast mörgum nýjum.  Þetta er fyrsta og örugglega eina útilegan sem ég fer í þetta sumar enda eru alltof fáar helgar í þessu sumri - hvað þá fríhelgar!

En já ég er sem sagt að fara til Ecuador í S-Ameríku.  Ég valdi þetta land vegna staðsetningu og legu og einnig hversu framandi það er.  Ecuador er með landamæri að Colombiu í norðri en Perú í austri og suðri en í vestri tekur Kyrrahafið við.  Ecuador og Chile eru einu löndin í S-Ameríku sem ekki liggja að Brasilíu -merkilegt nokk.  Miðbaugur jarðar  liggur þvert í gegnum landið sem mér finnst frekar awesome! Til Ekvadors tilheyra Galápagos eyjar sem eru þekktar eyjar fyrir fjölskrúðugt dýralíf og þar eru ýmsar skordýra -og plöntutegundir sem finnsast ekki annars staðar í heiminum.  Ég stefni á að ferðast til Galápagos eyja á næsta ári.

Twenty years from now you will be more disappointed by the things that you didn't do than by the ones you did do. So throw off the bowlines. Sail away from the safe harbor. Catch the trade winds in your sails. Explore. Dream. Discover.                     -Mark Twain

En já aftur að Ekvador ... Höfuðborgin er Quito og er staðsett í fjöllunum en Guayaquil er stærsta borgin og er hún "á ströndinni".  Í Ecuador er töluð spænska - sem er eiginlega aðal ástæðan fyrir ferð minni þangað en um 14 milljónir manns búa í landinu. Landið varð hluti af "The Inca Empire" árið 1463 sem mér finnst frekar svalt -þó að ég verði að lesa mér aðeins meira til um sögu landsins þá veit ég að þarna bjuggu indíjánar og þeir búa þar enn.
Ecuador öðlaðist stjálfstæði frá Spáni árið 1830 og gjaldmiðillinn er dollari. Til gamans má geta að í Ecuador eru til 6000 tegundir af fiðrildum!!! Hlakka til að sjá þessi fallegu fiðrildi.
Núverandi forsetinn er Rafael Correa og 35% af þjóðinni lifir undir fátækramörkum sem er sorglegt að heyra en þó staðreynd.

Allavega held að ég sé komin með nóg af basic Ecuador staðreyndum í bili - þó að ég eigi eftir að kynna mér þetta allt þúsund sinnum betur. Einnig þarf ég að rifja upp skóla-spænskuna mína sem ég treysti á að mun koma mér að góðum notkum og í gegnum fyrstu vikurnar. 


Ég er ekki ennþá komin með fjölskyldu né staðsetningu í landinu þannig ég veit eiginlega ekkert við hverju ég á að búast ... 40°C hita á ströndinni alla daga og endalaus skordýr og sólbruna? eða chillað kallt-fjallalíf í fjallaþorpi með indíjánum ? eða regnskógarlíf með öllum fiðrildategundunum?  Það er erfitt að vita svona lítið en ég er spennt og mun bara halda áfram að kynna mér Ecuador.

Adios, hasta luego
Stefanía Sjöfn

No comments:

Post a Comment