Tuesday, January 10, 2012

Jól, áramót, ströndin, kanínubúningur og margt fleira!

Hola!
Ætla bara að byrja á því að rifja upp það sem ég er búin að vera að gera frá því ég bloggaði seinast ... ég hef það á tilfinningunni að þetta verði langt blogg. Be prepared! 
Fimmtudaginn 15. des fór ég í skólann og þegar ég var búinn í skólanum var ég að deyja úr þreytu (enda hafði ég bloggað kvöldið áður) og ætlaði að leggja mig. Ég hringdi spes í Sofie til að láta hana vita að nú væri heilagur tími og hún ætti ekki að hringja í mig því ég ætlaði að reyna að sofa. 5 mínútum seinna hringir hún! Og hún segir mér að við verðum að fara heim til Jorge, skólabróður okkar til að hitta AFS sjálfboðaliðann sem var þar, til að láta hana fá kvittanir fyrir skólarútunni, svo að við fáum nú penginginn okkar borgaðann tilbaka. Frábært...þar fór lögnin mín. Þannig ég tók taxa til hennar og svo heim til Jorge...Jorge var náttúrulega ekki heima þannig við voum bara að chilla með foreldrum hans og sjálfboðaliðanum, skemmtun. Foreldrar Jorge voru að pæla í að taka að sér skiptinema, Aukusti frá Finnlandi þannig við gerðum ekkert annað en að hæla Aukusti enda var hann staddur í einhverri svaka trúaðri fjölskyldu og hann sem er trúleysingi! Þannig hann var alveg desperate að skipta um fjölskyldu.  Allavegana þegar við vorum búnar að spjalla við foreldra hans Jorge í dágóðan tíma löbbuðum við í næsta mall sem er alls ekki langt frá húsinu hans Jorge.  Það er samt alltaf smá hættulegt að labba einar úti en við löbbuðum meðfram aðalgötunni í Samborondón. Við reyndum að labba eins hratt og við gátum til að komast í mallið fyrir myrkur (það myrkvar svo hræðilega hratt hérna, þegar klukkan er orðin 6 þá bara BAAAAAAM, myrkur) en Sofie var í hælum þannig hún labbaði svo hægt og svo allt í einu byrjaði svona vatnssúði að vökva grasið og við bara WHAAT, allar blautar, örugglega eins og algjörir hálfvitar, haha. En svo allt í einu byrtist bara pallbíll fyrir hliðina á okkur bíbandi á fullu og þá voru þetta þrír skólabræður okkar úr árgangnum fyrir ofan þannig sem betur fer fengum við far með þeim restina af leiðinni...ekkert rosa sniðugt kannski að vera að labba svona úti (Þrem dögum seinna löbbuðu Aukusti (Finnland), Jorge (úr skólanum) og Nicolas (úr skólanum líka) þessa sömu leið; frá húsinu hans Jorge í mallið og þeir voru rændir með byssu!) Allavegana við fórum í mallið og tókum út pening, þar sem hér er ekki mikið um það að fólk sé að nota kort. Svo fórum við heim og gerðum okkur til og svo komu skólabræðurnir okkar og náðu í okkur. Við fórum heim til Alfonso, eins stráksins og vorum þar allt kvöldið, hlustandi á tónlist en þeir auðvitað dansandi, þeir tóku dansinn við lagið "I'm sexy and I know it" og byrjuðu að afklæða sig og ég og Sofie bara "Guuuuð hvert eigum við að horfa" haha! Gaman að þessu. 
Daginn eftir, föstudaginn 16. desember var síðasti venjulegi skóladagurinn þessa önn... Bittersweet! Finnst frekar leiðinlegt að skólinn sé búinn, samt gaman að vera komin í sumarfrí en samt ... þó að ég fari í skólann er ég varla að gera neitt, mér finnst alltaf eins og ég sé bara í fríi :) Þessi skóladagur var samt svoldið þungur, margir að fara að skipta um skóla á næstu önn, skipta eða verða reknir út skólanum, þannig bekkurinn minn verður aldrei alveg eins :( Allavegana, Nicolas kom heim með mér eftir skóla og við chilluðum bara og fórum og keyptum okkur ís og svona. Um kvöldið fór ég heim til Sofie og gisti þar. Á laugardaginn vöknuðum við klukkan 6! Vinnufélagar mömmu Sofie voru öll að fara á ströndina, í lítinn strandbæ til þess að gefa öllum fátæku krökkunum í bænum jólagjafir.  Við vorum ekki alveg viss um hvað við værum að fara að gera þarna en þetta hlómaði vel þannig við skelltum okkur með í för.  Við keyrðum á ströndina með tveimur vinum mömmu Sofie sem við þekktum ekki neitt en þeir voru mjög fínir. Við fórum á strönd sem heitir Olon minnir mig, og þar komum við okkur öll fyrir í mjög sætu húsi. Ég og Sofie reyndum að hjálpa til; röðuðum leikföngunum upp og byrjuðum að undirbúa veitingar og svona en um leið og við fengum tækifæri hljópum við á ströndina, sem var alveg tóm eiginlega, við áttum hana alveg fyrir okkur, það var æðislegt. Við ákváðum svo að fara aftur uppí hús, vorum greinilega aðeins of seinar því fullt af krökkum voru mættir og okkur var hent í sturtu og hent einhverjum búningum í okkur. Ég og Sofie vorum í kanínubúningum á meðan flest allir voru í jólaþema, gaman að þessu. Við fengum andlistmálingu og ég veit ekki hvað og hvað, svo voru leikir og veitingar og á endanum var hvert og eitt barn kallað upp og það fékk jólagjöf. Þetta tók allt mjög langan tíma en loksins var matur og auðvitað voru svona fimm konur að elda matinn handa okkur og það var kalkúnn í matinn! Nammeeeeeeh. Um kvöldið kíktum við svo til Montanita sem er party bær á ströndinni þar sem allir túristarnir fara og innfæddir auðvitað líka, þar eru allir með dreadlocks og allir reykjandi hass en ALLIR DANSANDI! Þessi bær er snilld.  Dagurinn eftir var sunnudagur og við eyddum honum bara á ströndinni en héldum svo heim og ég græjaði ég mig í snatri því ég fór á einhverja jólatónleika með Sofie, bróður hennar, kærastu hans og frænku Sofie. Þetta voru bara hinir fínustu tónleikar, og ég meira að segja hitti Chabe, bekkjarsystur mína og Santiago bekkjarbróðir minn. Án djóks sama hvert ég fer þá hitti ég alltaf einhvern sem ég þekki - ÓTRÚLEGT. 

19.desember þurftum við að mæta í skólann en við máttum mæta í venjulegum fötum! Þetta var varla skóladagur, við borðuðum ís og vorum úti allan tímann og svo voru einhver atriði og svona. Eftir skólann fórum ég og Sofie svo í spænskutíma í háskólanum, host mamma hennar Sofie er kennari við háskólann og ein vinkona hennar tók það að sé að gefa okkur einkatíma, frítt! Alla mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, snilld þar sem við erum komnar í sumarfrí í skólanum og höfum þar af leiðandi ekkert fast að gera á daginn. Mér líkar vel við spænsku tímana en eina vandamálið er að háskólinn er svo langt í burtu að taka leigubíl þangað alla dagana er alltof dýrt. Fyrsta daginn okkar tókum við nú samt taxa en daginn eftir fórum við með strætó! Konan sem þrífur heima hjá Sofie fór með okkur í strætóinn til að kenna okkur nú aðeins á þetta enda er það að taka strætó fáránlega scary enda tekur bara fátæka fólkið strætó hérna.  Ótrúlegt en satt lifðum við strætóferðina af, host mamma Sofie skutlar okkur svo alltaf heim á kvöldin. Ég fór með þeim heim þetta kvöld því Monica, host mamma mín fór á ströndina og ég nennti ekki með þannig ég gisti hjá Sofie þangað til á föstudag. Um kvöldið fórum ég og Sofie til Alfonso, og þaðan til Javier, hann á heima í HÖLL! Svakalega stórt hús! Allavegana við settumst niður við sundlaugina og spjölluðum um lífið og tilveruna. Javier er svo fyndinn, það er ekki eðlilegt, ekki hægt að útskýra það einu sinni en í enda kvöldins rétt áður en við fórum heim sagði hann allt í einu uppúr þurru : "I had a great time tonight" og ég og Sofie bara "yeah me too" og svo snýr hann sér að Sofie mjög alvarlegur "You're boring!!" og við öll bara what ? hahaha en hann var þá ekkert að meina það eitthvað illla, kom bara eitthvað hræðilega asnalega út, Guð hvað það var fyndið. En já svo var klukkan orðin margt þannig við fórum heim til Sofie og sváfum, daginn eftir var einhverra hluta vegna ekkki spænskutími þannig við chilluðum bara allan daginn og kiktum svo aðeins út með Beatriz, host mömmu Sofie um kvöldið. Fimmtudaginn 22. desember kíktum ég og Sofie í CityMall sem er nýtt mall hérna í Guayaquil, ég keypti jólagjafir handa sjálfri mér  - guð hvað það var gaman, ég ætti að kaupa gjafir handa sjálfri mér oftar. Á þorláksmessu fórum ég og Sofie í annað mall til þess að klára það litla sem við þurftum að gera fyrir jólin. Þarna í fysta skipti fann ég fyrir smá jólaspenningi, mallið fullt af fólki og við að jólastússast, host mamma mín æltaði að ná í jólapakkana mína frá íslandi þannig ég var spennt fyrir að fá þá. En svo fékk ég sms frá henni: Sorry pósthúsið var lokað, engir pakkar. Ég veit ekki afhverju en ég tók það mjög nærri mér, fékk tár í augun og allt, ég hringdi í mömmu á íslandi og hún var sko ekki sátt og hringdi í host mömmu mína. Fyrir mér voru jólin bara ónýt....en svo fékk ég sms þar sem mér var boðið í party þannig ég hresstist við. Haha. Host mamma mín var náttúrulega á svo miklum bömmer með jólagjafirnar að hún bara "Já endilega farðu út og skemmtu þér". Ég fór heim til Alfonso og þaðan til Urdesa, sem er öruggt og fínt hverfi í borginni, þar náðum við í vin hans og svo frænda hans og svo löbbuðum við til kærustu frændans. LÖBBUÐUM! Fyrsta skipti sem ég hef eitthvað getað labbað úti á götu í þessari hættulegu borg, en þetta var alveg öruggt enda var ég líka umkringd strákum og mér leið bara eins og ég væri á Spáni en ekki í Guayaquil Crime City. Þetta party var svona spes party, maður þurfti að vera á lista til að komast inn og fá armband og ég veit ekki hvað og hvað, aldrei er mitt nafn á listanum hahaha.  En já það var bara gaman í þessu partyi, allir dansandi auðvitað.
Dagurinn eftir, 24. desember, AÐFANGADAGURINN SJÁLFUR! Dagurinn sem mér var búið að kvíða fyrir allan tímann...var ekkert svo slæmur eftir allt saman.  Ég byrjaði daginn snemma og fór með host foreldrum mínum eitthvað að stússast, frekar skrýtið andrúmsloft á milli okkar enda vissu þau hvað ég var í mikilli fýlu varðandi jólapakkana. Ég komst svo að því að host foreldar mínir höfðu ætlað að hittast og ná í pakkana saman en host pabbi minn mætti ekki eða var of seinn eða eitthvað þannig það varð eitthvað rifrildi á milli þeirra ... ég komst bara að þessu þegar við vorum stödd inní Apple búð og ég spurði Monicu hvað við værum að gera hérna, hún bara: "Ég og Ramiro rifumst um pakkana þína og ég fór í fýlu þannig hann ætlar að gefa mér ipad" Ég bara "já einmitt, ég skil, meikar sense". 
En svo fórum við á fínan veitingastað til að borða hádegismat og röltum um mallið og keyptum nokkra hluti í matinn fyrir kvöldið. Það var svo skrýtið að vera svona afslöppuð á aðfangadegi, maturinn svo seint, ekkert stress - ég er vön því að vera að skera niður sveppi heima allan liðlangan daginn og hlýða mömmu.  
Þegar við komum heim, fór ég í sturtu og svona, skype-aði við fjölskylduna heima þegar þau voru akkurat að opna pakkana, spes að vera ekki á staðnum, samt gaman að hafa getað talað við þau.  Síðan bakaði ég snjó-jóla-smákökurnar sem mamma bakar alltaf fyrir jólin, þær heppnuðust bara svona rosalega vel, það fannst öllum þær rosalega góðar. Ramiro fannst líka svo gaman að hjálpa mér þannig ég verð að baka þær aftur í nánustu framtíð. Það var kalkúnn í jólamatinn, góð sósa, hrísgrjón (auðvitað, væri náttúrulega agalegt að sleppa þeim einu sinni) og mjög vond fylling. En samt kjötið var gott. Síðan voru opnaðir pakkar, ég fékk tvær bækur frá host foreldrum mínum og ilmvatn sem ég var í skýjunum með (Vala hvort sem þú trúir því eða ekki fann ég loksins ilmvatn sem mér líkar við!) Svo um kvöldið fór ég bara uppí herbergi og opnaði nokkur jólakort og ég fékk suður súkkulaði sent þannig það rættist ágætlega úr kvöldinu. Ég skype-aði líka við fjölskylduna sem er stödd í Florida, þau voru á sama tímabelti og ég þannig það var einhvern veginn erfiðara að skypea við þau, erfitt að vera langt frá fjölskyldunni um jólin -verð að viðurkenna það.
Allavegana á jóladag og annan í jólum var mikið um gestagang heima og allir auðvitað að hrósa snjókökunum mínum. Annan í jólum fékk ég loksins pakkana mína frá Íslandi þannig það var svo sannarlega hátíð í bæ!  Þennan sama dag var líka brúðkaupsafmæli host foreldra minna þannig ég fór með þeim út að borða, við fórum á einhvern Sushi stað í Urdesa. Gaman að segja frá því að þetta var í fyrsta skipti sem ég smakkaði sushi.  
Þriðjudaginn 27. desember vöknuðum við snemma og náðum í Sofie og frænku hennar og svo héldum við öll saman á ströndina þar sem við eyddum heilli viku og héldum uppá áramótin þar.  Ég nenni ekki að segja nákvæmlega frá öllu því sem við gerðum á þessari viku ... mér finnst þetta vera orðið svoldið langt hjá mér. En allavegna mamma Monicu á hús við ströndina þannig við fórum þangað og gistum. Flest alla dagana fórum við til Salinas sem er svona eins og lítil Benidorm, fullt af hótelum og mikið af fólki. Sjórinn var svo tær, sama hversu langt og ég og Sofie fórum út í við sáum alltaf til botns það var æði! Bara að fljóta í sjónum, labba eftir ströndinni með CocaCola í hönd, æðislegt! Við fórum líka einn daginn til Montanita, þarna party bæinn sem ég sagði frá ofar. Öldurnar þar voru miklu stærri enda flest allir á brimbrettum þarna, við lékum okkur í sjónum í heillangan tíma.  Öldurnar voru það sterkar að maður þurfti alltaf að passa sig hvort maður væri ekki pottþétt í bikini-inu, hahaha ... enda voru ekki margar stelpur í sjónum.  
Áramótin voru svoldið spes, kannski einum of spes. Sofie og frænka hennar eyddu þeim náttúrulega með fjölskyldu sinni, þannig áramótin voru svoldið einmannaleg. En samt það var fínn matur með fjölskyldu Ramiro og svo var brenna og flugeldar og svo í hverfinu sem við sváfum í var eitthvað svona dansi-ball. Að sjá Ramiro dansa bætti upp fyrir allt kvöldið, guð hvað það var fyndið! Það er svaka sport að fara á ströndina um áramótin, þannig 1. janúar þegar ég fór með Monicu á ströndina var fáránlega mikið af fólki. Ég og Monica fórum bara tvær en það var mjög kósý, áttum gott spjall og svona. Og hún sagði mér að þau vilja fá annan skiptienema þegar ég fer heim ... vá, ég greinilega hlýt að vera að gera eitthvað rétt, gaman að því.
Meðan að við vorum á ströndinnni þurfti Ramiro óvænt að fara heim vegna vinnunar, en hann kom aftur á ströndina strax daginn eftir og varaði mig við því að það væru fullt af grillos í heima núna. Ég veit ekki hvað íslenska orðið yfir þennan viðbjóð er en þetta eru svona eins og fljúgandi kakkalakkar nema ljótari og þau eru allstaðar og komast allastaðar inn! Meðan við vorum á ströndinni fór úr því að vera haust yfir í vetur. Vetur hér er samt sumar eiginlega, vetur er heitasta árstíðin, með mestum rakanum, mikilli rigningu og því miður skordýrum :( Ég komst að því þegar ég opnaði bílhurðina þegar við komum heim, einhver fluga með alltof marga fætur flaug á gluggan og þegar við komum inn sáum við ófá dauð grillos útum allt. Frekar ógeðslegt ef þú spyrð mig. Á kvöldin fjúga þau í kringum ljósastaurana og stundum eru þau svo mörg að það sést ekki í ljósið! Þessu finnst mér erfitt að lifa með, virkilega erfitt og ég er búin að komast að því að ég er algjör hræðsla, þannig host foreldar mínir skoða alltaf herbergið mitt áður en ég fer inní það og svo ef ég er með sofie þá verður hún bara að gjöra svo vel að drepa þessi kvikindi. Er samt komin með sprey núna til að drepa þau, skil það ekkert við mig, sef með það fyrir hliðina á mér! 

Allavegna þriðjudaginn 3. jan fórum við í háskólann með strætó takk fyrir og eftir spænsku tímana buðu nokkir strákar okkur úr skólanum út að borða í pizzu, við bara jájá. Þeir voru mjög fyndnir þannig það var gaman að tala við þá og þann 4. jan fórum ég og Sofie í bíó og svo um kvöldið út að dansa. Við fórum með Maya (USA) og Ina (Belgiu) og vinkonum þeirra, fórum á stað sem við höfum ekki farið á áður og það var bara mjög gaman. Samt fannst okkur aðeins skemmtilegra á 7c, staðnum sem er hér í Samborondon og við höfum farið nokkrum sinnum á áður, það er víst staður fallega fólksins, hahaha svona flokka þau allt hérna.  Seinasta föstudag var eitthvað svona spes matarboð hjá mömmu hennar Sofie, mjög spes matur á boðstólnum  - ekki beint matur, meira svona rúsínur, olívur, brauð og heitt kakó, fannst þetta frekar spes blanda! Við horfðum á bíómyndir um kvöldið en svo á laugardaginn bauð Alfonso okkur heim til sín, það var eitthver smá hittingur þar. Þar voru líka mjög leiðinlegar stelpur, sem voru búnar að ákveða að hunsa mig og Sofie allt kvöldið en það var fínt bara. Það var auðvitað tónlist og dansað á fullu. Fyrir utan húsið hans var JetSki, við settumst þrjú á það -voða gaman. En svo fer strákurinn sem sat aftast af og þá lyftist kerran sem Jetski-ið var á og strákurinn datt kylliflatur á bakið en ég og hinn gaurinn náðum að halda okkur á, en ég hélt mér í hann á mjög óhæfum stað...Sofie tók mynd af þessu. Svakalegt. Ég talaði ekkert meira við strákinn þetta kvöld.  Eftir miðnætti ákváðum við svo að fara og fá okkur McDonalds. Á McDonalds staðnum þurftum við endilega að hitta nokkra stráka úr skólanum sem ég þoli ekki og þeir voru bara "já viljið þið ekki koma heim til okkar á eftir?" og endurtóku þessa spurningu svona 100 sinnum og við bara já, nei takk. Eftir máltíðina settumst við uppí bíl og biðum eftir restinni af strákunum en svo allt í einu var eitthvað rifrildi brostið upp á milli strákana sem við vorum með og hinna og ég og Sofie bara einar í bílnum. En sem betur fer varð ekkert úr þessu rifrildi og allir komust heilir heim.  Sunnudagurinn var svo bara afslappaður, ég og Sofie fórum eitthvað að stússast með Monicu og Ramiro.  Ég er nokkuð viss um að ég er bara mjög heppin með fjölskyldu, get allavegana ekki kvartað, yfirleitt er alltaf allt í lagi. Sambúðin gengur bara nokkuð vel fyrir utan fýluna með pakkana en það eru allir búnir að komast yfir það held ég.

En jæja er að pæla í að láta þetta gott heita, klukkan er orðin korter yfir 3 ... um nótt! 

Sakna allra heima á klakanum, tíminn líður svo hratt núna. Verð komin heim eftir rúma 5 mánuði! Ótrúlegt.

-Stefanía Sjöfn

P.S. Ég ætla bara að láta ykkur vita að meðan ég var að skrifa þetta blogg birtist helvítis grillo á RÚMINU MÍNU! að ég sé ennþá lifandi er kraftaverk. Guð svífur yfir vötnum.

5 comments:

  1. hahahaha neðsta myndin er hægt að misskilja, það er eins og þú sért að grípa í punginn á honum og hann bara áts haha, en ómægat skil þig með þessa grillos ég mundi deyja!! EN vertu fegin fyrir sólina þar sem ég er að horfa út núna og ég sé EKKERT! það er bara hvítt því það er blindbylur, það er eins og einhver hafi málað gluggann minn hvítan og það eru allir að festa sig í snjó og maður kemst ekki neitt og allir að klessa á af því jón gnarr tímir ekki að salta göturnar! oh please, vert þú bara á þinni strönd á bikiníinu mér er sama :( saaaaakna þín <3

    ReplyDelete
  2. ooooooj bara! ég hef aldrei séd thetta grillo hjá mér en thetta hljómar vidbjódslega!!!

    ReplyDelete
  3. Hahahaha þú ert bestust elsku ljúf.
    Það er svo mikið gaman að lesa bloggið þitt..eins og þú veist að mér finnst.
    Mikið er ég fegin að jólin þín hafi gengið nokkuð ágætlega upp og þér liðið vel!
    Eins og Hillan segir þá skaltu njóta veðursins, vilt ekki joina okkur systurnar í 18unni á morgnanna í þessu veðri, believe me.
    Haltu áfram að njóta..ég tala við þig brátt haha,

    one luv!!!

    ReplyDelete
  4. NEI ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI!!!
    enn hvað það er gaman - hlakka til að fá þig ilmandi heim hehe
    En whatthehell með þessar grillos ég væri búin að gefast upp og væri komin í plasthjúp einhversstaðar á öruggum stað.
    En njóttu veðursins í botn, rafmagnið að detta inn og út hér hjá mér vegna storms...
    Hlakka til að sjá þig brátt
    love

    ReplyDelete
  5. Frekar mikið sein að lesa þetta hahah, þetta fór eitthvað alveg framhjá mér þetta blogg! En rosa skemmtilegt að lesa um jólin þín og vá hvað ég hefði grenjað yfir pökkunum mínum ef þeir hefðu ekki komist til skila!

    ...en ég hélt mér í hann á mjög óhæfum stað...Sofie tók mynd af þessu. Svakalegt. Ég talaði ekkert meira við strákinn þetta kvöld.

    FÓR Í KAST!!

    love love you you

    ReplyDelete