Wednesday, August 31, 2011

Leche

“The world is a great book, of which they that never stir from home read only a page.” St. Augustine

Buenas noches,
Ég held að það sé kominn tími á blogg.
Núna er ég búin að vera hjá fjölskyldunni í rúmlega eina og hálfa viku og allt er að venjast. Skólinn er ekki ennþá byrjaður þannig dagarnir hér hafa verið frekar viðburðalitlir. Ég fer annaðhvort í vinnunna með Mónicu, host mömmu minni eða er heima, oftast þá við sundlaugina.
Mónica er menntaður ferðamálafræðingur en vinnur sem einhverrskonar stjóri hjá fyrirtæki sem drepur rottur, mýs og kakkalakka hjá fyrirtækjum og heimilum (nice). En hún vinnur bara á skrifstofunni og þegar ég fer með henni fæ ég mitt eigið skrifborð og get gert það sem ég vil. Í hádeginu förum við oftast í næsta moll, sem er btw huge og fáum okkur að borða. Pizza Hut hefur verið vinsælast hjá mér so far. En samt eru svona 12 aðrir staðir sem eru alveg ókunnugir fyrir mér.  Vinnufélagar hennar eru frekar spes og mjög háværir og ég er búin að sýna þeim myndir af allri fjölskylduni minni og vinum á facebook.
Ef ég ákveð að vera heima, s.s ekki fara með Monicu í vinnuna er ég svona eiginlega ein heima í öllu hverfinu fyrir utan smiðina. Allir eru annaðhvort í vinnu eða skóla ... nema ég.  Hverfið er frekar nýtt og ennþá verið að byggja fleiri hús þannig hér eru kannski 60 smiðir að vinna á daginn. Þeir horfa á mig eins og þeir hafa aldrei séð hvíta manneskju áður ... spes.

Hér í Ecuador finnst mér flest allir líta mjög svipað út, þótt sumir séu með svona sterkari "indíjána einkenni". Þess vegna finn ég ósjaldan augu fólks límast við mig, samt er eins og fólkið horfi á mig annað hvort eins og það ætli að éta mig eða þá eins og ég sé hálviti. Ég labbaði fram hjá hópi af 10-12 ára gömlum krökkum um daginn og þau fóru öll að hlægja. (ég sver það ég hrasaði ekki eða neitt svoleiðis) ... ég veit ekki hvað þeim fannst svona fyndið. Ég er "leche" eða "mjólk". 

Um síðustu helgi fórum við á ströndina. Mamma Monicu á hús við ströndina þannig við; ég, Ramiro & Monica gistum í því í tvær nætur. Húsið var mjög fínt, lítið og krúttlegt. Samt eftir að hafa sofið þar var ég þakklát fyrir það hvað húsið sem ég bý í hér í Guayaquil er snyrtilegt og pöddu-frítt! 
Það tók rúmlega 1 og hálfan klukkutíma að keyra til Salinas (strandarborgin - minnir mig svoldið á mini-Benidorm). Við komum á föstudegi og það fyrsta sem við gerðum var að fá okkur eitthvað að borða (ég sá McDonalds í hyllingum) en við fórum á opinn veitingastað -sem ég hefði persónulega aldrei farið á sjálf og þar voru bara sjávarréttir í boði. Ég fékk mér fisk - pescado og var hann bara svona helvíti góður. Til gamans má geta þá borðuðum við eiginlega bara sjávarrétti alla þessa ferð. Fine by me.
Salinas
Í Montañita 

Á laugardeginum keyrðum við eftir ströndinni og í gegnum svona 40 pínulitla bæi, rosalega fátæka og það var svakalegt að sjá húsin þarna. Ótrúlegt að fólk búi í þessum húsum. En sama hvað bæirnir voru fátækir sá ég kirkju í þeim flest öllum og auðvitað líkneski af Maríu Mey. Það vantaði ekki. Við stoppuðum í bænum Montañita
Montañita er mesta snilld sem ég veit um!! Þetta er lítill standbær þar sem flest allir eru á brimbrettum. Þarna eru fullt af veitingastöðum, skemmtistöðum, börum, básum sem selja hand made skartgripi og fullt af fólki. Það er ótrúlega mikill Jamaica fýlingur þarna og ég sá ófáa stráka með dreadlocks og ég veit ekki einu sinni hvað ég sá marga surfera. Þetta var snilld. Þangað ætla ég sko að koma aftur. Einnig fórum við á sædýrasafn, þar sem drengur ekki deginum eldri en 10 ára sýndi okkur safnið. Við skoðuðum ýmsar strendur og fórum í hvalaskoðunarferð. Ég hef aldrei á ævinni verið jafn hrædd og í hvalaskoðunarferðinni. Ég sat fremst í bátnum (ekki mitt val) og fékk allar öldurnar beint á mig. En þetta átti víst að vera besti staðurinn fyrir mig afþví þarna átti ég að sjá hvalina svo vel. Ég hélt að ég myndi deyja og ég fór með allar  bæninar sem ég kann. En svo loksins sá ég hval þannig þá hætti ég þessu dramakasti. Í enda
ferðarinnar komu tvær stelpur að mér "Did you like it ?!?!" "Where you scared?!" Ég bara no comment. 

Og hér kemur ýmislegt mis-áhugavert sem mér dettur í hug: 

  • Hádegismaturinn hér er mikilvægasta máltíðin.  Í gær fór host mamma mín  sérstaklega úr vinnunni til þess að koma með box með 20 kjúklingabitum í handa mér að borða. Ég var bara ...ehhh... ég hefði alveg getað ristað mér brauð. Í dag þegar ég var heima að taka mína persónulegu "siestu" var allt í einu bankað á hurðina og þá var pizza sending komin til mín. NICE.
  • Öllum finnst ég borða frekar lítið hérna og einn vinnufélagi Mónicu kom að mér um daginn og sagði "Monica says you eat like a bird" ég gat ekki annað en hlegið að því -enda er það satt.
  • Ég held að ég hafi alltaf fengið kjúkling í kvölmatinn alla dagana... fyrir utan McDonalds einu sinni. En ég kvarta ekki því kjúklingurinn hér er góður.
  • Það er ekki öruggt fyrir mig að taka taxa hérna ein og heldur ekki strætó. Ég má þó taka metro sem er eitt strætó-fyrirtæki hérna en ég má ekki taka hina strætóana. Host mamma mín útskýrði fyrir mér muninn á hættunni og sagði að í hinum strætóunum gæti verið miðað byssu á mig en í metro yrði bara stolið af mér. Yay fyrir strætó.
  • Fuglarnir sem ég sé í garðinum eru eins og litlir páfagaukar! Þeir eru í allskonar litum og ótrúlega krúttlegir.
  • Ég var að fá þær upplýsingar að skólinn minn byrjar víst 7:15 á morgnanna og skólarútan nær í mig á slaginu 6:30!!! Oh my Lord ég þarf að vakna 5:30 alla morgna.
  • Ramiro og Monica eiga hund og kött, eins og ég er búin að nefna áður. Hundurinn er bara úti í garði allan daginn og fær ekkert að koma inn nema á nóttunni, greyið. En kötturinn er dáður og dýrkaður en hann er hræðilega feiminn. Ég var búin að vera hérna í 3 daga þegar ég loksins sá köttinn. Honum líkar ekki vel við mig það er staðfest.
  • Pabbi Ramiro (host pabbi minn) heitir líka Ramiro en hann er kallaður Don Ramiro, eða herra Ramiro. Hann gistir hjá okkur yfirleitt 2-3 nætur í hverri viku. Eins gott að ég gleymi því ekki að segja Don á undan nafninu hans næst þegar ég sé hann.
  • Í dag var 40°C stiga hiti. Ég gerði heiðarlega tilraun um að sitja úti en gafst upp eftir 20 mínútur og það á að vera vetur hérna ?? 
  • Ég HATA það þegar heimasíminn hringir og ég er ein heima! Það er martröð. Í dag hringdi heimasíminn svona 5 sinnum og fólkið talar svo hratt og ég skil ekki neitt. Ég reyni að segja að host foreldrar mínir séu í vinnunni en ég tala greinilega ekki nógu hratt fyrir þau þannig að þau skilji. Þetta endar yfirleitt með því að ég segi "no entiendo/ég skil ekki" og þá tala þau hraðar og þá er ég alveg búin að gefast upp og segi "Do you speak english?" Og auðvitað gera þau það ekki þannig þau skella á. YES!
Froska update: Það eru froskar allstaðar! (ég sagði ykkur frá líka frá froski í seinasta bloggi) Ég get svo svarið það, hvar sem ég er heyri ég froska-hljóð. Ég skipti einu sinni 5 sinnum um bekk við sundlaugina afþví ég beið alltaf eftir því að þessi froskur mundi ráðast á mig (sem hann gerði ekki). Ég heyri líka þetta hljóð þegar ég fer að sofa. En svo í dag þegar ég sat úti og þetta hljóð var að gera mig vitlausa byrjaði ég að hugsa út í það hvort að þetta gæti nokkuð verið flug. Í hvert einasta skipti sem einn fugl sem ég sá hreyfði hausinn kom þetta hljóð...Ég þarf greinilega að rannsaka þetta betur. Ég vona að þetta sé fugl.


Allavegana allt gott að frétta af mér, og allir koma mjög vel fram við mig! :) 
Ég veit ekkert hvað ég ætla að gera á morgun(fimmtudag) en á föstudaginn ætla ég og stelpa frá Belgíu sem býr rétt hjá mér að fara að versla eða gera eitthvað skemmtilegt saman. Um helgina ætla foreldrar mínir að sýna mér alla Guayaquil og  allt sem tengist borginni. Svo kemur mánudagurinn og þá er fysti skóladagurinn. Ég þarf að öllum líkindum að mæta í venjulegum fötum fyrsta daginn. Einhvern veginn held ég að það muni bara vekja óþarfa athygli á mér. En ég fæ skólabúninginn örugglega fljótt. Varðandi spænskuna þá skil ég meira en ég gerði áður þó það sé samt erfitt að tala.

ADIOS <3
Svona horfir kötturinn Salem alltaf á mig.
-Stefanía Sjöfn

Monday, August 22, 2011

Fyrstu dagarnir í Ecuador !!

Jæja!!!!
Nú sit ég í rúmminu mínu í húsinu mínu í Samborondón, Ecuador. Ég ætla aðeins að segja frá síðustu dögum:
Ævintýrið byrjaði allt á Keflarvíkurflugvelli, þar sem ég, Jana, Margrét, Arnar og Sigrún (íslensku skiptinemarnir á leið til Ecuador) hittumst öll og checkuðum okkur inn saman og kvöddum fjölskyldur okkar. Pabbi minn var út í Noregi þannig Vala kom í staðinn fyrir hann. Það var ekkert smá skrítin tilfinning að kveðja nánustu ástvini mans, vitandi að maður sér þá ekki aftur fyrr en eftir ár! (erfitt, tár féllu)  Það fyrsta sem við gerðum í fríhöfninni var að kaupa okkur nóg af íslensku nammi.  Flugið til New York gekk rosalega vel, ég reyndar sofnaði ekkert á leiðinni en skrifaði aðeins í krúttlegu dagbókina mína.  
I love my mom
Þegar við vorum búin að ná í töskurnar okkar og allt á JFK airport þurftum við að komast á Federal Circle -sem er sem sagt einhver staður þar sem við áttum að hringja í hótelið okkar og láta ná í okkur. Við vorum mestu ljóskur í heimi og spurðum svona 5 starfsmenn hvernig við áttum að komast á Federal Circle, en það gekk þó á endanum. Í New York voru þrumur og eldingar og brjáluð rigning, okkur fannst þetta náttúrulega geggjað og rákum upp óp í hvert svinn sem við heyrðum þrumur... og auðvitað leit fólkið á okkur með stórum augum.  Hótelið var bara mjög fínt og við hresstum aðeins uppá útlitið á okkur og héldum svo af stað í gönguferð að leit af veitingastað.  Það var brjáluð umferð í NY og það reyndist okkur hræðilega erfitt að ganga yfir göturnar, "græni kallinn" var bara í 5 sekúndur. Við þurftum að leiðast öll og hlaupa yfir göturnar. Fyrsti veitingastaðurinn sem við sáum var Burger King, þannig við ákváðum bara að skella okkur þangað = MISTÖK! Þetta var örugglega versti hamborgari sem ég hef á ævi minni smakkað, við vorum öll sammála um það að þetta var vont.  Inná Burger King voru mjög vafasamir svartir strákar (við sáum án djóks bara svart fólk í New York). Við gerðum okkur svo grein fyrir því að við vorum í frekar hættulegu hverfi, svona iðnaðarhverfi. En allt gekk vel og við fórum upp á hótel og fengum tæplega 4 klukkutíma svefn. 
Morguninn eftir var haldið af stað til Miami. Allt gekk vel á leiðinni þangað nema að við komumst að því að fólkið sem vinnur á flugvöllunum (bæði í NY og Miami) er hræðilega óhjálplegt en auðvitað redduðum við okkur. Á Miami airport vorum við að bíða eftir tengi-flugi til Quito í tæplega 7 klukkutíma. Við dunduðum okkur við að labba um flugvöllin, og fá okkur STARBUCKS! Okkur til mikillar gleði. Á Starbucks varð ég vitni af fyndnasta atviki sem ég hef upplifað og ég ætla að reyna að úskýra það haha:

Sigrún að panta sér frappó: Yes I'm going to have a frappocino.
Afgreiðslukonan: Yeah, what's your name ? (til að skrifa á bollann)
Sigrún: Sigrún
Afgreiðslukonan: WHAT? You want Cinnamon?? Cinnamon in what? Cinnamon in the frappocino?
Sigrún: uuuuuuhhhh??? what ??
Afgreiðslukonan: You want Cinnamon???!??!?
Sigrún: No, It's my name!

Hún hélt að Sigrún hafði sagt Cinnamon en þá var hún að segja nafnið sitt - og þetta endaði þannig að afgreiðslukonan hélt að hún héti Cinnamon. Og vá hvað við hlógum - ég hlæ ennþá við tilhugsunina um þetta atvik! Og já Cinnamon þýðir kanill á íslensku. Þegar kaffið hennar var tilbúið kallaði eitthvað grey upp: Cinnamon til að gefa til kynna að kaffið væri tilbúið. Og við hlógum enn meir, meira að segja afgreiðslukonan fór að hlægja og annað ókunnugt fólk í röðinni.

hahaha!

Annars leið biðin hratt á flugvellinum, við borðuðum, skoðuðum Victoria's secret og skoðuðum einhverja ilmkerta-búð sem allir urðu ástfangnir af. 
Þegar komið var til Quito, höfuðborg Ecuador tókum við strax eftir því hversu erfitt var að anda. Loftið þar er fáránlega þunnt enda borgin staðsett í fjöllunum. Þar tóku AFS sjálfboðaliðar á móti okkur og fóru með okkur á "Komu námskeiðið" sem var rétt fyrir utan Quito. Þar var virkilega fallegt en þó var aðstaðan EKKI SNYRTILEGT og erfitt að fara í sturtu og athafna sig á svona ógeðslegu klósetti. En auðvitað reddaðist það allt. Á komu námskeiðinu voru allir skiptinemarnir frá mismunandi löndum sem munu verða í Ecuador. Það var mjög skemmtilegt að hitta þá alla og komast að því hvaða fólk verður með manni í borg (við vorum svona 14 sem fórum til Guayaquil). Þetta komu námskeið var mjög skemmtilegt og við íslensku skiptinemarnir kynntumst enn betur og mynduðum sterkari tengsl. 
Það var samt alveg áskorun að sofa þarna, þetta var alls ekkert 
hræðilegt en samt svoldið sjokk að sofa í svona frekar ósnyrtilegu húsi. 
Báðar næturnar þegar við vorum að fara að sofa heyrðum við í froski, ég er handviss um að þessi froskur var undir einu rúmminu en stelpurnar voru vissar um að froskurinn væri úti. Frekar svona ... óþæginlegt að heyra í froski þegar maður er að fara að sofa. 
Seinasta kvöldið áttum við að gera landa-kynningu á okkar eigin landi og við fengum bara blað og tússpenna.  Mér fannst okkar landa-kynning flottust, þó að ég segi sjálf frá.


Flotta Íslands-kynningin okkar :)


Við íslensku stelpurnar með Brandon (USA)
Morguninn eftir s.s. sunnudaginn 21. ágúst skyldust leiðir okkar íslensku skiptinemanna.  Það var mjög erfitt að kveðja þau en ég fór með hinum skiptinemunum til Quito og svo í flug til Guayaquil. Við vorum alltof sein að checka okkur inn þannig krakkarnir frá Bandaríkjunum þurftu að checka sig inn án farangursins. Frekar leiðinlegt en allt gekk vel hjá restinni af krökkunum, þar á meðal hjá mér. 
Á flugvellinum tók Mónica - host mamma mín á móti mér með krúttlegum bangsa ... ég er að pæla í að skýra bangsann Alejandro :). Mónica er mjög góð við mig og virkilega almennileg.

Rúmið mitt með bangsanum Alejandro :)

Hverfið sem ég bý í er rétt fyrir utan Guayaquil. Í hverfinu eru mörg lítil hús, rosalega sæt og snyrtileg. Hér er sundlaug, líkamsrækt, fótboltavöllur, barna-sundlaug, tennisvöllur, körfuboltavöllur og ég veit ekki hvað og hvað. Samt er þetta hverfi ekki eins fancy og hin hverfin sem ég hef séð hérna. Þetta er samt rosalega fínt og örugglega þykir innlendum fínt að búa hérna. Herbergið mitt er lítið og krúttlegt og allt út í bangsum!  Það er æðislegt að geta farið út og setið við sundlaugina að hlusta á tónlist eða lesa bók.

Það er samt svoldið erfitt að vera komin til fjölskyldunnar, söknuðurinn til fjölskyldunnar heima á Íslandi er svakalegur. Eftir að ég kom hingað, sem sagt til Guayaquil hef ég ósjaldan fengið kökk í hálsinn en það varir bara í stuttan tíma. Þetta verður pottþétt með tímanum auðveldara. 
Ég hlakka til að byrja í skólanum og kynnast krökkum en skólinn byrjar ekki fyrr en 5. september.  Það búa samt einhverjir krakkar hér í hverfinu og næst þegar ég sé þau ætla ég að reyna að kynnast þeim.

Ég fékk smá matar-sjokk þegar ég kom til fjölskyldunnar. Fyrsta máltíðin mín var Macdonalds, einungis vegna þess að ég þorði ekki að prufa hina staðina í mollinu. Önnur máltíðin mín voru grófar brauðsneiðar og mjólk með BANANA!! (Ég borða alls ekki banana) En þetta var ekki það slæmt. Ég fór líka í morgun með Mónicu að versla og við keyptum góðan smurost og ávexti og svona. Í hádegismat fékk ég kjúkling, salat og kartöflumús - bara nokkuð gott!

En jæja, nú er nóg komið í dag held ég. Ég nenni ekki að vera meira í tölvunni.  Ég hef það sem sagt rosalega gott og er að reyna að læra spænskuna ... Mónica talar við mig ensku núna en þýðir samt flest allt líka yfir á spænsku svo ég geti lært. Við erum samt búnar að ákveða að í næstu viku munum við bara tala spænsku.
Hasta Luego
-Stefanía Sjöfn

P.S ÞAÐ ER ÓTRÚLEGA HEITT HÉRNA!! 30°C og öllum hér finnst það kallt. Ég svitna við að borða morgunmatinn. Nú skil ég afhverju fólk hér fer stundum 4 sinnum í sturtu á dag.
P.S.S Mónica kallar mig Stefi. Mér bregður alltaf þegar ég heyri það, enda hef ég aldrei leyft neinum að kalla mig neitt annað en Stefanía. En þegar hún gerir það er það krúttlegt - samt kynnir hún mig alltaf sem Stefanía og segir Stefanía við alla aðra en mig, þannig þetta er í lagi.



Wednesday, August 17, 2011

Brottför á morgun!

Jæja, þá er brottför á morgun... eða réttara sagt á eftir. Síðustu dagar hafa liðið fáránlega hratt, þeir hreinlega þutu framhjá. Ég "frestarinn mikli" frestaði náttúrulega öllu og er því búin að vera á fullu í allan dag og því er þreytan strax orðin svakaleg, oooog ferðalagið er ekki enn byrjað. 

Það eru rúmlega 3 vikur síðan að ég fékk fjölskyldu og var þá mikil gleði. Fjölskyldan mín samanstendur af  Mónicu - fædd 72 og er svæðisstjóri hjá einhverju fyrirtæki og Ramiro - fæddur 74 og er líffræðingur og læknir.  Einnig býr pabbi Ramiro og mér skilst að hann (afinn) heiti líka Ramiro (haha) og hann er framkvæmdastjóri hjá ferðaskrifstofu. Þau eiga hund og kött.  Hundurinn heitir Max og sorry en ég man ekki hvað kötturinn hét, en það voru allavegana frekar skrýtin löng tvö nöfn að mig minnir.
En allavegana Mónica og Ramiro virka voðalega tæknivædd sem er jákvætt og eru með net-tengingu í öllu húsinu og ég veit ekki hvað og hvað.  En það sem ég var ánægðust með var að ég fæ sérherbergi með baðherbergi og sjónvarpi og öllu sem því fylgir. Sérherbergi!! Yes!! Ég er allavegana mjög ánægð með það. 
Og já ég mun sem sagt búa í stærstu borginni í Ecuador, Guayaquil (mjög erfitt að læra að skrifa þetta - og ég kann auðvitað ekki að bera þetta fram). Guayaquil er samt ekki höfuðborgin.  
Guayaquil er "á ströndinni" -sem sagt ekki í fjöllunum og því er mjöööög heitt þarna = sólarvörn 50+ 
Í borginni búa um 4milljónir manns (samkvæmt wikipedia) og er þetta víst voðalega Suður Amerísk borg, sem er bara skemmtilegt. Foreldrar mínir úti eru rosa spenntir að fá mig, enda eiga þau engin börn og eru strax byrjuð að skipuleggja tvær ferðir til þess að sýna mér landið. Í einni ferðinni mun ég fá að sjá höfuðborgina og allar fallegu fjalla-borgirnar en í hinni mun ég og fósturmamma mín eyða 15 dögum í að ferðast um strendur  Ecuador og njóta þeirra. Fósturmamma mín elskar víst ströndina (jákvætt). Þetta hljómar allt voðalega vel en samt passa ég mig á því að gera mér ekki of miklar væntingar.  
Ég gæti skrifað endalaust áfram en ég held að ég láti þetta duga núna en reyni að skrifa aftur í næstu viku eða jafnvel fyrr. We'll see.








Adios for now mis amigos (ég er ógeðslega sleip í spænskunni ef maður pælir í því)
Hasta pronto!