Wednesday, December 14, 2011

Keep your head up, keep your heart strong

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla


SÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆL veriði.  Þrjár vikur síðan ég bloggaði síðast.
Ég byrjaði síðasta blogg á smá dramatík, kannski var það of mikið in the moment en málið er að ég er að reyna að vera sem hreinskilnust hérna og því mun ég ekki láta sem allt sé frábært þegar ég er í smá niðursveiflu. Okkur var sagt að skiptinemaárið væri algjör rússíbanaferð og það er bara dagsatt! Ég finn alltaf meira og meira fyrir þessum rússíbana en reyni að vera dugleg að segja við sjálfa mig að þetta sé eðilegt. Frekar fyndið samt hvað ég er stundum bara ÉG ELSKA ECUADOR!! Þetta er lífið!!!!! en hina stundina er ég bara "afhverju fór ég sem skiptinemi ?!" En ég er alltaf fljót að finna ástæður til að vera ánægð með lífið og tilveruna, hjálpar líka að heyra hvað það er búið að vera kallt heima á íslandi og allir í prófum og svona - haha.
Heimþrá er samt ömurleg tilfinning... skil vel að margir skiptinemar bugast og fara heim (Tveir Íslendingar farnir heim). Hjá mér er heimferð ekki alveg inní myndinni, ekki fyrr en í júní, en stundum læðist hugmyndin að mér hvað það væri auðvelt bara að flýgja heim í fangið á mömmu. Ég er alveg búin að ímynda mér hvernig þetta væri þá: Mamma mundi faðma mig svakalega og segja mér að þetta væri allt í lagi og að ég hafi gert mitt besta, vinkonur mínar yrðu örugglega ánægðar að ég sé komin heim en ég myndi samt alltaf sjá vonbrigðin í augunum á pabba ... og ég er nokkuð viss um að ég mundi verða fyrir mestum vonbrigðum með sjálfa mig og líklega aldrei fyrirgefa sjálfri mér.  Þannig ég ætla bara að halda áfram að vera sterk og gera eins og mamma segir; brosa og drekka mikið vatn. Slæmu dagarnir eru miklu færri en góðu dagarnir og jákvæðnin er þúsund sinnum sterkari en neikvæðnin!

En já að öðru er að pæla í að rifja aðeins upp hvað ég er búin að gera seinustu daga...
Við, krakkarnir+kennarinn í enskubekknum ákváðum að halda uppá THANKSGIVING saman, þannig Fimmtudaginn 24. nóvember hittumst við öll á bar og fengum okkur eitthvað að drekka en færðum okkur svo yfir á Tony Romas veitingastaðinn þar sem við sátum öll við langborð, átum góðan mat og spjölluðum um lífið og tilveruna. Enskukennarinn minn er voða næs kona þannig það var gaman að spjalla við hana og gaman að kynnast krökkunum enn meira "svona fyrir utan skólann" - líka bara skemmtilegt að sjá stákana í einhverju öðru en skólabúningum!
Svo tók helgin við og á laugardaginn 26. nóvember fórum ég og Sofie og hittum Henry í verzlunarmiðstöðinni og var verkefni dagsins að versla í matinn. Daginn eftir vorum við, allir skiptinemarnir búnir að ákveða að halda uppá Thanksgiving saman útaf Ameríkanarnir í hópnum voru svoldið leiðir yfir því að vera ekki með fjölskyldunni sinni á þessum degi.  Allir áttu að koma með eitthvað heimatilbúið, og ég og Sofie ákváðum að gera nachos ídýfu og koma með snakk, einfalt og gott. Heyrðu nei það var bara hræðilega erfitt að finna "hráefnin"í þessa nachos ídýfu. HALLÓ VIÐ ERUM Í S-AMRÍKU! Erfiðasta sem ég hef gert að finna salsasósu ... mjög spes. Sofie gisti hjá mér um nóttina og morguninn eftir gerðum við ídýfuna og allt það klárt og fórum heim til Tobias (strákurinn frá Þýskalandi sem býr hjá fjölskyldunni með öll fiskabúrin). Tilvalið að hittast þar, þar sem fjölskyldan hans er sú rólegasta og húsið það glæsilegasta. En það var mjög gaman, allir komu með eitthvað; einn strákurinn kom með eplaköku, ein stelpa með heimagert nutella(fáránlega gott) og svona frameftir öllu. Fáránlega mikið úrval. Við spjölluðum, töluðum um hvað við værum þakklát fyrir allt hérna og alla heima en svo breyttist þetta eiginlega bara í sundlaugarparty og þegar leið á kvöldið byrjuðum við að dansa. Skólavikan var bara nokkuð venjuleg minnir mig ... reyndar er bekkurinn minn langt frá því að vera venjulegur en ég meina það var ekkert svona fáránlegt þema í gangi. Á fimmtudaginn fór ég svo í San Marino mall með Sofie og Tobias, Ina ætlaði að koma líka en hún átti enga inneign þannig hún kom en fann okkur ekki þannig hún for aftur heim (HAHA). Ég keypti mér gallabuxur og planið var svo að fara í bíó en við vorum svo upptekin að tala saman að við misstum af öllum myndunum.  Lífvörðurinn hans Tobias mætti svo allt í einu á svæðið til að keyra hann heim, já þið lásuð rétt LÍFVÖRÐUR! Hvert sem við löbbuðum labbaði hann á eftir okkur ... en alltaf í fjarlægð þannig maður tók ekkert eftir því. Tobias sagði mér að þegar hann fór í vetrarfrínu til Banos með fjölskyldunni vildu hann og bræður hans fara í svona .. æ man ekki hvað það heitir en það er þannig að maður hoppar niður af brú í bandi - en þá þurfti lífvörðurinn að hoppa fyrst til að gá hvort þetta væri allt ekki pottþétt öruggt. Haha váááááá hvað ef greyið gaurinn er lofthræddur? Frekar gaman að þessu. Svo kom helgin 3. - 4. desember. Ég gisti hja Sofie á föstudeginum og á laugardaginn fórum við með Henry í Parque Historico, bara til að rölta um í öruggu umhverfi og svo fórum við í eitthvað svona Candy Land, þar sem amerískt nammi er selt ... það var ágætt en samt vantar íslenska nammið, vantar allan lakkrís og brjóstsykra og svona. Eftir það var farið á McDonalds en svo var haldið heim til mín og Ina kom líka til okkar og svo gistum við öll saman, haha mjög nice.  Daginn eftir borðuðum við morgunmat með host mömmu minni en svo fóru Henry og þau og ég og Sofie lögðum okkur og fórum svo í bíó. Haha, við erum alltaf í bíói, það er líka svo ódýrt að fara og drepur tímann á svona dögum eins og sunnudögum. Þegar ég kom heim voru host foreldar mínir að skreyta... allt rosa fínt, jólatréð bara nokkuð sætt! Á mánudaginn tók ég því svo bara rólega en á þriðjudaginn fórum ég og Sofie út með tveim strákum, einn er með okkur í skóla en í árgangnum fyrir ofan okkur en hinn var vinur hins.  Gaman að eyða tíma með einhverjum á sínu þroskastigi, þannig þetta var mjög næs og líka þeir voru mjög sætir.  Svo á föstudaginn fórum ég og Sofie í party hjá einhverri stelpu í skólanum... þekki hana samt eiginlega ekki neitt. Við gerðum okkur til heima hjá mér, borðuðum kvöldmat með fjölskyldunni minni og misstum okkur aðeins í skordýraumræðum því áður en við vissum af var Jorge, vinur okkar kominn með driverinn sinn (já hér eru krakkarnir með driver) og Nicolas vinur okkar líka komnir að sækja okkur. Þetta party byrjaði hræðilega; ég og Sofie byrjuðum á því að tala við þrjá stráka úr skólanum og við sátum við hringborð.  Ég sá að það var einhver svona kakkalakki á borðinu en ég gleymdi því svo strax þangað til að hann var kominn á hendina á mér, ég tók náttúrulega óperuöskur og henti honum af hendinni og hélt áfram samræðunum .... næsta sem ég veit er að það hoppar eitthvað á milli brjóstanna á mér og það hreyfist ... ég bara uuuuuuuuuuuuuuuuh hvað er þetta?! og er þetta ekki helvítis kakkalakkinn. Skrýtið að ég hafi ekki dáið, stolt af mér að hafa náð að fjarlægja þetta kvikindi án þess að taka óperuna aftur. OJ. En þetta varð svo bara verra... strákarnir sem við sátum og vorum að tala við byrjuðu allt í einu að reyna að kyssa mig og Sofie, við vorum fljótar að koma okkur í burtu. En svo lenti ég bara í fleiri svona atvikum eftir þetta þannig ég var bara jæja nú fer ég heim. En þá hittum við allt í einu nokkra stráka úr árgangnum fyrir ofan okkur og vini þeirra og það bjargaði kvöldinu. Þeir voru mjög skemmtilegir, svona 10 strákar kannski og bara ég og Sofie og við gátum ekki hætt að hlægja. Þetta party var samt ekkert venjulegt party, það voru þjónar, kokkar, barþjónar og verðir með bysssur, brjáluð tónlist og ég veit ekki hvað og hvað! Við spjölluðum við þá alveg mjög lengi og fórum svo heim til eins stráksins og auðvitað átti hann heima í einhverri svaka höll með sundlaug og alless, en það var mjög gaman. Á laugardaginn stússuðumst ég og Sofie aðeins en ég slakaði svo bara á um kvöldið og á sunnudagsmorguninn kom Margrét Hera til mín! Margrét er skiptinemi í Ecuador frá Íslandi (auðvitað) en býr í Esmeraldas sem er alveg í 8 klukkustunda keyrslu í burtu. Það var æðislegt að fá að sjá hana og tala íslensku!! Mér reyndar gekk ekkert svo vel að tala íslensku, alltaf þegar ég svaraði henni eða byrjaði á nýju umræðuefni kom bara enska .... svakalegt! Við höfðum auðvitað heilmikið að spjalla um og það var mjög gaman að sýna henni hvernig ég bý og svona. Við fórum með Monicu og Ramiro í verzlunarmiðstöðina og við fengum okkur McDonalds (það er víst ekkert svoleiðis í Esmeraldas) þannig það var hátíð í bæ. Við fórum svo í bíó með Sofie um kvöldið, það var uppselt í almenningssalinn þannig við "neyddumst" til þess að fara í V.I.P salinn og við borðuðum súkkulaði hjúpuð jarðaber.... virkilega gott. Bíómyndin var búin kl. 1 og þá vorum við bara "já hvernig eigum við að komast heim?" Við hringdum í taxa en hann kom ekki fyrr en eftir 40 mínútur, við styttum okkur biðina með því að syngja gömul Eurovision lög og auðvitað tókum við nokkur lauflétt spor á bílastæðinu... ég veit ekki hversu margir starfsmenn sáu okkur en örugglega svona 60 manns. Hahaha.  Dagurinn á eftir var mánudagur og Margrét kom með mér í skólann. Einmitt þennan dag ákvað helmingurinn af bekknum mínum að vera "veikur" týpiskt -en eftir skóla ætluðum ég og Sofie að sýna henni Parque historico en þegar við vorum komnar á staðinn var hann auðvitað lokaður, haha frábært en við gerðum bara gott úr þessu og fengum okkur Pizza Hut og fórum svo heim að chilla í smá áður en Margrét hélt heim á leið. Virkilega gaman að fá að hitta Margréti og hlaða batteríin aðeins.  Ég er búin að ákveða að fara til Esmeraldas til að heimssækja hana í sumarfríinu sem er núna jan-apríl og hún ætlar að koma aftur og heimssækja mig og þá get ég sýnt henni meira af borginni.

Eitthvað meira sem mér dettur í hug að skrifa um : 
Við skiptinemarnir vorum varaðir við og búnir undir því að sjá mikla stéttaskiptingu meðal fólkins hérna.  Ég hef ekkert mikið verið að pæla í stéttaskiptingunni þangað til núna. Ég bý í Samborondon sem er bæjarfélag ríka fólkins, hér eru hallir! Ég bý samt aðeins út úr og í svona frekar venjulegu hverfi, hér er allt snyrtilegt og fínt en samt ekkert miðað við hin hverfin.  Þangað til núna hef ég ekkert verið að pæla það mikið í þessu meira svona bara "ok svona er þetta bara". Ég man þegar ég byrjaði í skólanum sögðu nokkrir krakkar við mig "Afhverju komstu í þennan skóla? Hér er fólkið ljótt". Ég hélt náttúrulega að það væri að meina útlitslega en þau voru ekki bara að meina það þannig. Fólk sem á ekki mikla peninga eða aðeins minna en fólkið sem býr í höllunum er kallað "ljótt". Ríka fólkið lítur svakalega niður á fátæka fólkið. Ég spurði einn bekkjarbróðir minn í dag hvort hann myndi halda áfram í þessum skóla á næsta ári og hann sagði ; Ég veit það ekki, foreldrar mínir vilja að ég fari í dýrari skóla til að eignast "betri" vini. = Ríka vini. Ég er í einkaskóla og í skólanum mínum er fullt af ríkum krökkum en einnig venjulegir krakkar, ekki fáttækir meira svona bara meðal fólk en að sumra mati eru þessir krakkar bara hreinlega ljótir. Ég er ekki að fýla þetta, ég verð eiginlega alltaf svoldið reið þegar ég finn fyrir einhverju svona snobbi í kringum krakkana hérna. Finn sem betur fer ekki fyrir þessu á Íslandi. 

Ég heyri örugglega svona 5-10 sinnum á dag "Vá þú ert svo hvít", alltaf ef það sést í smá húð á mér fara þau bara í sjokk og þau eru alltaf jafn hissa. Allir hérna halda að ég sé með gervi augnarhár ... sem er ekki satt, hef aldrei sett á mig gervi augnarhár og stundum fæ ég spurninguna "Hvernig er tilfinningin að vera sætasta stelpan í öllum skólanum?" Þá fæ ég bara algjöran kjánahroll, í hvaða amerísku bíómynd er ég að leika?!.

Í seinustu viku sagði Nicolas (besti vinur minn í skólanum) að hann væri að fara til Spánar í 3 vikur um jólin og ég bara ok ég á eftir að sakna þín, svo nokkrum dögum seinna sagði hann mér að hann væri að fara að flytja til Spánar í 6 mánuði...ég verð farin þegar hann kemur aftur. Þá áttaði ég mig á því að allt fólkið sem ég er að kynnast hérna mun ég kannski aldrei hitta aftur seinna í lífinu, þannig verð ég að njóta stundanna með þeim öllum - en auðvitað er ég harðákveðin í að koma aftur til Ecuador eftir 2-3 ár til að heimssækja. Ég fékk aftur þessa sömu tilfinningu þegar Moises, fyndnasti strákurinn í bekknum sagði mér að hann væri að fara að skipta um skóla eftir áramót ... það sökkar.  Gangi mér vel að fara aftur heim til Íslands ... það á eftir að taka á.

Úff, næst má ekki líða svona langt á milli blogga hjá mér, það er miklu auðveldara að blogga um syttra tímabil.


P.S Já víst að ég var að tala um heimþrá hérna að ofan þá fór ég inní ilmvatnsbúð um daginn og sá Armani ilmvatnið sem mamma notar alltaf og spreyjaði því útum allt og þá fannst mér eins og ég væri með mömmu. Hversu klikkuð er ég orðin ?


P.S.S Sakna allra heima, er mjög þakklát fyrir fjölskylduna mína og vini heima - verð þakklátari og þakklátari fyrir það sem ég hef með hverjum deginum.

Stefanía kveður með bros á vör :D

6 comments:

  1. Vá hvað þú skrifar vel, mitt blogg er í rugli því orðin mín týnast alltaf þegar ég er að skrifa. En ég er komin með smá heimþrá sjálf og það er orðið erfitt, en ég er samt ekkert á heimleið! Við getum þetta!

    ReplyDelete
  2. Þú ert yndi, ótrúlega dugleg og ég er stolt af þér! You can do it. Er ánægð með þig

    AF HVERJU er gæjinn með lífvörð??? Nei ég bara spyr.
    Skemmtilegt blogg og hvað í andskotanum með þessa kakkalakka!

    ReplyDelete
  3. hahahha thetta med eurovision sporin var svo alltof frábaert!
    gott blogg!

    ReplyDelete
  4. HAHAHA kakkalakki á milli brjóstanna ...ég er líka steinhissa að þú hafir ekki dáið ! það hefði liðið yfir mig...og vá hva ég hló þegar ég las að lífvörðurinn hafi þurft að hoppa fyrir hann hahaha ! og að hann gæti verið lofthræddur hahahha! og shit hvað ég væri líka pirruð yfir stéttaskiptingunni ef ég væri þarna! en svona er þetta :/ btw stefanía ég sakna þín svo mikið ég þurfti svoooo mikið á þér að halda í fyrirpartýinu fyrir jólaballið þar sem það kom fullt af lögum sem ég og þú hefðum sungið hástöfum með og dansað við þar á meðal lag með R.Kelly - Ignition og ENGINN vissi hvaða lög þetta voru og daaamn hva ég þurfti á þér að halda þarna ég gat ekki notið mín í friði !

    ReplyDelete
  5. SJÚKASTI GLEÐI HROLLUR ÞEGAR ÉG LES BLOGGIN ÞÍN!!!
    en vá hvað það er sjúklega gaman hjá þér!! hlakka til að heyra details bráðum af öllum þesssu sætu strákum !!!
    elskaelska þig rosa mikið og sakna þín í drasl!!! <3

    ReplyDelete
  6. Kannast mjög vel við þennan umtalaða AFS tilfiningarússíbana! Hann á nú samt að vera á uppleið, þetta átti að vera erfiðasta tímabilið mannstu ;) Þú ert hetja að hafa lifað af kakkalakkann, kannast líka við erfiðleika með að tala íslensku aftur ahahaha! Fyndið að sjá hvað þetta er eins en samt öðruvísi hjá þér, verðum að taka skype bráðlega og ræða skiptinemamál! :) Kveðjur frá Itaaaaliaaa! CIAO! :)

    ReplyDelete