Sæl,
Mánuður liðinn! Svakalegt, hinir mánuðirnir meiga ekki líða jafn hratt! Það er ótrúlegt hvað ég sakna íslenskunnar mikið, það er enginn í daglegum samskiptum sem ég get talað íslensku við. Ég bjóst ekki við að sakna hennar svona mikið en ég get ekki beðið eftir því að hitta íslensku krakkana og viðra íslensku tunguna.
Frá því ég bloggaði seinast hefur lífið hjá mér gengið upp en líka niður.
Þriðjudagurinn; 13. september var mjög skemmtilegur dagur. Ég fór með Sofie niðrí bæ að kíkja á San Marino Mall - svakalega DÝRT og flott mall niðrí bæ sem ég hafði ekki skoðað áður. Í San Marino er búðin Mango sem Sofie elskar útaf lífinu og það var ótrúlega margt flott í henni. Við ákváðum að fá okkur Pizza Hut að borða, enda er það frekar ódýrt hérna og mjög gott. Heyrðu var ekki bara tvær pizzur fyrir eina ef maður keypti stóra þannig við enduðum með tvær stórar pizzur! Alltof mikið fyrir okkur og ómögulegt að klára þetta en við sáum enga heimilislausar né fátækar manneskjur til að gefa afganginn (enda svo dýrt og flott mall) þannig restin fór í ruslið. Þegar Ali (USA) og Emma (Belgía) voru búnar í skólanum komu þær og hittu okkur og svo tókum við allar leigubíl saman heim. Það er eitt vandamál við að taka leigubíl fyrir okkur. Við meigum ekki taka gulu leigubílana, enda eru þeir rosalega hættulegir þannig við þurfum alltaf að hringja á einkabíl en þeir eru aldrei merktir þannig það er rosalega erfitt fyrir okkur að vita hvaða bíll er taxinn okkar! Við vorum búnar að hringja á bíl og búnar að bíða í nokkra stund þegar bíll stoppaði fyrir framan okkur, við hlupum að bílnum og ætluðum inn en svo föttuðum við (sem betur fer) að þetta var ekkert taxinn heldur bara bíll að leggja í stæði. Frekar ljóskulegt móment en einnig frekar hættulegt. Svo þegar greyið taxinn kom loksins spurðum við hann 100 sinnum hvort hann væri ekki pottþétt taxinn (ætluðum ekki að gera ljósku mistök aftur). Ég gisti hjá Sofie um nóttina og daginn eftir fórum við heim til Emmu og spiluðum spil við pabba hennar og svo kom Mathilde (Frakklandi) og við fórum allar saman á einhvern svona "Traditional Market". Það var huge markaður, með fullt af drasli og dóti, hræðilega ljótu en sumt var alveg ágætt. Við keyptum okkur allar einhvern svona Ekvadorískan klæðnað, sem við munum örugglega aldrei fara í en samt gaman til að eiga. (Mun setja mynd af mér í honum þegar ég klæðist honum).
Dagurinn eftir, fimmtudagurinn var svakalegur dagur. Ég vaknaði snemma enda áttu foreldrar Sofie að ná í mig klukkan 8, nei nei þau komu hálf 8! Ég skil ekkert í tímanum hérna, fólk segir eitt en gerir svo bara það sem því hentar. Allavegna foreldrarnir hennar áttu að fara með okkur til sjálfboðaliða AFS hérna í Guayaquil til þess að sækja vegabréfin okkar. Á leiðinni stoppaði pabbi hennar bílinn fyrir framan eitthvað risastórt forljótt hús sem ég komst svo að að væri einhver svaka kaþólskur stúlkna skóli (martröð mín að fara þangað). Sofie hvíslaði að mér að hún hefði áhyggjur af því að foreldar hennar ætluðu að reyna að senda hana í þennan skóla, ég bara nei, nei það getur ekki verið engar áhyggjur. Við enduðum á því að fara á vinnustað foreldra hennar og hengum þar í rúman hálftíma. Pabbi hennar hringdi eitthvað símtal og sagði okkur svo að kaþólski skólinn væru með tvö laus pláss fyrir okkur!! Ég hélt að það ætlaði að líða yfir mig. Svo kom sjálfboðaliðinn til okkar með vegabréfin og við reyndum að segja henni að við vildum alls ekki fara í þennan skóla en henni var alveg sama. Við fórum öll í bíl á leið á fund með skólastjóranum úr kaþólska skólanum, á leiðinni tók ég örugglega eitthvað vægt taugaáfall og hrindi í mömmu mína á íslandi með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum og bað hana vinsamlegast um að senda mig ekki í þennan skóla. Ég hef aldrei verið jafn þakklát fyrir íslenskuna og að hin í bílnum skildu ekkert í því sem ég var að segja (ég var að blóta þeim í sand og ösku). Reyndar tóku þau eftir því að ég var í upnámi og spurðu mig á endanum afhverju ég og Sofie værum svona leiðar. Ég laug því að mamma mín hefði verið að hringja og segja mér að afi minn væri á spítala (Guð sé lof að hann er það ekki) en Sofie laug því að hundurinn hennar í Belgíu hafi þurft að fara í aðgerð. Örugglega verstu lygar 2011!! Fundurinn með skólastýrunni gekk svona rosalega vel; ég var að sms-ast á fullu við host-mömmu mína og biðja hana um að bjarga mér og Sofie á fullu að tala við mömmu sína í Belgíu. Við komum pottþétt ekki fyrir sem góðir nemendur enda var það alls ekki ætlunin okkar. Eftir fundinn fengum við loksins að fara heim til mín og róa okkur niður. Host-mamma mín hringdi beint í skólann sem við vildum fara í (Moderna -venjulegur menntaskóli og skólinn minn í dag) og við fengum strax inngöngu og fengum fund með skólastjóranum daginn eftir! Og því var vandamálið leyst. Mikil gleði. Þetta var þó lognið á undan storminum því um nóttina varð ég rosalega veik, fékk einhverja matareitrun eða einhvern slæman magavírus og svaf í eina klukkustund. Eins mikið og mig langaði ekki að standa fram úr rúminu og fara í sturtu hafði ég ekkert val því LOKSINS, LOKSINS var búið að finna fyrir mig skóla og ég mátti ómögulega missa af fundinum með skólastjóranum. Fundurinn gekk ágætlega þar sem ég notaði alla mína orku í að einbeita mér að því að æla ekki á borðið hjá skólastjóranum. Það hefði pottþétt eyðilagt möguleika mína á að komast inn. Ég gat valið hvað ég vildi læra og ég valdi Sociales/Félagsfræði -nokkurn veginn það sama (samt ekki) og það sem ég er að læra í Verzló. Eftir fundinn þurftum við að fara beint og kaupa skólabúninginn: Pils, sokkar, skór, bolur = 100$ og svo íþróttaskólabúninginn: Nærbuxur (eða ég hef reyndar ekki hugmynd um hvað þetta er), buxur, stuttermabolur, skór = 100$ = næstum 20.000 íslenskar. Það var svo sárt að eyða öllum þessum peningum í svona ljót föt. (Killing me softly)
Maginn og magakveisan versnaði bara eftir því sem leið á daginn og klukkan 4 átti ég að fara í rútu með öllum skiptinemunum á mínu svæði á ströndina þar sem við ætluðum að vera yfir helgina á hóteli. Nei, nei ég komst náttúrulega ekki með heldur var fárveik upp í rúmi. Host foreldrar mínir voru þó virkilega góðir við mig og færðu mér meðöl og kjúklingasúpu uppí rúmmið. Loksins á sunnudaginn leið mér betur en samt þarf ég ennþá að passa mig hvað ég borða.
![]() |
Við tilbúnar fyrir fyrsta skóladaginn, takið eftir tattoo-inu (plástrinum) mínu á handleggnum. |
FYRSTI SKÓLADAGURINN, POR FIN!
Mánudaginn 19.september var fyrsti skóladagurinn minn! Ég vaknaði snemma, enda byrjar skólinn klukkan 7!! Og fór með foreldrum mínum á fund með skólastjóranum, foreldrum Sofie og henni sjálfri auðvitað. Þar fengum við upplýsingar um allt og alla, en allt auðvitað á spænsku þannig við skildum náttúrulega aldrei allt sem hann sagði. Allt í einu byrjaði hann að tala um að það væri eitthvað vandamál varðandi mig. ÉG BARA HVAÐ?? og þá var hann að meina tattoo-ið mitt. Ég bara "hvaða TATTOO?" Gamli var þá bara að tala um ljósbláa - Disney PLÁSTURINN minn sem ég var með á hendinni, en ég sannaði fyrir honum að þetta var nú bara saklaus plástur. Enginn ástæða fyrir að skapa eitthvað drama útaf Disney plástri... Hann fyldi okkur svo í stofurnar og ég ætla ekki að ljúga en vá hjartað sló nokkuð hratt. Það voru greinilega frímínútur eða eitthvað því á meðan við löbbuðum að stofunni störðu bókstaflega 400 augu á okkur.
Ég og Sofie erum ekki saman í bekk enda er hún að læra vísindi eða eitthvað og ég er að læra félagsfræði, samt einhverra hluta vegna blandast bekkirnir okkar saman í yfirleitt tvo tíma á dag og þá erum við saman í tíma. Við vorum saman í fyrsta tímanum okkar, sem betur fer og það var enska. Krakkarnir voru frekar feimnir við okkur fyrst, kennarinn hvatti þau til að spurja okkur spurninga á ensku en þau þorðu því ekki. Næsti tími á eftir var með bekknum mínum, sem sagt félagsfræðibekknum. Ég veit í rauninni ekkert hvaða tími þetta var, jú bókmenntir/listir held ég. Kennarinn þar tók vel á móti mér og kynnti alla krakkana, mér brá heldur betur í brún þegar hún kynnti einn strákinn sem hét Juan Carlos og benti svo aftur og kallaði hann "The fat one" útaf því hann var svoldið búttaður -svo hló hún einhverjum svaka hrossa hlátri. Mig langaði bara að standa upp og faðma greyið strákinn og segja honum að hann væri bara ekkert feitur, en þetta er greinilega eðlilegt hérna. Ein stelpa, Diana labbaði upp að mér og bauð strax fram aðstoð sína og sagði að ég mætti alltaf leita til hennar ef mig vantaði hjálp, ég bara vá takk! Ég skildi lítið sem ekkert í tímunum allan þennan dag en sumir tímar voru mjög afslappaðir, og í sumum gerðum við ekkert! Ég spjallaði mikið við bekkjarfélagana mína og þau voru öll mjög almennileg og mjög áhugasöm. Ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að vera ein eða neitt svoleiðis því það var alltaf að minnsta kosti ein manneskja við hliðina á mér eitthvað að tala við mig eða leiðbeina mér. Ég sýndi þeim íslenska/spænska orðabók og orðin sem þeim fannst áhugaverð voru : "feitur sníkill". Svo kom hádegið og stelpurnar buðu mér strax að setjast hjá þeim ég gerði það en fór svo að finna Sofie. Hún var eins og ég, umvafinn krökkum og ég spjallaði aðeins við þau en svo fórum við og keyptum okkur að borða. Þá vorum við bara tvær og vorum í vandræðum með hvar við ættum að sitja...það vandamál varði í heilar 3 sekúndur því svo var kallað "Stefania sit here!" Ég fór líka í tölvu tíma, mjög spes tími þar sem við áttum að láta nöfnin okkar fljúga um tölvuskjáinn, þau spurðu hvað við lærum í tölvutímum á Íslandi og ég sagði, ritun, excel, word og allt það og þau bara "Já við erum búin að læra það, það er svo basic". Ég held nú ekki.
Ég og Sofie áttum einn tíma saman eftir hádegi, það var tíminn "American History". Kennarinn í þeim áfanga er víst þekktur fyrir að vera hundleiðinlegur þannig krakkarnir nenntu ekkert að taka eftir heldur spjölluðu bara við okkur allan tímann. Kennarinn skrifaði svona 20 spurningar á töfluna, enginn leit upp til að skrifa þær niður og svo sagði hann okkur að þetta væri heimavinnan að svara spurningunum og allir bara "Já ekkert mál (glætan)". Þessi sami kennari bað okkur svo um að kynna okkur, og ekki á spænsku né ensku heldur á okkar "Mother Tongue" ég bara ekkert mál og kynnti mig á íslensku og svipurinn á þeim breyttist svakalega þegar ég byrjaði að tala. Sofie kynnti sig á flæmsku og ótrúlegt en satt gat ég skilið allt sem hún sagði. Ég er greinilega að læra tvö tungumál hérna; spænsku og flæmsku.
Það er öruggt að segja það að ég lærði nákvæmlega ekkert í neinum tíma nema, NEMA í stærðfræði og nei nei voru þau ekki að byrja að læra Jónas regluna - Regluna sem ég er búin að vera að læra síðustu tvö ár í Verzló. En allt í lagi að rifja hana upp þar sem ég var hvort eð er búin að gleyma henni. Haha. Í hinum tímunum einbeitti ég mér að því að reyna að skilja eitthvað sem kennarinn sagði, eða allavegana reyna að fatta í hvaða tíma ég var í og hvað þau voru að læra en svo byrjaði ég bara að skrifa bréf til að senda heim til Íslands. Klukkan 14.30 var skólinn búinn og þá tók við 45 mínútna skólarúta heim, þar sem nokkrir krakkar fara saman í rútu og okkur er skutlað heim, alveg upp að dyrum. Sumir krakkarnir búa í svakalegum villum, ég er ennþá í sjokki!! Ég held að það sé samt öruggt að segja að þennan eina dag lærði ég meira í spænsku en alla hina dagana sem ég hef verið hérna!
Í dag, þriðjudag fór ég ekki í skólann útaf því að ég þurfti að fara í útlendinga efirlitið og fá einhver mikilvæg gögn en á morgun er skóladagur þannig ég þarf að vakna eldsnemma - sem betur fer skutla host foreldrar mínir mér í skólann á morgnanna kl. 7 því pabbi minn vinnur rétt hjá. Ef ég þyrfti að taka skólabílinn þyrfti ég að taka hann 6:00 eða líklegast fyrr. Hræðilegt.
En jæja best að fara í háttinn núna því eftir skólann ætlum við skiptinemarnir að hittast í bænum þannig ég á langan dag fram fyrir höndum. Ég ætlaði að hafa þetta blogg stutt en .... greinilega ekki.
ADIOS
P.S ég gæti drepið fyrir nammipoka úr Nammilandi! :(
P.S.S Sakna allra heima
P.S.S.S NÆSTA BLOGG VERÐUR STYTTRA!
Sendi þér íslenskt nammi um jólin:D HAHA ég hló upphátt í tíma þegar ég las um kaþólska skólann!!
ReplyDeleteÞín er sárt saknað í vinnunni;)
Gaman að heyra frá þér elsku gull, ég elska bloggin þín!
ReplyDeleteSé þig alveg fyrir mér í kaþólska skólanum að missa þig á íslensku, get ekki annað en hrósað ykkur fyrir frábærar lygar lol
Gott að skólinn lofi góðu! Veit samt ekki hvernig þú ferð að því að vakna svona djöfulli snemma alla daga. Ég myndi deyja.
Annars addaði ég þér á skype í gær, þú mátt alveg endilega accepta þá getum við átt skype deit við tækifæri! (gaman)
ooog svo máttu alveg endilega senda mér msg á facebook varðandi vandræðalega atvikið við sundlaugina haha kv. forvitin
Hlakka til að lesa fleiri blogg (Haltu áfram að vera dugleg að blogga!!)
loveyou
ps þú drepur mig með myndinni af þessari pizzu, ég er slefandi hérna.
Ég og Vala áttum einmitt unaðslegt pizzu deit í hádeginu og næstu 2 tíma með EyglóÍSL þar sem við vorum ennþá að éta unaðinn og klára 2 lítra gos, ég er ennþá södd.
ReplyDeleteEn alltaf gott að heyra í þér, I love your blog og á eflaust eftir að commenta á þau öll en care þér finnst það fjör.
Gott að skólinn reddaðist!! Vertu Verzló til sóma og stattu þig í tölvum fyrir Halldór okkar.
Við heyrðum enga flæmsku í Brussel btw, allir að tala frönsku og við dóum innra með okkur og nánast enginn svaraði á ensku, ég hugsaði nú bara hvernig þér hlýtur að líða umvafin spænskunni allan daginn.
Vale frá Böðvars eitthvað farið að heyrast meira?
knús
hola que talllllllll missyou
ReplyDeletekv skemmtilegi sænski gæjinn þarna
Và thad er thad sama hèrna med the fat one! Allir kalla feita fòlkid gordo og eitthvad thvì um lìkt... skil thetta ekki!
ReplyDeleteog vodalega ertu sein ad byrja ì skòla! en gott ad sjà ad allt gengur vel hjà thèr :D