Jæja!!!!
Nú sit ég í rúmminu mínu í húsinu mínu í Samborondón, Ecuador. Ég ætla aðeins að segja frá síðustu dögum:
Ævintýrið byrjaði allt á Keflarvíkurflugvelli, þar sem ég, Jana, Margrét, Arnar og Sigrún (íslensku skiptinemarnir á leið til Ecuador) hittumst öll og checkuðum okkur inn saman og kvöddum fjölskyldur okkar. Pabbi minn var út í Noregi þannig Vala kom í staðinn fyrir hann. Það var ekkert smá skrítin tilfinning að kveðja nánustu ástvini mans, vitandi að maður sér þá ekki aftur fyrr en eftir ár! (erfitt, tár féllu) Það fyrsta sem við gerðum í fríhöfninni var að kaupa okkur nóg af íslensku nammi. Flugið til New York gekk rosalega vel, ég reyndar sofnaði ekkert á leiðinni en skrifaði aðeins í krúttlegu dagbókina mína.
I love my mom
Þegar við vorum búin að ná í töskurnar okkar og allt á JFK airport þurftum við að komast á Federal Circle -sem er sem sagt einhver staður þar sem við áttum að hringja í hótelið okkar og láta ná í okkur. Við vorum mestu ljóskur í heimi og spurðum svona 5 starfsmenn hvernig við áttum að komast á Federal Circle, en það gekk þó á endanum. Í New York voru þrumur og eldingar og brjáluð rigning, okkur fannst þetta náttúrulega geggjað og rákum upp óp í hvert svinn sem við heyrðum þrumur... og auðvitað leit fólkið á okkur með stórum augum. Hótelið var bara mjög fínt og við hresstum aðeins uppá útlitið á okkur og héldum svo af stað í gönguferð að leit af veitingastað. Það var brjáluð umferð í NY og það reyndist okkur hræðilega erfitt að ganga yfir göturnar, "græni kallinn" var bara í 5 sekúndur. Við þurftum að leiðast öll og hlaupa yfir göturnar. Fyrsti veitingastaðurinn sem við sáum var Burger King, þannig við ákváðum bara að skella okkur þangað = MISTÖK! Þetta var örugglega versti hamborgari sem ég hef á ævi minni smakkað, við vorum öll sammála um það að þetta var vont. Inná Burger King voru mjög vafasamir svartir strákar (við sáum án djóks bara svart fólk í New York). Við gerðum okkur svo grein fyrir því að við vorum í frekar hættulegu hverfi, svona iðnaðarhverfi. En allt gekk vel og við fórum upp á hótel og fengum tæplega 4 klukkutíma svefn.
Morguninn eftir var haldið af stað til Miami. Allt gekk vel á leiðinni þangað nema að við komumst að því að fólkið sem vinnur á flugvöllunum (bæði í NY og Miami) er hræðilega óhjálplegt en auðvitað redduðum við okkur. Á Miami airport vorum við að bíða eftir tengi-flugi til Quito í tæplega 7 klukkutíma. Við dunduðum okkur við að labba um flugvöllin, og fá okkur STARBUCKS! Okkur til mikillar gleði. Á Starbucks varð ég vitni af fyndnasta atviki sem ég hef upplifað og ég ætla að reyna að úskýra það haha:
Sigrún að panta sér frappó: Yes I'm going to have a frappocino.
Afgreiðslukonan: Yeah, what's your name ? (til að skrifa á bollann)
Sigrún: Sigrún
Afgreiðslukonan: WHAT? You want Cinnamon?? Cinnamon in what? Cinnamon in the frappocino?
Sigrún: uuuuuuhhhh??? what ??
Afgreiðslukonan: You want Cinnamon???!??!?
Sigrún: No, It's my name!
Hún hélt að Sigrún hafði sagt Cinnamon en þá var hún að segja nafnið sitt - og þetta endaði þannig að afgreiðslukonan hélt að hún héti Cinnamon. Og vá hvað við hlógum - ég hlæ ennþá við tilhugsunina um þetta atvik! Og já Cinnamon þýðir kanill á íslensku. Þegar kaffið hennar var tilbúið kallaði eitthvað grey upp: Cinnamon til að gefa til kynna að kaffið væri tilbúið. Og við hlógum enn meir, meira að segja afgreiðslukonan fór að hlægja og annað ókunnugt fólk í röðinni.
hahaha!

Þegar komið var til Quito, höfuðborg Ecuador tókum við strax eftir því hversu erfitt var að anda. Loftið þar er fáránlega þunnt enda borgin staðsett í fjöllunum. Þar tóku AFS sjálfboðaliðar á móti okkur og fóru með okkur á "Komu námskeiðið" sem var rétt fyrir utan Quito. Þar var virkilega fallegt en þó var aðstaðan EKKI SNYRTILEGT og erfitt að fara í sturtu og athafna sig á svona ógeðslegu klósetti. En auðvitað reddaðist það allt. Á komu námskeiðinu voru allir skiptinemarnir frá mismunandi löndum sem munu verða í Ecuador. Það var mjög skemmtilegt að hitta þá alla og komast að því hvaða fólk verður með manni í borg (við vorum svona 14 sem fórum til Guayaquil). Þetta komu námskeið var mjög skemmtilegt og við íslensku skiptinemarnir kynntumst enn betur og mynduðum sterkari tengsl.
Það var samt alveg áskorun að sofa þarna, þetta var alls ekkert
hræðilegt en samt svoldið sjokk að sofa í svona frekar ósnyrtilegu húsi.
Báðar næturnar þegar við vorum að fara að sofa heyrðum við í froski, ég er handviss um að þessi froskur var undir einu rúmminu en stelpurnar voru vissar um að froskurinn væri úti. Frekar svona ... óþæginlegt að heyra í froski þegar maður er að fara að sofa.
Seinasta kvöldið áttum við að gera landa-kynningu á okkar eigin landi og við fengum bara blað og tússpenna. Mér fannst okkar landa-kynning flottust, þó að ég segi sjálf frá.
Flotta Íslands-kynningin okkar :)
Við íslensku stelpurnar með Brandon (USA)
Morguninn eftir s.s. sunnudaginn 21. ágúst skyldust leiðir okkar íslensku skiptinemanna. Það var mjög erfitt að kveðja þau en ég fór með hinum skiptinemunum til Quito og svo í flug til Guayaquil. Við vorum alltof sein að checka okkur inn þannig krakkarnir frá Bandaríkjunum þurftu að checka sig inn án farangursins. Frekar leiðinlegt en allt gekk vel hjá restinni af krökkunum, þar á meðal hjá mér.
Á flugvellinum tók Mónica - host mamma mín á móti mér með krúttlegum bangsa ... ég er að pæla í að skýra bangsann Alejandro :). Mónica er mjög góð við mig og virkilega almennileg.
Rúmið mitt með bangsanum Alejandro :)
Hverfið sem ég bý í er rétt fyrir utan Guayaquil. Í hverfinu eru mörg lítil hús, rosalega sæt og snyrtileg. Hér er sundlaug, líkamsrækt, fótboltavöllur, barna-sundlaug, tennisvöllur, körfuboltavöllur og ég veit ekki hvað og hvað. Samt er þetta hverfi ekki eins fancy og hin hverfin sem ég hef séð hérna. Þetta er samt rosalega fínt og örugglega þykir innlendum fínt að búa hérna. Herbergið mitt er lítið og krúttlegt og allt út í bangsum! Það er æðislegt að geta farið út og setið við sundlaugina að hlusta á tónlist eða lesa bók.
Það er samt svoldið erfitt að vera komin til fjölskyldunnar, söknuðurinn til fjölskyldunnar heima á Íslandi er svakalegur. Eftir að ég kom hingað, sem sagt til Guayaquil hef ég ósjaldan fengið kökk í hálsinn en það varir bara í stuttan tíma. Þetta verður pottþétt með tímanum auðveldara.
Ég hlakka til að byrja í skólanum og kynnast krökkum en skólinn byrjar ekki fyrr en 5. september. Það búa samt einhverjir krakkar hér í hverfinu og næst þegar ég sé þau ætla ég að reyna að kynnast þeim.
Ég fékk smá matar-sjokk þegar ég kom til fjölskyldunnar. Fyrsta máltíðin mín var Macdonalds, einungis vegna þess að ég þorði ekki að prufa hina staðina í mollinu. Önnur máltíðin mín voru grófar brauðsneiðar og mjólk með BANANA!! (Ég borða alls ekki banana) En þetta var ekki það slæmt. Ég fór líka í morgun með Mónicu að versla og við keyptum góðan smurost og ávexti og svona. Í hádegismat fékk ég kjúkling, salat og kartöflumús - bara nokkuð gott!
En jæja, nú er nóg komið í dag held ég. Ég nenni ekki að vera meira í tölvunni. Ég hef það sem sagt rosalega gott og er að reyna að læra spænskuna ... Mónica talar við mig ensku núna en þýðir samt flest allt líka yfir á spænsku svo ég geti lært. Við erum samt búnar að ákveða að í næstu viku munum við bara tala spænsku.
Hasta Luego
-Stefanía Sjöfn
P.S ÞAÐ ER ÓTRÚLEGA HEITT HÉRNA!! 30°C og öllum hér finnst það kallt. Ég svitna við að borða morgunmatinn. Nú skil ég afhverju fólk hér fer stundum 4 sinnum í sturtu á dag.
P.S.S Mónica kallar mig Stefi. Mér bregður alltaf þegar ég heyri það, enda hef ég aldrei leyft neinum að kalla mig neitt annað en Stefanía. En þegar hún gerir það er það krúttlegt - samt kynnir hún mig alltaf sem Stefanía og segir Stefanía við alla aðra en mig, þannig þetta er í lagi.
vá, rakst inná bloggið þitt og vá hvað þetta er spennandi hjá þér sæta!
ReplyDeleteég ætla að vera dugleg að fylgjast með bloggunum þínum því mig hefur alltaf langað að gera þetta en er eitthvað efins..
En ótrúlega gaman að geta fylgst með þér á þessu bloggi Stefanía :) Hafðu það gott úti sæta og passaðu þig !
ReplyDeletekv.Ástrós Eva
Rosalega gott að heyra að allt gekk vel og fjölskyldan sé fín :D Hlakka til að lesa fleiri blogg!
ReplyDeleteHafðu það gott ljúfan
xx
Flott blogg hja þér Stefanía og gott að vita að allt gekk vel hja þér :)
ReplyDeleteÞetta á eftir að batna með tímanum, fyrstu dagarnir eru alltaf erfiðastir :D
Skemmtu þér vel og njóttu lífsins þarna í Ecuador!
- Ragga
geggjað!!!!
ReplyDeleteskemmtu þér ótrúlega vel min skat xx
Jæja gamla, yndislegt að fá frá þér blogg og ég hlakka til að sjá fleiri myndir.
ReplyDeleteAlejandro bangsi er náttúrulega allan daginn Alejandro sem hjálpaði þér stundum að læra remember, með skrauthjörtun. You get it.
En þú prófar þig áfram í banönunum og ég skal alltaf senda þér bananastrauma þegar ég ét minn daglega í skólanum. Maður er að reyna að venjast A-sins án þín, Óli Njáll spurði einmitt um það hvar Berndsen væri, sögðum honum að við höfðum sent þig til Ekvador.
lol á cinnamon og like á plaggatið og þú hefur eflaust ekki grátið ákveðna karaktera í NY sem þú minntist á,
lots of luv
Aaaa ég fæ alltaf hroll þegar ég byrja að lesa bloggin þín !
ReplyDeleteEnn hvað það er samt gott að heyra að allt gengur svona vel og Mónica lítur út fyrir að vera krúttið sem við bjuggumst við! :D
Og YOU GO GIRL með bananana!!!
Hlakka til að lesa fleiri blogg og fá að fylgjast með þér þarna úti...
miss u & love u <3
Yndislegt að heyra að allt gangi vel hjá þér, ég er bara með kökk í hálsinum að hugsa um öll ævintýrin sem þú átt eftir að lenda í! Skemmtu þér tvöfalt fyrir mig og hlakka til að lesa meira frá þér <3
ReplyDeleteestá es blanca
ReplyDeleteSkemmtilegt blogg hja ther!
ReplyDeleteOg gott af ther lidur vel hja fjolskylduni!
Kvedja Jana
Úff ég fékk hroll við að lesa þetta, svo góðar minnigar og ég fékk allar tilfinningarnar sem ég fékk við fyrstu dagana þegar ég var úti.
ReplyDeleteVildi óska að ég væri bara að fara aftur :)
Hlakka til að lesa bloggin þín og njóttu þess í botn að vera þarna útir, þetta ár á eftir að vera svo fljótt að líða.
Fyrsti mánuðirinn var svolítið lengi að líða man ég en síðan áður en ég vissi af þá var bara mánuður eftir!!