Wednesday, December 14, 2011

Keep your head up, keep your heart strong

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla


SÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆL veriði.  Þrjár vikur síðan ég bloggaði síðast.
Ég byrjaði síðasta blogg á smá dramatík, kannski var það of mikið in the moment en málið er að ég er að reyna að vera sem hreinskilnust hérna og því mun ég ekki láta sem allt sé frábært þegar ég er í smá niðursveiflu. Okkur var sagt að skiptinemaárið væri algjör rússíbanaferð og það er bara dagsatt! Ég finn alltaf meira og meira fyrir þessum rússíbana en reyni að vera dugleg að segja við sjálfa mig að þetta sé eðilegt. Frekar fyndið samt hvað ég er stundum bara ÉG ELSKA ECUADOR!! Þetta er lífið!!!!! en hina stundina er ég bara "afhverju fór ég sem skiptinemi ?!" En ég er alltaf fljót að finna ástæður til að vera ánægð með lífið og tilveruna, hjálpar líka að heyra hvað það er búið að vera kallt heima á íslandi og allir í prófum og svona - haha.
Heimþrá er samt ömurleg tilfinning... skil vel að margir skiptinemar bugast og fara heim (Tveir Íslendingar farnir heim). Hjá mér er heimferð ekki alveg inní myndinni, ekki fyrr en í júní, en stundum læðist hugmyndin að mér hvað það væri auðvelt bara að flýgja heim í fangið á mömmu. Ég er alveg búin að ímynda mér hvernig þetta væri þá: Mamma mundi faðma mig svakalega og segja mér að þetta væri allt í lagi og að ég hafi gert mitt besta, vinkonur mínar yrðu örugglega ánægðar að ég sé komin heim en ég myndi samt alltaf sjá vonbrigðin í augunum á pabba ... og ég er nokkuð viss um að ég mundi verða fyrir mestum vonbrigðum með sjálfa mig og líklega aldrei fyrirgefa sjálfri mér.  Þannig ég ætla bara að halda áfram að vera sterk og gera eins og mamma segir; brosa og drekka mikið vatn. Slæmu dagarnir eru miklu færri en góðu dagarnir og jákvæðnin er þúsund sinnum sterkari en neikvæðnin!

En já að öðru er að pæla í að rifja aðeins upp hvað ég er búin að gera seinustu daga...
Við, krakkarnir+kennarinn í enskubekknum ákváðum að halda uppá THANKSGIVING saman, þannig Fimmtudaginn 24. nóvember hittumst við öll á bar og fengum okkur eitthvað að drekka en færðum okkur svo yfir á Tony Romas veitingastaðinn þar sem við sátum öll við langborð, átum góðan mat og spjölluðum um lífið og tilveruna. Enskukennarinn minn er voða næs kona þannig það var gaman að spjalla við hana og gaman að kynnast krökkunum enn meira "svona fyrir utan skólann" - líka bara skemmtilegt að sjá stákana í einhverju öðru en skólabúningum!
Svo tók helgin við og á laugardaginn 26. nóvember fórum ég og Sofie og hittum Henry í verzlunarmiðstöðinni og var verkefni dagsins að versla í matinn. Daginn eftir vorum við, allir skiptinemarnir búnir að ákveða að halda uppá Thanksgiving saman útaf Ameríkanarnir í hópnum voru svoldið leiðir yfir því að vera ekki með fjölskyldunni sinni á þessum degi.  Allir áttu að koma með eitthvað heimatilbúið, og ég og Sofie ákváðum að gera nachos ídýfu og koma með snakk, einfalt og gott. Heyrðu nei það var bara hræðilega erfitt að finna "hráefnin"í þessa nachos ídýfu. HALLÓ VIÐ ERUM Í S-AMRÍKU! Erfiðasta sem ég hef gert að finna salsasósu ... mjög spes. Sofie gisti hjá mér um nóttina og morguninn eftir gerðum við ídýfuna og allt það klárt og fórum heim til Tobias (strákurinn frá Þýskalandi sem býr hjá fjölskyldunni með öll fiskabúrin). Tilvalið að hittast þar, þar sem fjölskyldan hans er sú rólegasta og húsið það glæsilegasta. En það var mjög gaman, allir komu með eitthvað; einn strákurinn kom með eplaköku, ein stelpa með heimagert nutella(fáránlega gott) og svona frameftir öllu. Fáránlega mikið úrval. Við spjölluðum, töluðum um hvað við værum þakklát fyrir allt hérna og alla heima en svo breyttist þetta eiginlega bara í sundlaugarparty og þegar leið á kvöldið byrjuðum við að dansa. Skólavikan var bara nokkuð venjuleg minnir mig ... reyndar er bekkurinn minn langt frá því að vera venjulegur en ég meina það var ekkert svona fáránlegt þema í gangi. Á fimmtudaginn fór ég svo í San Marino mall með Sofie og Tobias, Ina ætlaði að koma líka en hún átti enga inneign þannig hún kom en fann okkur ekki þannig hún for aftur heim (HAHA). Ég keypti mér gallabuxur og planið var svo að fara í bíó en við vorum svo upptekin að tala saman að við misstum af öllum myndunum.  Lífvörðurinn hans Tobias mætti svo allt í einu á svæðið til að keyra hann heim, já þið lásuð rétt LÍFVÖRÐUR! Hvert sem við löbbuðum labbaði hann á eftir okkur ... en alltaf í fjarlægð þannig maður tók ekkert eftir því. Tobias sagði mér að þegar hann fór í vetrarfrínu til Banos með fjölskyldunni vildu hann og bræður hans fara í svona .. æ man ekki hvað það heitir en það er þannig að maður hoppar niður af brú í bandi - en þá þurfti lífvörðurinn að hoppa fyrst til að gá hvort þetta væri allt ekki pottþétt öruggt. Haha váááááá hvað ef greyið gaurinn er lofthræddur? Frekar gaman að þessu. Svo kom helgin 3. - 4. desember. Ég gisti hja Sofie á föstudeginum og á laugardaginn fórum við með Henry í Parque Historico, bara til að rölta um í öruggu umhverfi og svo fórum við í eitthvað svona Candy Land, þar sem amerískt nammi er selt ... það var ágætt en samt vantar íslenska nammið, vantar allan lakkrís og brjóstsykra og svona. Eftir það var farið á McDonalds en svo var haldið heim til mín og Ina kom líka til okkar og svo gistum við öll saman, haha mjög nice.  Daginn eftir borðuðum við morgunmat með host mömmu minni en svo fóru Henry og þau og ég og Sofie lögðum okkur og fórum svo í bíó. Haha, við erum alltaf í bíói, það er líka svo ódýrt að fara og drepur tímann á svona dögum eins og sunnudögum. Þegar ég kom heim voru host foreldar mínir að skreyta... allt rosa fínt, jólatréð bara nokkuð sætt! Á mánudaginn tók ég því svo bara rólega en á þriðjudaginn fórum ég og Sofie út með tveim strákum, einn er með okkur í skóla en í árgangnum fyrir ofan okkur en hinn var vinur hins.  Gaman að eyða tíma með einhverjum á sínu þroskastigi, þannig þetta var mjög næs og líka þeir voru mjög sætir.  Svo á föstudaginn fórum ég og Sofie í party hjá einhverri stelpu í skólanum... þekki hana samt eiginlega ekki neitt. Við gerðum okkur til heima hjá mér, borðuðum kvöldmat með fjölskyldunni minni og misstum okkur aðeins í skordýraumræðum því áður en við vissum af var Jorge, vinur okkar kominn með driverinn sinn (já hér eru krakkarnir með driver) og Nicolas vinur okkar líka komnir að sækja okkur. Þetta party byrjaði hræðilega; ég og Sofie byrjuðum á því að tala við þrjá stráka úr skólanum og við sátum við hringborð.  Ég sá að það var einhver svona kakkalakki á borðinu en ég gleymdi því svo strax þangað til að hann var kominn á hendina á mér, ég tók náttúrulega óperuöskur og henti honum af hendinni og hélt áfram samræðunum .... næsta sem ég veit er að það hoppar eitthvað á milli brjóstanna á mér og það hreyfist ... ég bara uuuuuuuuuuuuuuuuh hvað er þetta?! og er þetta ekki helvítis kakkalakkinn. Skrýtið að ég hafi ekki dáið, stolt af mér að hafa náð að fjarlægja þetta kvikindi án þess að taka óperuna aftur. OJ. En þetta varð svo bara verra... strákarnir sem við sátum og vorum að tala við byrjuðu allt í einu að reyna að kyssa mig og Sofie, við vorum fljótar að koma okkur í burtu. En svo lenti ég bara í fleiri svona atvikum eftir þetta þannig ég var bara jæja nú fer ég heim. En þá hittum við allt í einu nokkra stráka úr árgangnum fyrir ofan okkur og vini þeirra og það bjargaði kvöldinu. Þeir voru mjög skemmtilegir, svona 10 strákar kannski og bara ég og Sofie og við gátum ekki hætt að hlægja. Þetta party var samt ekkert venjulegt party, það voru þjónar, kokkar, barþjónar og verðir með bysssur, brjáluð tónlist og ég veit ekki hvað og hvað! Við spjölluðum við þá alveg mjög lengi og fórum svo heim til eins stráksins og auðvitað átti hann heima í einhverri svaka höll með sundlaug og alless, en það var mjög gaman. Á laugardaginn stússuðumst ég og Sofie aðeins en ég slakaði svo bara á um kvöldið og á sunnudagsmorguninn kom Margrét Hera til mín! Margrét er skiptinemi í Ecuador frá Íslandi (auðvitað) en býr í Esmeraldas sem er alveg í 8 klukkustunda keyrslu í burtu. Það var æðislegt að fá að sjá hana og tala íslensku!! Mér reyndar gekk ekkert svo vel að tala íslensku, alltaf þegar ég svaraði henni eða byrjaði á nýju umræðuefni kom bara enska .... svakalegt! Við höfðum auðvitað heilmikið að spjalla um og það var mjög gaman að sýna henni hvernig ég bý og svona. Við fórum með Monicu og Ramiro í verzlunarmiðstöðina og við fengum okkur McDonalds (það er víst ekkert svoleiðis í Esmeraldas) þannig það var hátíð í bæ. Við fórum svo í bíó með Sofie um kvöldið, það var uppselt í almenningssalinn þannig við "neyddumst" til þess að fara í V.I.P salinn og við borðuðum súkkulaði hjúpuð jarðaber.... virkilega gott. Bíómyndin var búin kl. 1 og þá vorum við bara "já hvernig eigum við að komast heim?" Við hringdum í taxa en hann kom ekki fyrr en eftir 40 mínútur, við styttum okkur biðina með því að syngja gömul Eurovision lög og auðvitað tókum við nokkur lauflétt spor á bílastæðinu... ég veit ekki hversu margir starfsmenn sáu okkur en örugglega svona 60 manns. Hahaha.  Dagurinn á eftir var mánudagur og Margrét kom með mér í skólann. Einmitt þennan dag ákvað helmingurinn af bekknum mínum að vera "veikur" týpiskt -en eftir skóla ætluðum ég og Sofie að sýna henni Parque historico en þegar við vorum komnar á staðinn var hann auðvitað lokaður, haha frábært en við gerðum bara gott úr þessu og fengum okkur Pizza Hut og fórum svo heim að chilla í smá áður en Margrét hélt heim á leið. Virkilega gaman að fá að hitta Margréti og hlaða batteríin aðeins.  Ég er búin að ákveða að fara til Esmeraldas til að heimssækja hana í sumarfríinu sem er núna jan-apríl og hún ætlar að koma aftur og heimssækja mig og þá get ég sýnt henni meira af borginni.

Eitthvað meira sem mér dettur í hug að skrifa um : 
Við skiptinemarnir vorum varaðir við og búnir undir því að sjá mikla stéttaskiptingu meðal fólkins hérna.  Ég hef ekkert mikið verið að pæla í stéttaskiptingunni þangað til núna. Ég bý í Samborondon sem er bæjarfélag ríka fólkins, hér eru hallir! Ég bý samt aðeins út úr og í svona frekar venjulegu hverfi, hér er allt snyrtilegt og fínt en samt ekkert miðað við hin hverfin.  Þangað til núna hef ég ekkert verið að pæla það mikið í þessu meira svona bara "ok svona er þetta bara". Ég man þegar ég byrjaði í skólanum sögðu nokkrir krakkar við mig "Afhverju komstu í þennan skóla? Hér er fólkið ljótt". Ég hélt náttúrulega að það væri að meina útlitslega en þau voru ekki bara að meina það þannig. Fólk sem á ekki mikla peninga eða aðeins minna en fólkið sem býr í höllunum er kallað "ljótt". Ríka fólkið lítur svakalega niður á fátæka fólkið. Ég spurði einn bekkjarbróðir minn í dag hvort hann myndi halda áfram í þessum skóla á næsta ári og hann sagði ; Ég veit það ekki, foreldrar mínir vilja að ég fari í dýrari skóla til að eignast "betri" vini. = Ríka vini. Ég er í einkaskóla og í skólanum mínum er fullt af ríkum krökkum en einnig venjulegir krakkar, ekki fáttækir meira svona bara meðal fólk en að sumra mati eru þessir krakkar bara hreinlega ljótir. Ég er ekki að fýla þetta, ég verð eiginlega alltaf svoldið reið þegar ég finn fyrir einhverju svona snobbi í kringum krakkana hérna. Finn sem betur fer ekki fyrir þessu á Íslandi. 

Ég heyri örugglega svona 5-10 sinnum á dag "Vá þú ert svo hvít", alltaf ef það sést í smá húð á mér fara þau bara í sjokk og þau eru alltaf jafn hissa. Allir hérna halda að ég sé með gervi augnarhár ... sem er ekki satt, hef aldrei sett á mig gervi augnarhár og stundum fæ ég spurninguna "Hvernig er tilfinningin að vera sætasta stelpan í öllum skólanum?" Þá fæ ég bara algjöran kjánahroll, í hvaða amerísku bíómynd er ég að leika?!.

Í seinustu viku sagði Nicolas (besti vinur minn í skólanum) að hann væri að fara til Spánar í 3 vikur um jólin og ég bara ok ég á eftir að sakna þín, svo nokkrum dögum seinna sagði hann mér að hann væri að fara að flytja til Spánar í 6 mánuði...ég verð farin þegar hann kemur aftur. Þá áttaði ég mig á því að allt fólkið sem ég er að kynnast hérna mun ég kannski aldrei hitta aftur seinna í lífinu, þannig verð ég að njóta stundanna með þeim öllum - en auðvitað er ég harðákveðin í að koma aftur til Ecuador eftir 2-3 ár til að heimssækja. Ég fékk aftur þessa sömu tilfinningu þegar Moises, fyndnasti strákurinn í bekknum sagði mér að hann væri að fara að skipta um skóla eftir áramót ... það sökkar.  Gangi mér vel að fara aftur heim til Íslands ... það á eftir að taka á.

Úff, næst má ekki líða svona langt á milli blogga hjá mér, það er miklu auðveldara að blogga um syttra tímabil.


P.S Já víst að ég var að tala um heimþrá hérna að ofan þá fór ég inní ilmvatnsbúð um daginn og sá Armani ilmvatnið sem mamma notar alltaf og spreyjaði því útum allt og þá fannst mér eins og ég væri með mömmu. Hversu klikkuð er ég orðin ?


P.S.S Sakna allra heima, er mjög þakklát fyrir fjölskylduna mína og vini heima - verð þakklátari og þakklátari fyrir það sem ég hef með hverjum deginum.

Stefanía kveður með bros á vör :D

Sunday, November 20, 2011

Það skiptast á skin og skúrir.

Heil og sæl.
Núna er kominn tími á smá update.
Ég var búin að hlakka svo til að blogga, segja ykkur frá ferðalaginu mínu með fjölskyldunni til Quito og hvað allt væri frábært eiginlega.  Mér var byrjað að líða svo vel hérna, allt var komið í rútínu, venjulegur dagur samanstóð af þessu;  skóli, sveitt rútuferð heim, chill/sundlaug/mall, ég og Sofie poppuðum á kvöldin og horfðum á einhverja mynd og svo um helgar farið út að dansa eða í party og sunnudagar eru fjölskyldu dagar; farið að fá sér að borða, versla í matinn og svo líklegast bíó um kvöldið.
Ég fann svo svakalegan mun á líðan minni núna miðað við fyrstu vikuna hérna (vika heimþránnar), ég var orðin svo miklu hamingjusamari og ég hlakkaði svo til að blogga og segja ykkur frá.  En svo allt í einu á föstudaginn fór ég alveg langt niður, mjög langt.  Sofie flutti út til nýju fjölskyldunnar sinnar um morguninn þannig ég fór ekki í skólann heldur var bara ein heima allan daginn, herbergið hræðilega tómlegt og ég hafði ekkert að gera = HEIMÞRÁ.  Þetta var svo sannarlegi föstudagurinn langi í mínu lífi. Mig langaði helst að hringja í mömmu og væla, en sem betur fer gerði ég það ekki þar sem strax daginn eftir byrti til og áhyggjur og leiðindi gærdagsins orðin að fortíð.  Verð að viðurkenna að herbergið án Sofie er ennþá mjög tómlegt en Sofie flutti þó ekki langt, 5 mín keyrsla frá húsinu mínu, á svipuðum stað og hún bjó áður en hún flutti til mín, þannig við munum ennþá vera saman í skóla og allt svoleiðis :D Allt gott og blessað með það.  En ég er búin að komast að því að allar sögurnar um að skiptinema dvöl erlendis er "Rússíbanaferð" eru dagsannar, það skiptast svo sannarlega á skin og skúrir.  Mjög óþæginlegt að líða svona illa allt í einu en þá þarf maður bara að minna sig á það að þetta er bara tímabundið, ég á pottþétt eftir að eiga fleiri svona dimma daga, sérstaklega núna þegar líða fer að jólum.  Jólin eru fjölskylduhátíð, en fjölskyldan mín verður svo langt í burtu. Núna er fólk byrjað að skreyta húsin sín hérna, sólin hættir ekki að skína og þetta er bara allt mjög ójólalegt.  Ég hlakka ekki til jólanna en þetta verður upplifun :) Mér finnst svoldið eins og ég sé komin aftur á byrjunarreit en þetta hlýtur að lagast fljótt.

Allavegana að jákvæðari og skemmtilegri hlutum, ég ætla að segja ykkur hvað hefur drifið á mína daga.
Ferðalagið til Quito 2 - 7. nóvember
Dagana 2.nóv - 4.nóv voru allir landsmenn í fríi þannig flestir reyna að nota tækifærið og ferðast eða gera eitthvað skemmtilegt. Við ákváðum að halda til fjalla til að heimsækja fjölskyldu Ramiro sem býr í litlu þorpi rétt fyrir utan Quito og til að sjá meira af landinu.  Við lögðum af stað á miðvikudeginum, þetta var "dagur hinna dauðu", þá fara allir í kirkjugarðana til að heimsækja látna ættingja og votta þeim virðingu.  Þetta þýddi það að það var hræðileg umferð næstum alla leiðina til Quito, því það voru allir á leiðinni í kirkjugarðanna.  Bílferðin tók því aðeins lengri tíma en ætlað var.  Það var æðislegt að sjá hvað landslagið breyttist allt í einu, allt í einu var ekki lengur láglendi og þurr jörð heldur fjöll vaxin trjám.  Allt í kringum okkur var grænt. Fáránlega fallegt, ekki einu sinni myndavélin náði þessari fegurð á filmu.  Allavegana loksins komum við á áfangastað, sem sagt heim til foreldra Ramiro, sem eins og ég sagði áðan búa í litlu þorpi rétt fyrir utan höfuðborgina.  Þau búa í lokuðu hverfi eins og ég bý í, nema það er í fjallahlíð og húsin þarna eru HUGEEEEEEEEEEE, svakalegur ævintýrafýlingur í þessum húsum - mjög ólík húsunum hérna í Samborondon þar sem húsin eru mjög "American" svona eins og í Florida.  Gabriel og Kata sytkini Ramiro tóku vel á móti okkur og mamma hans og pabbi auðvitað líka. Við vorum búin að heyra svaka sögur um hvað Marta, mamma Ramiro væri frábær kokkur og hún stóð alveg undir væntingum.  Hjá henni fengum við rosalega góðan, heimagerðan mat. Kjúkling, fisk, lasangja og það var sósa með öllu (komin tími til að fá sósu með) og það var hægt að velja um hrísgrjón eða kartöflur  en það sem gladdi mig og Sofie mest var að fá SALAT og grænmeti. -Þó host foreldar mínir hérna séu voða indælir eru þau samt ekkert sérstaklega holl. Þannig það var mjög gott að fá ferskt grænmeti. Og eftir hverja máltíð var eftirréttur, heimabökuð kaka. NAMMI. Mér leið svoldið svona eins og ég væri komin austur til Ástu og Önnu frænku, matur hægri vinstri.  En já við vorum þreyttar eftir ferðalagið þannig við fórum strax eftir matinn upp í rúm og horfðum á Gladiator á spænsku.  Daginn eftir vöknuðum við snemma og lögðum af stað til Otavalo. Það tók held ég svona 3 tíma að keyra þangað en á leiðinni nutum við útsýnisins í botn, eins og fyrri daginn var allt grænt og fallegt.  Við tókum líka eftir því hvað það var mikið af "Indíjánum" allstaðar, litlu, dökku fólki með svart sítt hár í spes fötum. Mjög Ekvadorískt, æðislegt að sjá þetta. Á leiðinni til Otavalo stoppuðum við held ég tvisvar til að skoða einhver stöðuvötn sem mér fannst nú ekki merkilegt. Otavalo er frægur bær fyrir útimarkaðinn sinn sem er rosalega stór. Við röltum um bæinn og markaðinn og Sofie dressaði sig algjörlega upp þarna meðan ég lét það nægja að kaupa bara pennaveski.  Svo fundum við fyrir svo mikilli svengd að við fórum að fá okkur að borða, við fórum á mjög krúttlegan samlokustað og ég var himinlifandi yfir því að þurfa ekki að borða baunir og hrísgrjón. Þetta var bara hin besta samloka, stútfull af grænmeti og við borðuðum osta og svona með, rosa nice. Næst var haldið til Ibarra, borg fræg fyrir hvít hús (sá samt ekki mörg hvít hús) og einstakan ís.  Vinafólk Monicu tók á móti okkur sem býr þarna og sýndu okkur borgina, dómkirkjuna, annað stöðuvatn, kappakstursbraut (?) og fóru svo með okkur á ísstað -þetta var svona eins og veitingastaður þar sem við gátum smakkað þennan umtalaða ís. OOOHMYGOD hvað hann var góður, ískaldur ... kaldasti ís sem ég hef fengið. Hægt að fá hann í fullt af bragðtegundum, sumar voru svo framandi, einhverjar frumskóga ávaxta bragðtegundir, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. En þessi ísstaður var snilld, hann var stútfullur og sama fjölskyldan búin að eiga hann í margar kynslóðir. Vinafólk Monicu var mjög nice, það hafði haft 3 skiptinema áður minnir mig og þau buðu mér og Sofie að heimssækja sig hvenær sem við vildum, frábært boð þar sem Ibarra er svo lítil og krúttleg borg og mér og Sofie langar svakalega að fara þangað aftur.
Daginn eftir, föstudaginn fórum við, ég, Sofie, Monica, Ramiro, Kata (systir Ramiro) og dætur hennar, Naradi og Dianara að skoða Mitad del Mundo (miðja heimsins). Við keyrðum í gegnum alla Quito, borðuðum á mjög traditional veitingastað þar sem spiluð var suður Amerísk tónlist og ég veit ekki hvað og hvað. Svo loksins rættist draumurinn minn, að labba eftir miðbaugnum nákvæmlega á miðju jarðar, og fá mynd af mér með litla, gula skiltinu! SNILLD. Draumur rættist.  Eftir að hafa labbað um svæðið, skoðað í búðir, keypt SUCRE handa Hrafnkeli (gamli gjaldmiðillinn í Ecuador) og tekið fullt af myndum skoðuðum við Inca rústir rétt hjá. Frekar gaman að skoða það, þó að þetta var ekki neitt í líkingu við Machu Picchu. Planið var eftir þetta að hitta íslensku skiptinemana, við vorum búin að plana stað og allt og host pabbi minn var á leiðinni að keyra okkur en hann ákveður að stoppa í litlum bæ til að kaupa vatn...hann kom svo bílnum ekkert í gang aftur! Við vorum föst í þessum bæ í 3 klukkutíma þangað til pabbi Ramiro kom að ná í okkur, bíllinn fór beint á verkstæði en þar sem klukkan var orðin svo margt fórum við beint heim að borða kvöldmat. Típískt að bílinn þyrfti að bila akkurat á þessari stundu - frekar ömurlegt :/ 
Við sváfum út daginn eftir, laugardaginn enda var bílinn ennþá í viðgerð og lítið sem við gátum gert en svo þegar bílinn var kominn héldum við til Quito til að skoða gamla bæinn. VÁ. VÁ. VÁ. Quito kom mér svakalega á óvart, miklu fallegri en ég bjóst við.  Kirkjur og torg útum allt og einhvern veginn virkaði allt miklu öruggara en í Guayaquil. Okkur Sofie fannst ekkert mál að labba út um allt annað en hérna í Guayaquil þar sem við erum næstum alltaf að fara á taugum.  Ég varð gjörsamlega ástfangin af Quito, gamli bærinn var svo fallegur. Ekki spurning að ég fari þangað aftur.  Við löbbuðum um borgina, skoðuðum kirkjur og söfn og enduðum svo á því að fara á veitingastað til að fá okkur ekta ekvadorískt kakó, og hér er venjan að setja ostbita ofan í kakóið....það var nú aðeins mikið af því góða fyrir mig. Annars var þetta kakó himneskt, næst besta kakó sem ég hef smakkað fyrir utan það sem Inda amma gerir á jólunum ;)  Sunnudagurinn var dagur heimferðarinnar, við vöknuðum held ég klukkan 5 eða 6 og héldum af stað heim. Á heimleiðinni borðaði ég útrunnið súkkulaði, það var örugglega svona 9 ára gamalt. Jesús góður, ógeðslegasta sem ég hef smakkað -mæli ekki með þessu.  Heyrðu ég var næstum búin að gleyma að hjá foreldrum Ramiro gat ég farið í HEITA STURTU! Himnaríki. Hef ekki farið í heita sturtu í 2 og hálfan mánuð, vá hvað það var gott. Enda held ég að það sé ekki hægt að baða sig uppúr köldu vatni í Quito, það er eiginlega bara drullukalt þarna, allavegana á kvöldin. Ég og Sofie sváfum með 6 teppi!  Ég var stundum alveg að frjósa og þá var bara horft á mig og spurt "Ert þú ekki frá Íslandi?" En málið er að þau eru ekkert að hita upp húsin sín og ég er náttúrulega orðin svo vön kæfandi hitanum hérna í Guayaquil.  En hitastigið á daginn í Quito var mjög þæginlegt, það var sól og það var heitt en ég var ekki að deyja, akkurat þæginlegt fyrir mig fannst mér. 
Útsýnisstopp!
Markaðurinn í Otavalo
Við í Ibarra

Draumurinn var að fá mynd af mér með þessu skilti
miðbaugurinn sjálfur
QUITO

Jæja þá er ég loksins búin að segja frá ferðalaginu mínu!
Við fórum auðvitað ekki í skólann daginn eftir, við vorum svo "þreyttar" eftir bílferðina haha.  Ég held að ekkert mjög stórkostlegt hafi gerst í vikunni ... flestir virkir dagar eru eins og ég lýsti þeim að ofan. Á laugardaginn 12. nóv, vöknuðum við og fórum út í sólbað, þegar við vorum komnar með ógeð á því fórum við í mallið, fengum okkur að borða og ég keypti mér topp og skó. Svo löbbuðum við úr mallinu heim til eins vinar okkar úr skólanum því við áttum að gera eitthvað ensku heimaverkefni heima yfir helgina. Við fórum heim til Carlos og þar var Rafael og einn annar strákur sem ég man ekki hvað heitir og heimaverkefnið okkar var að búa til súpermarkað -ég hef aldrei séð jafn mikinn metnað sett í eitt  skólaverkefni. Þeir voru eiginlega búinir að gera allt þegar við komum þannig við pöntuðum bara pizzu og höfðum það gaman. Ég og Sofie fórum svo heim í náttföt og vorum tilbúnar að hafa það kósý þegar Emma (frá Belgíu) hringir í okkur bara ÞIÐ VERÐIÐ AÐ KOMA Í PARTY!! við vorum ekki alveg á þeim brókunum; ég búin að taka af mér málinguna og komin í náttföt og Sofie slök að velja mynd til að hrofa á. En Emma er svo þrjósk að hún gafst ekki upp og sagðist vera búin að senda einhvern strák til að ná í okkur og hann myndi koma eftir 2 mín!!! Við gerðum hið ómögulega; gerðum okkur til á 2 mínútum. Frekar skondin bílferðin á leið í partyið -ég hafði ekki hugmynd um hvaða strákur þetta væri og mamma hans var að keyra, mjög vandræðalegt. En samt ekki nærrum því jafn vandræðalegt og þegar við stigum út úr bílnum og þurftum náttúrulega að heilsa og kyssa alla sem voru mættir, ég kannast eitthvað svo svakalega við einn manninn í partyinu og þegar ég kyssi hann á kinnina fatta ég að þetta er KENNARI ÚR SKÓLANUM MÍNUM! hahahha hversu mikil tilviljun ? Ég hélt að svona hlutir gætu bara gerst á Íslandi.  En við skemmtum okkur vel í partyinu, sérstaklega þegar við byrjuðum að dansa, einn strákur tók mig í sérkennslu í þessum Suður Ameríska- reggeaton dansi eins og hann gerði líka helgina þar áður. Hann segir að mér sé að fara fram, og að ég sé fljót að læra en ég er nú ekki viss um það! Þessir dansar hérna eru svakalegir, skil ekki hvernig fólkið getur hreyft sig svona. En ég ætla að ná þessu! hahaha
Við í partyinu 
Dagurinn eftir (sunnudagurinn 13.nóv) var fjölskyldu dagur, við fórum í fátæka hluta borgarinnar sem sagt suður-Guayaquil para hacer compras eða til að versla í matinn, það var gjörsamlega ekkert til að borða heima þannig þetta voru sko aldeilis innkaup.  Svo um kvöldið fórum við í bíó á Contagion, snilldar mynd -mæli með henni ef þið eruð ekki búin að sjá hana. 
Á fimmtudaginn í seinustu viku sem sagt 17.nóv fórum við; ég, Sofie og host mamma mín á Breaking Dawn frumsýningu í V.I.P sal. Ekkert nema stemning. Já host foreldrum mínum finnst rosa gaman að fara í bío :) Föstudagurinn var svo föstudagurinn langi hjá mér, óþarfi að tala eitthvað meira um það. En gærdagurinn, laugardagurinn 19.nóvember var skemmtilegur dagur. Heima hjá mér var veisla, Primera comunión de Romina sem á íslensku er einhvern veginn svona = fyrsta obleta Rominu. Romina er "frænka mín". Sofie mætti til mín eldsnemma til að vera viðstödd við veisluna. Allt húsið var skreytt hátt og lágt, blóm útum allt og kökur og fleira góðgæti - ekki nærri því jafn gott og heima. Það var eins og að það vantaði kremið á kökurnar, það var bara sykurleðja á þeim með engu bragði, vantaði eitthvað djúsí krem. En ég er bara búin að komast að þeirri niðurstöðu að mér finnst maturinn hérna almennt ekkert svakalega góður, ég er samt ekki búin að gefast upp á því að finna góðan mat en það sem ég hef fengið so far hefur bara verið svona "lala" eða bara vont.  Allavegna þessi veisla var bara upplifun, það komu einhverjir mexícanar að spila tónlist og svo byrjuðu allir að dansa og eitthvað svona skemmtilegt. Klukkan 4 yfirgáfum Sofie og ég veisluna og fórum heim til hennar og hún sýndi mér nýja herbergið sitt og svona, svo héldum við heim til Tobias.  Tobias er frá Þýskalandi og hann bauð nokkrum skiptinemum (mér, Sofie, Maya (frá USA), Henry (USA) og Jonathan (snillingur frá Þýskalandi) heim til sín til að horfa á mynd og hafa það kósý. Ég og Sofie vorum svoldið seinar eins og venjulega og leigubílstjórinn okkar villtist á leiðinni þannig við misstum af pool partyinu. Við vorum í sjokki þegar við sáum hvar Tobias á heima. Heima hjá honum er sér manneskja sem sér um það að opna útidyra hurðina (?!). Húsið hans er á 4 hæðum held ég og það eru án alls djóks, ég er ekki að djóka svona 100 fiskabúr heima hjá honum. Það er tjörn, það er gosbrunnur, það er bókasafn og öll þessi fiskabúr. Það eru skötur og meira að segja Piranha fiskar!! Auðvitað þurfti Henry að segja puttann ofaní fiskabúrið en hann er sem betur fer ennþá með 10 fingur :). Fjölskylda Tobias var svakalega nice, mamma hans kom með fullt af góðgæti handa okkur en það besta sem hún kom með var ritz kex með túnfisksalati! Ég var í himnaríki - engum öðrum fannst það gott nema mér. Ég held að ég hafi borðað þetta ein, vá hvað þetta var gott. Ég held að þetta sé svona það fyrsta sem ég fæ að borða hérna sem er alveg nákvæmlega eins og heima!  Við reyndum að horfa á einhverja bíó mynd en það varð ekkert mikið úr því, við vorum meira í því að spjalla.  Við borðuðum pizzu með fjölskyldunni hans Tobias og mamma hans og pabbi eru svo nice!!  Þeim fannst geðveikt að ég væri frá Íslandi og vissu meira að segja slatta um landið, virkilega gaman að spjalla við þau! Þegar klukkan var orðin margt héldum ég og Sofie heim en rest fór út að dansa. Samt átti ég virkilega gott kvöld, það er svo gaman að hitta hina skiptinemana. Það er eins og maður nái að hlaða batteriín þegar maður hittir þau, endalaus umræðu efni og enn fleiri hlátursköst! :D  
Ég og Romina

Henry og Tobias hjá einu fiskabúrinu


Nokkir random hlutir 
  • Ég ropaði við matarborðið um daginn, mjög lítið og pent rop (engar áhyggjur mamma).  Ég tók ekki einu sinni eftir því að ég hafði ropað fyrr en Sofie hætti að borða og horfði á mig eins og ég væri fáviti, það sló þögn við matarborðið og svo byrjuð host foreldrar mínir að hlægja. Ramiro bara hafðu engar áhyggjur, þetta er eðlilegt (Hjúkket). Ég sagði honum að rop heima hjá mér væri nú ekki mikið vandamál en Sofie var ennþá í sjokki, það er greinilegt að þau ropa ekki þarna í Belgíu.
  • Gigi, nýji kennarinn sem ég sagði ykkur frá um daginn (sem spurði mig allt í einu hvaða trúar ég væri þegar allur bekkurinn var í brjáluðum ham) fór að gráta í tíma um daginn - mjög óþæginlegt, greyinu gengur svo illa að kenna, ræður EKKERT við bekkinn. Svo í seinustu viku þá hafði einhver tekið gaffalinn hennar og beygt hann allan í sundur og eyðilagt hann og hún bara HVER GERÐI ÞETTA!?!? og sýndi gaffalinn og jesús kristur ég hef aldrei helgið jafn mikið, gaffalinn var svo ónýtur og Gigi var í sjokki - mjög gaman að þessu, samt illa gert.
  • Sá eðlu í herberginu mínu um daginn, ég öskraði og hún fór eitthvert inná milli allra bangsanna í herberginu mínu ... var næstum búin að hringja heim til íslands og spurja pabba hvað ég ætti að gera ég var í svo miklu sjokki. Ég vona að þessi eðla sé farin út úr herberginu mínu eða dauð.
  • Ég og Sofie mætum alla daga, alla skóladagana seint í skólann ... hehehehehe samt ekkert bara okkur að kenna, host pabbi minn er frekar lengi að gera sig til á morgnanna þannig okkur seinkar oft. Og á hverjum degi verður konan í innganginum fyrir jafn miklum vonbrigðum með okkur, hehe.
  • Um daginn í skólanum var ég bara sultuslök í tíma hjá Miss Gigi, þarna greyið kennaranum sem enginn hlustar á. Bekkurinn var alveg í essinu sínu, auðvitað ekki að hlusta á Gigi, allt í einu kemur þá skólastjórinn inn sem allir eru hræðilega hræddir við og hún bara ÞÚ! og benti á mig. ÚT ÚR STOFUNNI! ég náttúrulega bara bíddu hvað gerði ég nú af mér .... en ég þurfti að fara í stofuna fyrir hliðina á þar sem einhver allt annar bekkur var í tíma, einu ári eldri en þau voru ekki að læra neitt bara chilla.  Hræðilega vandræðilegt að labba bara inn í tíma og fá mér sæti. En það byrjaði einhver mjög spes gaur að tala við mig, hann talaði og talaði, byrjaði svo að kenna mér rússnesku. Ég vissi ekki alveg hvert ég ætlaði, svo bauðst hann til að taka mig í einkatíma í rússnesku en ég afþakkaði pent. Sem betur fer var lítið eftir af þessum tíma þannig bekkurinn minn kom inní stofuna eftir nokkra stund, því við vorum að fara í tíma í þessari stofu.  Marisol, frekar strangur kennari, alltaf gargandi -(samt alltaf góð við mig) byrjaði tímann á því að skamma krakkana fyrir það hvað þau væru alltaf óþekk í tímum hjá Gigi og ég var bara svona að hlusta með öðru eyranu en svo allt í einu byrjaði hún bara að garga á mig; "STEFANÍA LÁTTU MIG VITA EF ÞÚ SKILUR EKKI HVAÐ ÉG ER AÐ SEGJA!!" ég bara: OKEI. Einhverra hluta vegna snerist umræðan allt í einu um mig, og hún var bara "STEFANIA ERU STRÁKARNIR Í BEKKNUM AÐ ÁREITA ÞIG ?!?" ég bara what, nei! og hún bara "en ég og aðrir kennarar höfum tekið eftir því hvað þeir vilja alltaf vera að knúsa þig, blikka þig og kyssa þig á kinnina ERTU ALVEG SÁTT MEÐ ÞAÐ ? og ég fór alveg í flækju því hérna eru strákarnir bara svona, ekki bara við mig heldur við allar stelpur.  Og svo byrjaði hún eitthvað að tala um að alltaf þegar þeir reyndu að kyssa mig setti ég upp svona svip eins og mér finnist þetta ógeðslegt og þá öskruðu allir í bekknum "hún er bara grínast!! Hún er alltaf að setja upp einhverja svipi" (satt). En kennarinn var alveg í flippinu og byrjaði að benda á strákanna í bekknum og spurði mig "Er hann að áreita þig? en hann ? en hann ?" Ég vissi ekki hvert ég ætlaði og strákarnir voru hálfvælandi "Stefania ég er bara að faðma þig, ég meina ekkert illt!! " Allt var í háalofti, mig langaði að hlaupa út úr stofunni. En sem betur fer náði ég að útskýra fyrir henni að allt væri í lagi og loksins hætti hún að tala/öskra um þetta. ÚFFFF! Sofie lenti líka í svipuðu atviki í sínum bekk en þar sagði stærðfræðikennarinn hennar henni að hún bæri enga virðingu fyrir sjálfri sér og ef hún talaði aftur við strákana í tíma yrði hún og strákurinn rekinn út og einkannir hennar lækkaðar! Ég veit ekki alveg hvað er í gangi, en það er eins og kennararnir séu að fylgjast eitthvað extra mikið með okkur og það er ekki eins og við séum að gera eitthvað af okkur, við erum bara að tala við bekkjarfélaga okkar.
Jæja segi þetta gott í bili, mun líklegast blogga aftur eftir 2 vikur og vonandi hef ég frá fullt af skemmtilegum hlutum að segja. Sakna ykkar allra!! 

-STEFANÍA SJÖÖÖFN 

Tuesday, November 1, 2011

Tu eres la melodia que no sale de mi cabeza

Hæ.
Ég lenti í svaka atviki á miðvikudaginn í síðustu viku. Við vorum á leið heim úr skólanum í skólarútunni og ég, Sofie og mest pirrandi stelpa í heimi sem ég gjörsamlega þoli ekki og einhver strákur vorum ein eftir í rútunni.  Við áttum bara eftir að keyra kannski í 5 mínútur þangað til að við værum komin heim til mín.  En allt í einu byrjuðum við að taka eftir því að öll umferð var stopp og slökkviliðsbílar út um allt.  Vegurinn sem við vorum á er mjög hættulegur, það eru bara tvær akgreinar en þær eru alltaf fulltaf af risastórum flutningabílum, eiginlega stórhættuleg gata.  Allavegana allir bílarnir voru í kássu saman, allir að reyna að komast áfram en það var svo mikið af bílum og allt stopp að það var ekkert hægt að gera. Sumir voru byrjaðir að yfirgefa bílana sína og labba eða hlaupa eitthvað í burtu ... við skildum ekkert afhverju. Pirrandi stelpan, (hún heitir víst Amanda) byrjaði að fríka út og svo byrjaði hún að grenja. Við komumst svo að því að tveir flutningabílar höfðu klesst á hvorn annan og annar þeirra var að flytja bensín og sá bíll hafði oltið á hliðina. Þess vegna voru slökkviliðsbílar því það voru allir svo hræddir um að hann myndi springa. Þessar upplýsingar hjálpuðu ekki til við að róa Amöndu niður og hún var byrjuð að hágrenja og þá kom sér vel að kunna orðin "róleg" og "þeigiðu" á spænsku.  Konan sem var að keyra skólarútuna komst ekkert áfram auðvitað og sagði okkur að byrja bara að labba heim, það væri öruggara en að vera hérna. Þannig við byrjuðum að labba meðfram veginum - oh my lord það var svo heitt og við vorum að deyja úr hræðslu. Fullt af fólki að labba og menn í bílunum að flauta á okkur og sumir að reyna að tala við okkur og við bara í skólabúningunum okkar. - Frekar auðveld skotmörk.  Svo keyrði pallbíll að okkur löturhægt með fullt af mönnum á pallinum, allir með klúta fyrir öllu andlitinu nema augunum. Við stóðum öll stjörf af hræðslu þegar þeir stoppuðu bílinn beint fyrir framan okkur og löbbuðu úr bílnum. SHIT á þessari sekúndu var ég bara "ok stefania þú munt verða rænd núna, búðu þig undir það". En til allrar hamingu þá gerðu þeir ekkert, við færðum okkur nær götunni og löbbuðum á ljóshraða frjamhjá þeim, þeir eltu okkur í smá stund en svo fóru þeir. Guð sé lof. Eftir þetta ákváðum við að byrja að syngja restina af ferðinni og auðvitað var Justin Bieber fyrir valinu og þá kom það í ljós að strákurinn sem var með okkur er forfallinn JB aðdáandi. Þegar við áttum bara eftir að labba smá spöl í viðbót kom konan loksins á skólarútunni og skutlaði okkur heim og upp að dyrum. En það að fara út fyrir mitt lokaða hverfi sem ég bý í, sem er girt með rafmagnsvír og verðir útum allt er ekkert grín, það er eiginlega stórhættulegt.  Seinna um kvöldið keyrðum við framhjá klesstu vörubílunum og það var hræðileg sjón, bílstjórinn hefur allavegana ekki lifað þetta af. :/ en enginn sprenging þannig það var gott.

Y que más ? ... Seinustu tvær helgar höfum ég og Sofie tekið því frekar rólega bara, reynt að eyða tíma með host foreldrum en slappa af líka. Við fórum í suðurhluta borgarinnar þar seinustu helgi og fórum á veitingastað sem selur mjög típískan mat = sjávarréttir + HRÍSGRJÓN + BANANAR (oj) + BAUNIR (oj).  Mér finnst þessi matur ekki uppá það marga fiska ... mér finnst samt Pescado (ferskur fiskur) nokkuð góður, með miklum lime-safa ofaná og ferskum appelsínusafa. Pabbi eldar samt betri fisk heima! Host foreldar mínir sögðu okkur að sumir í skólanum okkar og sumir krakkar sem búa í Samborondon (stórt úthverfi Guayaquil borgar) hefðu jafnvel aldrei komið í þennan hluta borgarinnar. Svakalegt. Samborondon er frekar ríkt hverfi, og ég hef heyrt fólk segja að fólk sem býr í Samborondon yfirgefur yfirleitt ekkert Samborondon. Vá gaman hjá þeim. Við tókum samt eftir því að þarna horfði fólk miklu meira á okkur, þau yrtu á okkur og sumir reyndu að tala við okkur. Fyndið hvað það er mikill munur á borgarhlutum.  
Á þriðjudeginum fórum við ekki í skólann. Það voru tvær ástæður fyrir því Nr. 1: Við nenntum ekki. Nr. 2: Sofie þurfti að senda eitthvað mikilvægt bréf til Belgíu.  Við sváfum út og tókum svo leigubíl downtown, sendum bréfið og gátum gert það allt alveg sjálfar (stoltar). Við settumst niður á næsta McDonalds stað og fengum okkur að borða og lærðum spænsku. Henry frá USA sem fór heldur ekki í skólann af einhverjum ástæðum kom svo til okkar og við löbbuðum um borgina en enduðum svo aftur á McDonalds (samt ekki til að borða) og spjölluðum restina af deginum. Henry er frekar klár miðað við að vera frá Bandaríkjunum, dæmi: Við vorum að tala um Kristófer Kólumbus og spænsku nýlendurnar og vorum að nudda því í andlitið á honum hvernig Evrópubúar höfðu byggt Bandaríkin upp. Og Sofie sagði eitthvað um að Kristófer Kolumbus hafi komið fyrstur til Ameríku en Henry leiðrétti hana og sagði að það hafi verið "Leif Eirkisson". Nokkuð gott hjá honum finnst mér, ég gaf honum vel verðskuldað high 5.  

Ég er búin að komast að því að það er eitthvað mikið að skólanum mínum.  Það er gert nákvæmlega allt NEMA að læra.  Fyrst þegar ég byrjaði í skólanum hélt ég að það væri bara einhver þema vika eða eitthvað svona sérstakt.  Neinei hver einasta vika er þemavika.
Fánadagurinn: Allir nemendur þurfa að æfa sig að kyssa fánann í 3 daga og svo er athöfnin.
Íþróttavikan: Syngjum þjóðsöngin 5 sinnum og bjóðum öðrum skólaliðum að keppa í íþróttum í skólanum okkar. Svaka formlegt, klappstýrur og læti.  Það var samt ekki ætlast til þess að nemendur horfðu á leikina (bara ég&Sofie af því við erum ... hvítar ?).
Nótt stjarnananna:  Leiksýning sem heil vika fór í að undirbúa. Þeir sem voru að leika í sýningunni fengu að sleppa öllum tímum en við hin föndruðum á meðan fyrir sýninguna (halló er ég 4 ára?). Sýningin var svo um kvöldið seinasta fimmtudag, það var skyldumæting  og sem betur fer nefndi það einhver við mig 40 mínútum fyrir mætingu að það væri "semi formal klæðnaður". Ég sem var tilbúin að fara í gallabuxunum mínum.  Allavegana við dressuðum okkur semi formal upp og mættum svo í skólann, þar tóku englar, dísir með vængi og trúðar á móti okkur. Nemendurnir sem voru mættir voru svakalega fínir, stelpurnar í kjólum og himinháum hælum og foreldrar þeirra líka í spari dressinu. Ég og Sofie hlupum næstum því heim. En svo mættu fleiri sem voru ekki alveg jafn fínir þannig okkur leið betur.  Þessi leiksýning fór fram á ensku ... við skildum ekkert.  Samt frekar skemmtilegt kvöld og gaman að sjá krakkana og vera séð í einhverju öðru en þessum blessaða skólabúning.
Labba og flytja ljóð:  Þessi skólavika var bara 2 dagar en það skiptir greinilega ekki máli hversu stutt vikan er. Í þessari viku var hálfur bekkurinn minn fjarverandi og þegar ég spurði hvar þau væru þá var svarið "þau eru að labba og flytja ljóð" Ég spurði ekki frekari spurninga.
Vísindahátíð:  Krakkarnir áttu flestir, samt ekki allir að finna uppá einhverju sniðugu til að kynna og svo voru þau með bás og kynntu efnið sitt. Allir í sem ég þekkti í skólanum (þar á meðal Sofie) voru að kynna sitt efni þannig ég var algjörlega lost og ein á báti - en ég labbaði á milli bása og þóttist hafa áhuga á því sem þau voru að segja þó að ég skildi í rauninni ekki neitt - en það voru flestir í búningum þannig það var bara gaman að skoða þá.  

Skólinn minn er svo hræðilega metnaðarfullur fyrir öllu nema lærdómi. Ég er samt pottþétt að gleyma einhverju þema, og svo þurfa þau líka að mæta í skólann á laugardögum en ég nenni því nú ekkert ; )  oooooog já ekki má gleyma því að í byrjun einhverns dag í hverri viku er þjóðsöngurinn sunginn og eitthvað annað lag líka og saga Ecuadors er rifjuð upp í smáatriðum. Guð það er hræðilegt að sitja á jörðinni að hlusta á þetta á meðan sólin skín sitt skærasta.  Ég er ekki alveg komin með þjóðsöngin á hreint ... en allt að koma held ég. Kann "Gloria ti, gloria ti" sem kemur sem betur fer frekar oft fyrir í laginu.  Ég held samt að það sé staðfest að Ísland á versta þjóðsöng EVER.  Krakkarnir í skólanum báðu mig um að syngja hann um daginn -ég hélt nú ekki. Er ekki mikið í óperunni og kann bara eitt vers eða eitthvað.

Henry átti afmæli seinasta fimmtudag og til að halda uppá það fórum við flest allir skiptinemarnir hérna í Guayaquil á skemmtistað, það var Halloween þema.  Ég og Sofie fórum sem Gringas (Hérna kalla okkur allir gringas - sem er orð sem þau nota yfir fólk frá Bandaríkjunum = móðgun við okkur. Við leiðréttum þau alltaf með að segja að við séum Evrópskar). Emma og Mathilde voru dressaðar upp sem vampíra og zombie og Henry sjálfur var Evrópubúi. Frekar fyndin tilviljun. Allavegana við skemmtum okkur konunglega þetta kvöld, virkilega gaman hjá okkur verð ég að segja!! Frekar fyndið að Tobias frá Þýskalandi, hávaxinn og ljós yfirlitum er svakalega vinsæll meðal kvenmannana hérna, ég á ekki til orð. Þær hópuðust í kringum hann, hann var eins og segull -svipað er með mig hérna.  
Nei djók. Róum okkur. 
Hermanas

  • Kærustunum mínum fer bara fjölgandi. Ég ræð gjörsamlega ekkert við þetta, frekar kjánalegt en eins og ég sagði í síðasta bloggi þá er þetta lúmskt gaman.  Sérstaklega þegar ég fæ baknudd ;) Þeir biðja mig um kossa hægri vinstri og ég hef lent í svo asnalegum og kjánalegum atvikum að ég mun ekki einu sinni blogga um þau.  
  • Ég er byrjuð að taka eftir jólaskreytingum á nokkrum húsum hérna ... það er bara eitthvað svo mikið rangt við þetta veður og jólaskraut. Ég verð að viðurkenna að ég hlakka ekki til jólanna, ég held að þetta verði aðeins of skrýtið fyrir mig, en upplifun samt sem áður. 
  • Ég er kölluð Gordita hérna og Gorda þýðir feit! Ég var í sjokki þegar ég heyrði þetta en   er rólegri eftir að hafa heyrt útskýringu á þessu frá mörgum aðilum; hérna í Ecuador segja strákar gordita við kærustur sínar og þetta hefur merkinguna; elskan, sæta eða eitthvað álíka og er álitið sem hrós. Eins gott kv. Another Fat Student.
  • Ég er búin að komast að því að orðabókin mín er fínasti koddi.
Jæjaa, vamos a ver.  Ég er komin í vetrarfrí í skólanum mínum og við fjölskyldan ætlum að fara til Quito, höfuðborgarinnar og skoða aðrar fallegar fjallaborgir í leiðinni.  Ég get ekki beðið eftir að sjá eitthvað annað en Guayaquil crime city.  Þetta er held ég 8 tíma keyrsla eða eitthvað, þannig ég er að hlaða ipodinn (ég er nokkuð viss um að host pabbi minn mun vera með munnræpu alla leiðina, eins og alltaf). Ég er að vonast til þess að geta hitt Jönu, Arnar og Sigrúnu (íslensku skiptinemana í Quito) og vonandi Margréti líka í fríinu. Það væri geggjað, ég þrái að tala íslensku og það væri svo gaman að bera saman sögur.  

Fallega Quito.
Ég reyni að taka einhverjar myndir á ferðalagi mínu, oft þegar ég er eitthvað að stússast í Guayaquil er of hættulegt að taka myndavélina með ef henni yrði rænt, sem er frekar ömurlegt. 

En jæææææææææja.  
Sólríkar kveðjur frá Suður Ameríku! 
-Stefanía 


P.S. Talaði við litla bróður minn Hendrik á Skype um daginn. Úffff hvað ég sakna hans. Og hann sagði "koma, koma". Mig virkilega langaði að koma heim í smá stund. Ég kvaddi hann svo og sagði love you og þá heyrðist í honum "lou lou". Ohhhh litla krúttið.
P.S.S
Varð bara að sýna ykkur þennan random sólbruna.


Sunday, October 16, 2011

MI VIDA LOCA

Jæja nú ligg ég uppí rúmi og það eru strákar fyrir utan að kasta steinum í gluggann minn. Það þýðir að þeir vilja fá mig út en sorry ég nenni ekki. Fyrst þegar þeir köstuðu þessum steinum hélt ég að það væri komin haglél... nei nei ekki svo gott.  Allt í einu núna finn ég suður súkkulaði lykt ... veit ekki alveg hvernig stendur á þessu, ég held að ég sé að ímynda mér þetta.

Ýmislegt sem hefur drifið á daga mína:
  • HIRING A HITMAN Um daginn þegar ég var á leiðinni heim með Sofie sáum við að fullt af fólki var komið saman á gatnamótum. Þegar við keyrðum framhjá sá ég að það lá dauður maður á jörðinni, hann hefur örugglega verið rændur og skotinn ... eða verið keyrt á hann. Ég nefndi þetta við host foreldra mína og þeim fannst þetta nú ekkert svakalega merkilegt og sögðu mér hvað það kostaði til að ráða mann til að drepa einhvern, kostar ekki meira en 10.000kr!! ... Eins gott að ég eignist ekki óvini hérna. Það er svo ekkert hægt að kæra þetta til löggunar eða neitt, öllum er alveg sama þótt einhver var skotinn. Svakalegt.
  • HIDE AND SEEK Seinasta sunnudag bauð upprunarlega host fjölskyldan hennar Sofie (sem hún af einhverjum ástæðum má ekki búa hjá samkvæmt AFS) okkur í hádegismat. Við fórum í mall hérna rétt hjá á voða nice veitingastað sem heitir Chili's. Monica (host mamma mín) bauðst til að skutla okkur þar sem hún þurfti að stússast eitthvað í mallinu.  Fjölskyldan sem Sofie er hjá núna er búin að banna henni að hitta þetta fólk, hún veit ekkert af hverju. Þannig við sögðum Monicu að við værum að fara að hitta vini úr skólanum. Monica og host mamma hennar Sofie eru svo oft að hringjast á þannig við vildum ekki segja Monicu hverja við værum að fara að hitta ef hún myndi svo segja mömmu Sofie það.  Við borðuðum með þeim, Beatriz (mömmunni) og syni hennar Christian (29 ára læknir, hagar sér eins og 12 ára) og það var bara virkilega gaman. Beatriz talar enga ensku þannig það var gaman að reyna á spænskuna en Christan hjálpaði okkur að þýða líka.  Þau fengu sér einhverjar svaka steikur en við létum kjúklinga samloku nægja, Beatriz endaði á því að bjóða okkur, okkur til mikillar gleði.  Hún bauð okkur svo far heim en hún þurfti fyrst að fara að verzla í matinn og við bara ekkert mál og fórum með henni. Við fengum að velja okkkur súkkulaði stykki og ég veit ekki hvað og hvað.  Ég var alltaf að hugsa "Guð ég vona að Monica ákveður ekki að verzla í matinn í þessari búð núna". (afþví hún verzlar alltaf í matinn á sunnudögum) Væri mjög slæmt ef hosta mamma mín myndi sjá mig verzla í matinn með einhverju random fólki. Allavegana þegar við vorum í klósettpappírs deildinni sé ég einhverja frekar "stóra konu" útundan mér en pæli ekkert frekar í því, svo lít ég aftur upp og þá er þetta host mamma mín að verzla!!!! Hún var mjög einbeitt og sá mig ekki, þó að ég væri bara 2 metrum frá henni. Ég hvíslaði til Sofie og hún bara hvað, hvað ? Og sá ekki neitt, og ég bara "look who's there!!" Monica labbaði áfram og var komin fram hjá okkur og þá missti Sofie út úr sér; Hi Monica. Og ég bara fuuuuuuuuuuuuuu. En sem betur fer hélt Monica bara að við værum með vinum okkar, og ég bara "já, þeir eru hérna einhverstaðar" Allavegana eftir þetta þá var Monica alltaf skrefinu á eftir Beatriz þannig ég og Sofie fórum í feluleik í kringum búðina til að rekast ekki á Monicu aftur, og það var erfitt.  Við höfðum lúmskt gaman að þessu þó að það hefði alls ekki verið gaman ef Monica hefði fattað að við vorum þarna með Beatriz, fóstur fjölskyldan hennar Sofie hefði orðið brjáluð. En svo fórum við með Beatriz heim og hún á heima í svaka flottu húsi en svo skutlaði Christian okkur heim til Sofie og ef ég man rétt rotuðumst við báðar og vöknuðum 2 klukkutímum seinna.
  • SYSTUR Sofie, belgíska/kanadíska vinkona mín er flutt tímabundið til fjölskyldunnar minnar.  Ástæðan er sú að hún er að skipta um fjölskyldu, fjölskyldan sem hún bjó hjá var ekkert sérstaklega góð og hún var mjög óhamingjusöm þar ... ég mundi líka vera það ef ég fengi aldrei neitt að borða (og auðvitað fleiri vandamál). Þannig hún verður hjá okkur þangað til að búið er að finna nýja fjölskyldu fyrir hana, við vitum ekkert hvað það gæti tekið langan tíma, kannski eina viku eða þrjár.  Við erum báðar í litla, pínulitla herberginu mínu sem er ekki alveg að höndla þetta ástand. Ég skil ekki alveg útaf hverju Sofie sefur ekki í herbergi afans, þar afinn sem sefur bara eina nótt hérna 3 vikur í mánuði, eða við báðar þar. Þar sem herbergi afans er miklu stærra en mitt. En þetta er samt fínt, dót út um allt en þetta er bara tímabundið. Gaman að hafa félagsskap, jafnvel þó að við vorum eiginlega alltaf saman áður. Eina skilyrðið mitt er að hún hlusti á tónlistina sína í heyrnartólum... tónlistarsmekkurinn okkar er mjög ólíkur þannig þetta er besta lausnin.  En núna er ég búin að eignast systurina sem ég átti aldrei.
  • MIKILVÆGI TRÚAR Ég áleit sjálfa mig frekar trúaða áður en ég kom hingað en núna finnst mér það vera að breytast. Hérna eru flest allir kaþólskir og frekar trúaðir.  Bekkjarsystur mínar eyða laugardagskvöldum í kirkjunni, og sumar fara í kirkjuna alla vikudaga nema einhvern einn dag. Crazy. Flest allir sem ég þekki hafa á einhverjum tímapunkti spurt mig "Þú ert kaþólsk ekki satt?" Og ég veld þeim alltaf vonbrigðum með svarinu "Nei, ég er Lúthersk". Þau vita náttúrulega ekkert hvað það er.  En ég segi þeim að ég trúi á Guð, sama Guð og þau og þá eru allir ánægðir.  Um daginn byrjaði nýr kennari í skólanum, hún kennir okkur Filosofia og eitthvað eitt annað sem ég veit ekki hvað er. Hún heitir Gigiola eða eitthvað -agalegt nafn en hún er kölluð Gigi og hún er ekki mikið eldri en 26 ára greyið, ný útskrifuð skildist mér. Krakkarnir í bekknum mínum gjörsamlega átu hana í fyrsta tímanum okkar, þau hlustuðu ekkert á hana og allt var gjörsamlega brjálað, skólatöskur voru fljúgandi um loftið og allir að berja hvorn annan. Í öllum þessum hamagang sem hún réði ekkert við, byrjaði hún að spurja mig hvaða trúar ég væri. Ég horfði bara á hana með stórum augum, er þetta virkilega mesta áhyggjuefnið þitt þessa stundina ?!? Foreldrar mínir eru samt frekar trúarlega afslappaðir, fara bara í kirkju á hátíðum og svona, host pabbi minn signar sig alltaf áður en hann keyrir af stað og Biblían stendur á einhverjum sér standi í stofunni opin á blaðsíðu 523 og hefur verið þannig frá því að ég kom.
  • SKÓLALÍF Lífið í skólanum er nokkuð ljúft miðað við fyrri reynslu (Verzló) verð ég að viðurkenna.  Kennararnir ætlast ekki til neins af mér ... sem er fínt, ég er búin að taka eitt próf, sögupróf og fékk 6,5. Ef kennararnir skrifa eitthvað á töfluna glósa ég það yfirleitt niður, en kennarnir eru svo oft með upplestra og glætan að ég geti skrifað það niður þannig þá finn ég mér yfirleitt bara eitthvað betra að gera. ...stundum sofna ég, það er svo þreytandi að hlusta á spænsku allan liðlangan daginn að ég dotta bara á borðið mitt. Í skólanum á ég fullt af kærustum, "þú ert kærastan mín, ekki satt?!?!" er setning sem ég fæ oft að heyra. En ég hef lúmskt gaman að þessu.  Á þriðjudögum og fimmtudögum eru íþróttatímar eftir skóla sem ég og Sofie gerum aldrei neitt í en yfirleitt safnast nokkir krakkar í kringum okkur og Júlían (krúttbolla sem er yfir sig ástfanginn af mér) spilar á gítar og tileinkar mér lögin sín - skemmtilega vandræðalegt en hann má eiga það að hann er drullu góður að spila og syngja.  Júlían er með vinkonu minni í bekk og hann (að hennar sögn) er alltaf talandi um hvað hann er hrifinn af mér og allt það, ég sagði honum um daginn að mér fyndist hann hafa fallegt bros og hann bara "Þetta er besti dagur lífs míns" Krúttlegt!! Að öðru: Um daginn fékk ég magaverk í stærðfræði tíma þannig ég lagðist fram á borðið mitt, og ein stelpan spurði mig hvað var að og ég sagði henni það. Neinei hún öskrar bara á kennarann "STEFANIA ER MEÐ MAGAVERK VIÐ VERÐUM AÐ NÁ Í TE HANDA HENNI!!" ég bara "uss nei, skiptir engu, ég drekk ekki einu sinni te!!" og allir voru bara "Oh my God, afhverju er hún með magaverk? Hvað borðaði hún? Er hún búin að fara til læknis??!" Stelpan dró mig svo út úr tíma að leita af einhverju sérstöku Manzanilla plöntu te, mjög mikilvægt að ég fengi þessa tegund af tei. Eftir að hafa tekið góðan göngutúr í kringum skólann fundum við loksins þetta plöntu te og ég er ekki frá því að þetta ógeð hafi hjálpað ... samt alltof mikið drama fyrir minn smekk.  Svo er einn strákur í bekknum mínum sem heitir Móses og annar sem heitir Nelio, þeir eru svakalega sérstakir og fyndir. Einu sinni spurði Nelio mig hvaða störnumerki ég væri og ég sagði að ég væri vog og hann er líka vog, svo spurði ég Móses og hann vissi ekki hvaða stjörnumerki hann væri. Ég bara hvernig geturu ekki vitað það? hvenær áttu afmæli? Þá útskýrði hann fyrir mér að þegar hann var smábarn var hann fundinn í kæjak í  einhverri á! Ég náttúrulega trúði allri þessari vitleysu, þangað til tvem dögum seinna þá var mér sagt að þetta væri Biblíu djók. Slæmt. Skólafélagarnir mínir eru byrjaðir að hrósa mér fyrir spænskuna, þeim finnst mér vera að fara fram - ég vona að það sé rétt hjá þeim! :D 
  • DISKO Ég fór með Sofie, Henry (USA), Mathilde (FRANCE), Emma (BELGÍU) og host bróður Mathildar og vinum hans á diskotek í gærkvöldi og við skemmtum okkur bara konuglega. Gjörsamlega stútfullur staður og það kostar 15$ fyrir stelpur að fara inn og 20$ fyrir stráka, frekar DÝRT takk. En já það var víst einhver miskilningur í gangi því að hópurinn keypti nokkra vodka pela og allir bara STEFANIA FINLANDIA!! FINLANDIA!! FINLANDIA!! ég bara uuuu what ? þá héldu allir að ég væri frá Finnlandi ekki Islandia. Miskilningar alltaf hreint. Allavegana við hittum 4 stráka úr skólanum, það er svo gaman að hitta fólk úr skólanum. Alltaf þegar ég og Sofie förum eitthvert í mall eða eitthvað þá setjum við okkur alltaf markmið að þekkja einhvern og uppá síðkastið höfum við alltaf þekkt einhvern. Svo gaman!! Gaman að segja frá því að þá mætti Júlían (krúttbollan með gítarinn) á diskótekið og var alls ekki lengur þessi krúttlegi strákur heldur reykjandi og frekar tipsy, klæddur í pimp jakkaföt ég var bara í sjokki.

Heimasæturnar á leið á disco!

P.S Ég gleymdi að segja ykkur, við héldum einhverja svona krabba veislu um daginn og ég held að ég hafi aldrei gert mig að jafn miklu fíbbli. Ég vissi nákvæmlega ekkert hvernig ég átti að borða þetta ógeð. Ég þurfti að sjúga kjötið úr löppunum á þeim en ég bara gat ekki snert þetta, lappirar voru svo hárugar!!. Svo þurfti ég að nota hamar til að brjóta skelina. Ég var í algjöru menningarsjokki, ekki að höndla þetta.  Loksins þegar ég var kominn með ágætt kjöt sá ég að það var hvítlaukssósa á borðinu og þar sem mér finnst hvítlaukur góður ákvað ég bara að smyrja kjötið vel með hvítlaukssósu - þetta var serkasta hvítlaukssósa sem ég hef smakkað ég náði varla andanum! Svo þegar ég hélt að ég væri alveg búin að ná  hvernig ætti að gera þetta þá hjó ég einn fótinn af krabbanum með hamrinum og löppin endaði náttúrulega ofan í einhverri salat skál á borðinu ... ég bara vonaði að enginn myndi fá sér salat á diskinn sinn með einni fallegri krabba löpp. Sofie var ögn skárri en ég enda með reynslu en alltaf þegar hún hamraði í krabban fór allt gumsið á mig, ég fékk löpp í ennið og allan vökvan í augun! Skemmtilega ógeðslegt! En Monica og Ramiro skemmtu sér frábærlega við það að hlægja af mér.
P.S.S Einn strákur bauð mér með sér í brúðkaup í næsta mánuði, ég er að pæla í að fara bara uppá flippið. 

Crazy host foreldar mínir. Monica ávallt með bjór í hönd og hvað er að frétta af þessum hatti?!
Ekki í lagi.
JÆJAAAAAA skóli á morgunn!
HASTA LUEGO!


Sunday, October 2, 2011

Somewhere on your journey don't forget to turn around and enjoy the view

"Here in Ecuador... " veit ekki hvað ég hef heyrt þessa setningu oft hérna.
Núna er ég búin með tvær skólavikur og so far elska ég skólann og krakkarnir eru æðislegir. Stelpurnar eru alveg búnar að taka mig undir sinn verndarvæng. Þær eru rosalega hjálplegar þegar kemur að spænskunni og bekkurinn í heild sinni er mjög lélegur í ensku (sem er gott) þannig það er einungis töluð spænska við mig nema í algjörum neyðartilfellum og miskilningum. Þær eru líka duglegar að skrifa niður latin-amerísk lög sem er must að ég kunni og láta mig fá DVD myndir sem ég verð að horfa á.  Þær sko halda mér upptekni.  Okei það að ég elska skólann er ýkja því að skólinn minn er frekar strangur og skólastjórinn er allstaðar. Samt þegar maður er komin inn í tímana er skólinn langt frá því að vera strangur ... stundum situr kennarinn bara og segir ekki neitt allan tímann og þá tölum við krakkarnir bara saman, stundum mætir kennarinn ekki og þá kasta strákarnir skólatöskunum sínum í hvorn annan og það er yfirleitt bara nokkuð gaman í þessum tímum.  Ég er algjörlega lost í flestum tímum nema stærðfræði og ensku haha ... ég skil flest í tölvutímum sem er svakalegt þar sem í tölvutímum í Verzló er ég aldrei með neitt á tæru! Ég þarf yfirleitt aldrei að gera neina heimavinnu (YAY) nema í ensku, host foreldrum mínum til mikils ama. Á þriðjudögum og fimmtudögum eru íþróttir og þá er ég ekki búin í skólanum fyrr en 15:30 sem er svakalega seint finnst mér, en samt þarf ég ekki að taka þátt í þessum íþróttatímum frekar en ég vil, ég og Sofie sitjum bara og horfum á og spjöllum við hina krakkana sem eru af einhverjum ástæðum ekki að gera neitt.
Það besta og versta við skóladaginn er skólarútan á leiðinni heim úr skólanum. Það tekur mig klukkutíma að komast heim úr skólanum útaf það þarf að skutla öllum krökkunum heim að dyrum og ég er ein af þeim síðustu sem fer út.  Þessi rútuferð er því frekar þreytandi því ég get ekki beðið eftir því að komast heim og úr skólabúningnum en það eru svo fyndnir strákar í þessari rútu að ég er alveg við það að fá six pack (er búin að hlægja svo mikið). Ég og Sofie erum saman í þessari rútu og við fáum yfirleitt alla athyglina. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessari rútuferð, ég þyrfi eiginlega að taka myndavél með mér einn daginn og taka video.  Allavegna þessir strákar eru yngri en við og eru yfir sig ástfangnir af okkur og tala mjög lélega ensku. dæmi: 

  • Your high is so crazy. -Ég held að hann hafi verið að tala um hárið á mér.
  • Hey Handsome! -Ég er ekki strákur :(
  • I love your face 
  • Diarration (niðurgangur) þeir taka bara spænska orðið og bæta -ation við það til að gera það enskt, annað dæmi: Permissation (Permission) Þetta er orðinn svaka húmor að bæta -ation við öll orð. Mikið hlegið.
Gæti talið upp endalaust af fyndnum dæmum...



En já ég ætla ekki að telja upp allt sem ég er búin að gera frá því ég bloggaði seinast heldur ætla ég að segja frá afmælisdeginum mínum. Ég varð 18 ára seinasta miðvikudag, 28. september. Ég vaknaði og gerði mig til fyrir skólann, ég var svoldið stressuð yfir því að foreldrar mínir mundu labba inní herbergið mitt syngjandi en sem betur fer gerðu þau það ekki. Ég var stressuð fyrir að yfirgefa herbergið mitt því ég vissi ekkert hvað biði mín niðri, en það var sem betur fer ekkert hræðilegt heldur bara egg og beikon :) Svo var haldið í skólann og neinei ég mæti alltof seint (mér að kenna) ég ætlaði bara að drífa mig beint í tímann sem ég átti að vera löngu mætt í en nei ég mátti það ekki, mér var fylgt inní einhverja spes stofu fyrir krakka sem mættu of seint. Þetta var svona eins og eftirseta eins og maður sér í bíómyndunum. Guð mér leið eins og svo lélegum nemanda.  En þar var einn bekkjarbróðir minn og sem betur fer svaraði hann öllum spurningunum frá kennaranum sem náði því ekki að hún þurfti að tala hægt við mig, en hann svaraði sem betur fer. Guð mér leið eins og svo miklum hálfvita. Svo þurfti hún endilega að spurja um eftirnafnið mitt og greyið strákurinn gat náttúrulega ekki stafað það þannig hún kom til mín og ég skrifaði það niður. Svo allt í einu varð hún reið og sagði eitthvað á spænsku og benti á munnin á sér. Ég bara hvað??! Ég er ekkert með tyggjó ! (Það er alltaf verið að skamma mig fyrir tyggjó) en þá var hún að meina að ég mátti ekki vera með gloss. Vandró.  Mér líkar ekki vel við þessa konu. En svo bættist annar bekkjarbróðir minn í hópinn og annar strákur og við þurftum öll að skrifa 15 línur um vináttu - svaka verkefni.  Svo byrjaði ókunnugi strákurinn eitthvað að spurja mig hvað ég héti og hvað ég væri gömul og svona. Ég sagðist vera 18 ára í dag og allir bara jeijjj og kossaflensið byrjaði og meira að segja leiðinlega konan muldraði Feliz Cumpleanos. Góð byrjun á deginum.  Svo í næsta tíma á eftir hitti ég bekkinn minn og þau mundu öll eftir afmælinu mínu og sungu öll hástöfum, kysstu mig öll og gáfu mér kort. Afmælissöngurinn hérna hjá nemendunum er miklu betri en á Íslandi, þau virkilega syngja, klappa, stappa fótunum og berja í borðin í takt við lagið.  Ég fékk ófá knús og ófáa kossa frá krökkum í skólanum þennan dag og meira segja frá einum kennara (óþæginlegt).
Eftir skóla fórum ég og Sofie heim til mín og skiptum um föt og fórum í Mall del Sol að hitta nokkra aðra skiptinema. Við vorum 6 saman og borðuðum pizzu og ís, mjög gaman. Rosalega þæginlegt að hitta hina skiptinemana hérna og gleyma því alveg hvar maður er og gleyma því alveg að allir eru að horfa á mann. Seinna um kvöldið fórum við heim og skiptum aftur um föt og fórum út að borða, sem sagt ég, Sofie og host foreldar mínir. Við fórum á Fridays þar sem við fengum okkur að borða, mjög fínt, live tónlist og læti. Þegar við vorum búin að borða fékk ég afmælissöng og afmælisköku. Þessi afmælissöngur frá stelpunum á Fridays ætlaði aldrei að enda og ÉG ÞURFTI AÐ DANSA (awkward dance) og svo réttu þær mér diskinn með kökunni á og ég bara Guð á ég að fara með andlitið í ofan í þessa litlu köku?!? (Það er hefð hérna í Ecuador að afmælisbarnið þarf að fara með andlitið í kökuna, haha) En svo tók ég eftir því að það var kerti á kökunni og ég bara guð á ég samt að fara með andlitið ofaní kökuna!? En þetta stundar panic var óþarfi þar sem enginn ætlaðist til þess að ég fari með andlitið í kökuna, sem betur fer. Ég hlýt samt að hafa litið út eins og hálfviti að stara á þessa litlu köku og setja hana nálægt andlitinu og pæla hvort ég eigi að láta vaða. 
Ó já ég gleymi að segja að daginn áður, þriðjudag hafði bekkurinn minn Pizza veilsu í tilefni afmælis míns og ég þurfti sko ekki að borga fyrir pizzuna! Sætt af þeim.


Ég man ekki hvað ég gerði á fimmtudaginn...greinilega ekkert mjög merkilegt. En á föstudaginn fór ég í skólann og eftir skóla var pool party sem Gina, "vinkona" okkar frá Ecuador bauð okkur í. Það byrjaði klukkan 3 um daginn en ég og Sofie mættum "Fashionably Late" eða um klukkan 5. Við mættum þarna bara tvær og þekktum engann nema Ginu, og við þekkjum hana nú ekki vel þannig við vorum bara frábært þetta á eftir að vera vandræðalegt.  Það fyrsta sem hún segir við okkur er "Stelpur komið þið að dansa" Við bara nei takk! (Dansarnir hérna eru allt örðruvísi en heima, það er ekkert nóg að hreyfa á sér hausinn og hendurnar maður þarf að hreyfa mjaðmirnar á kynþokkafullan hátt). Ég þurfti að beita kröftum til að hún næði ekki að draga mig út á gólfið. En allavegna við kynntumst krökkunum þarna og allir voru voðalega nice og skemmtilegir krakkar. Einn strákurinn sýndi okkur ipodinn sinn og hann var með lagið Little Talks með Of Monsters and Men ég var í sjokki!!  Ekvadorískur strákur  með íslenskt lag á ipodinum sínum! Seinna fórum við í sundlaugina, sumum var hent ofaní í öllum fötunum. En það var virkilega gaman í þessu party. Haha það var svo fyndið einn strákurinn kynnti sig fyrir mér sem Nicolas og ég bara já Herkúles? Hahaha en sem betur fer leiðrétti hann mig. Svo kölluðu strákarnir á annan strák og þeir kölluðu hann Hitler, ég bara guð en hræðilegt nafn, ekki heitir hann þetta? Þeir bara: "Nei, en þetta nafn er skárra en alvöru nafnið hans, hann heitir Gaynar í alvörunni." Ég var náttúrulega í sjokki og svo seinna um kvöldið byrja ég að tala við hann og ég spyr hann hvað hann heitir og hann segir Eynair. Og þá fattaði ég að vinir hans kalla hann bara Gaynar til að gera grín af honum. Ég byrja eitthvað að spurja til um nafnið hans og hann segir að þetta sé norskt víkinganafn. Þá segi ég honum að það sé til mjög svipað íslenskt nafn á Íslandi, Einar og ég skrifa það niður fyrir hann. Og hann bara þetta er nafnið mitt!!! Greyið heitir semsagt Einar en hann sjálfur kann ekki einu sinni að bera það fram, ég reyndi að kenna honum það -gekk ekki. Hann ber það fram Eynair og sagði að mamma sín geri það líka en ég sagði honum að það væri bara einn stór miiiiiiiiiiiiiskilningur og ég væri alveg til í að kenna mömmu hans að bera það fram. En amma Einars sá einhverja víkinga mynd og í enda myndarinnar þegar það var verið að sýna nöfn leikaranna sá hún nafnið Einar og fannst það svona gasalega fallegt ... þetta var pottþétt íslenskur leikari.  Krakkarnir í þessu party voru öðruvísi en hinir sem ég hef kynnst so far, þau voru öll í háskóla, mörg af þeim fóru sem skiptinemar, tala góða ensku og VITA HVAR OG HVAÐ ÍSLAND ER! Sumir voru bara "ohhhh svallt, mig hefur alltaf langað að koma þangað" eða "Oh mig langar svo að sjá norðurljósin" Flestir hérna vita ekki hvað Ísland er, þannig þetta var góð tilbreyting. Seinna um kvöldið fórum við nokkur saman á McDonalds og þar hittum við nokkra krakka úr skólanum, gaman að hitta vini sína einhverstaðar annarstaðar en í skólanum. Ég fékk svona "Vá ég virkilega á heima hérna".

Í gær, Laugardag fórum við með nokkrum bekkjarsystkinum Sofie í Parque Historico sem er ótrúlega flottur garður, dýragarður, plöntugarður og allskonar garður.  Þetta var dásamlegur dagur og krakkarnir voru svo ánægð að sýna okkur allt og útskýra allt. Það var geðveikt, virkilega góður dagur.

Sambúðin með host foreldrum mínum er enginn dans á rósum og þarf ég stundum að anda inn og út og telja upp á tíu og snúa mér í hring til þess að hafa þolinmæði til að hlusta á allt sem host pabbi minn segir. Hann talar rosalega mikið um ómerkilega hluti (enda kennari, haha) og stundum kemst ég bara ekkert að. Honum finnst mjög gaman að útskýra hluti og um daginn útskýrði hann fyrir mér að ég lyti öðruvísi út en allir aðrir í þessu landi, húðliturinn minn er öðruvísi og hárliturinn líka og þess vegna horfði fólk stundum á mig. Ég bara .... "hummm ég hef ekkert tekið eftir þessu, takk fyrir upplýsingar." En þau eru svakalega góð við mig og leyfa Sofie alltaf að koma heim með mér eftir skóla og það er mjög gaman að fara með þeim að versla í matinn enda má ég velja mér allt sem ég vil (ég samt held alveg ró minni mamma, engar áhyggjur)

Spurning með að láta þetta gott heita...
ADIOS 

P.S OMG ÉG FANN FYRIR JARÐSJÁLFTA NÚNA!!! er samt ekki í sjokki útaf ég er íslensk og ætla að halda kúlinu.
P.S.S þetta er annar jarðskjálftinn sem ég finn fyrir hérna - hinn var í skólanum, hélt líka kúlinu þar.

Tuesday, September 20, 2011

Meet me in a foreign land, treat me like I'm home.

Sæl,
Mánuður liðinn! Svakalegt, hinir mánuðirnir meiga ekki líða jafn hratt! Það er ótrúlegt hvað ég sakna íslenskunnar mikið, það er enginn í daglegum samskiptum sem ég get talað íslensku við. Ég bjóst ekki við að sakna hennar svona mikið en ég get ekki beðið eftir því að hitta íslensku krakkana og viðra íslensku tunguna.
Frá því ég bloggaði seinast hefur lífið hjá mér gengið upp en líka niður. 

Þriðjudagurinn; 13. september var mjög skemmtilegur dagur. Ég fór með Sofie niðrí bæ að kíkja á San Marino Mall - svakalega DÝRT og flott mall niðrí bæ sem ég hafði ekki skoðað áður. Í San Marino er búðin Mango sem Sofie elskar útaf lífinu og það var ótrúlega margt flott í henni.  Við ákváðum að fá okkur Pizza Hut að borða, enda er það frekar ódýrt hérna og mjög gott. Heyrðu var ekki bara tvær pizzur fyrir eina ef maður keypti stóra þannig við enduðum með tvær stórar pizzur! Alltof mikið fyrir okkur og ómögulegt að klára þetta en við sáum enga heimilislausar né fátækar manneskjur til að gefa afganginn (enda svo dýrt og flott mall) þannig restin fór í ruslið. Þegar Ali (USA) og Emma (Belgía) voru búnar í skólanum komu þær og hittu okkur og svo tókum við allar leigubíl saman heim. Það er eitt vandamál við að taka leigubíl fyrir okkur. Við meigum ekki taka gulu leigubílana, enda eru þeir rosalega hættulegir þannig við þurfum alltaf að hringja á einkabíl en þeir eru aldrei merktir þannig það er rosalega erfitt fyrir okkur að vita hvaða bíll er taxinn okkar! Við vorum búnar að hringja á bíl og búnar að bíða í nokkra stund þegar bíll stoppaði fyrir framan okkur, við hlupum að bílnum og ætluðum inn en svo föttuðum við (sem betur fer) að þetta var ekkert taxinn heldur bara bíll að leggja í stæði. Frekar ljóskulegt móment en einnig frekar hættulegt. Svo þegar greyið taxinn kom loksins spurðum við hann 100 sinnum hvort hann væri ekki pottþétt taxinn (ætluðum ekki að gera ljósku mistök aftur). Ég gisti hjá Sofie um nóttina og daginn eftir fórum við heim til Emmu og spiluðum spil við pabba hennar og svo kom Mathilde (Frakklandi) og við fórum allar saman á einhvern svona "Traditional Market". Það var huge markaður, með fullt af drasli og dóti, hræðilega ljótu en sumt var alveg ágætt. Við keyptum okkur allar einhvern svona Ekvadorískan klæðnað, sem við munum örugglega aldrei fara í en samt gaman til að eiga. (Mun setja mynd af mér í honum þegar ég klæðist honum).
Dagurinn eftir, fimmtudagurinn var svakalegur dagur.  Ég vaknaði snemma enda áttu foreldrar Sofie að ná í mig klukkan 8, nei nei þau komu hálf 8! Ég skil ekkert í tímanum hérna, fólk segir eitt en gerir svo bara það sem því hentar. Allavegna foreldrarnir hennar áttu að fara með okkur til sjálfboðaliða AFS hérna í Guayaquil til þess að sækja vegabréfin okkar. Á leiðinni stoppaði pabbi hennar bílinn fyrir framan eitthvað risastórt forljótt hús sem ég komst svo að að væri einhver svaka kaþólskur stúlkna skóli (martröð mín að fara þangað). Sofie hvíslaði að mér að hún hefði áhyggjur af því að foreldar hennar ætluðu að reyna að senda hana í þennan skóla, ég bara  nei, nei það getur ekki verið engar áhyggjur. Við enduðum á því að fara á vinnustað foreldra hennar og hengum þar í rúman hálftíma. Pabbi hennar hringdi eitthvað símtal og sagði okkur svo að kaþólski skólinn væru með tvö laus pláss fyrir okkur!! Ég hélt að það ætlaði að líða yfir mig. Svo kom sjálfboðaliðinn til okkar með vegabréfin og við reyndum að segja henni að við vildum alls ekki fara í þennan skóla en henni var alveg sama. Við fórum öll í bíl á leið á fund með skólastjóranum úr kaþólska skólanum, á leiðinni tók ég örugglega eitthvað vægt taugaáfall og hrindi í mömmu mína á íslandi með tárin í augunum og kökkinn í hálsinum og bað hana vinsamlegast um að senda mig ekki í þennan skóla. Ég hef aldrei verið jafn þakklát fyrir íslenskuna og að hin í bílnum skildu ekkert í því sem ég var að segja (ég var að blóta þeim í sand og ösku). Reyndar tóku þau eftir því að ég var í upnámi og spurðu mig á endanum afhverju ég og Sofie værum svona leiðar. Ég laug því að mamma mín hefði verið að hringja og segja mér að afi minn væri á spítala (Guð sé lof að hann er það ekki) en Sofie laug því að hundurinn hennar  í Belgíu hafi þurft að fara í aðgerð. Örugglega verstu lygar 2011!! Fundurinn með skólastýrunni gekk svona rosalega vel; ég var að sms-ast á fullu við host-mömmu mína og biðja hana um að bjarga mér og Sofie á fullu að tala við mömmu sína í Belgíu. Við komum pottþétt ekki fyrir sem góðir nemendur enda var það alls ekki ætlunin okkar. Eftir fundinn fengum við loksins að fara heim til mín og róa okkur niður. Host-mamma mín hringdi beint í skólann sem við vildum fara í (Moderna -venjulegur menntaskóli og skólinn minn í dag) og við fengum strax inngöngu og fengum fund með skólastjóranum daginn eftir! Og því var vandamálið leyst. Mikil gleði. Þetta var þó lognið á undan storminum því um nóttina varð ég rosalega veik, fékk einhverja matareitrun eða einhvern slæman magavírus og svaf í eina klukkustund. Eins mikið og mig langaði ekki að standa fram úr rúminu og fara í sturtu hafði ég ekkert val því LOKSINS, LOKSINS var búið að finna fyrir mig skóla og ég mátti ómögulega missa af fundinum með skólastjóranum.  Fundurinn gekk ágætlega þar sem ég notaði alla mína orku í að einbeita mér að því að æla ekki á borðið hjá skólastjóranum. Það hefði pottþétt eyðilagt möguleika mína á að komast inn.  Ég gat valið hvað ég vildi læra og ég valdi Sociales/Félagsfræði -nokkurn veginn það sama (samt ekki) og það sem ég er að læra í Verzló. Eftir fundinn þurftum við að fara beint og kaupa skólabúninginn: Pils, sokkar, skór, bolur = 100$ og svo íþróttaskólabúninginn: Nærbuxur (eða ég hef reyndar ekki hugmynd um hvað þetta er), buxur, stuttermabolur, skór = 100$ = næstum 20.000 íslenskar. Það var svo sárt að eyða öllum þessum peningum í svona ljót föt. (Killing me softly)
Maginn og magakveisan versnaði bara eftir því sem leið á daginn og klukkan 4 átti ég að fara í rútu með öllum skiptinemunum á mínu svæði á ströndina þar sem við ætluðum að vera yfir helgina á hóteli. Nei, nei ég komst náttúrulega ekki með heldur var fárveik upp í rúmi.  Host foreldrar mínir voru þó virkilega góðir við mig og færðu mér meðöl og kjúklingasúpu uppí rúmmið. Loksins á sunnudaginn leið mér betur en samt þarf ég ennþá að passa mig hvað ég borða.

Við tilbúnar fyrir fyrsta skóladaginn, takið eftir tattoo-inu (plástrinum) mínu á handleggnum.
FYRSTI SKÓLADAGURINN, POR FIN!
Mánudaginn 19.september var fyrsti skóladagurinn minn! Ég vaknaði snemma, enda byrjar skólinn klukkan 7!! Og fór með foreldrum mínum á fund með skólastjóranum, foreldrum Sofie og henni sjálfri auðvitað. Þar fengum við upplýsingar um allt og alla, en allt auðvitað á spænsku þannig við skildum náttúrulega aldrei allt sem hann sagði. Allt í einu byrjaði hann að tala um að það væri eitthvað vandamál varðandi mig.  ÉG BARA HVAÐ?? og þá var hann að meina tattoo-ið mitt. Ég bara "hvaða TATTOO?" Gamli var þá bara að tala um ljósbláa - Disney PLÁSTURINN minn sem ég var með á hendinni, en ég sannaði fyrir honum að þetta var nú bara saklaus plástur. Enginn ástæða fyrir að skapa eitthvað drama útaf Disney plástri... Hann fyldi okkur svo í stofurnar og ég ætla ekki að ljúga en vá hjartað sló nokkuð hratt. Það voru greinilega frímínútur eða eitthvað því á meðan við löbbuðum að stofunni störðu bókstaflega 400 augu á okkur. 
Ég og Sofie erum ekki saman í bekk enda er hún að læra vísindi eða eitthvað og ég er að læra félagsfræði, samt einhverra hluta vegna blandast bekkirnir okkar saman í yfirleitt tvo tíma á dag og þá erum við saman í tíma. Við vorum saman í fyrsta tímanum okkar, sem betur fer og það var enska. Krakkarnir voru frekar feimnir við okkur fyrst, kennarinn hvatti þau til að spurja okkur spurninga  á ensku en þau þorðu því ekki. Næsti tími á eftir var með bekknum mínum, sem sagt félagsfræðibekknum. Ég veit í rauninni ekkert hvaða tími þetta var, jú bókmenntir/listir held ég. Kennarinn þar tók vel á móti mér og kynnti alla krakkana, mér brá heldur betur í brún þegar hún kynnti einn strákinn sem hét Juan Carlos og benti svo aftur og kallaði hann "The fat one" útaf því hann var svoldið búttaður -svo hló hún einhverjum svaka hrossa hlátri. Mig langaði bara að standa upp og faðma greyið strákinn og segja honum að hann væri bara ekkert feitur, en þetta er greinilega eðlilegt hérna. Ein stelpa, Diana labbaði upp að mér og bauð strax fram aðstoð sína og sagði að ég mætti alltaf leita til hennar ef mig vantaði hjálp, ég bara vá takk! Ég skildi lítið sem ekkert í tímunum allan þennan dag en sumir tímar voru mjög afslappaðir, og í sumum gerðum við ekkert! Ég spjallaði mikið við bekkjarfélagana mína og þau voru öll mjög almennileg og mjög áhugasöm. Ég þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því að vera ein eða neitt svoleiðis því það var alltaf að minnsta kosti ein manneskja við hliðina á mér eitthvað að tala við mig eða leiðbeina mér. Ég sýndi þeim íslenska/spænska orðabók og orðin sem þeim fannst áhugaverð voru : "feitur sníkill". Svo kom hádegið og stelpurnar buðu mér strax að setjast hjá þeim ég gerði það en fór svo að finna Sofie. Hún var eins og ég, umvafinn krökkum og ég spjallaði aðeins við þau en svo fórum við og keyptum okkur að borða. Þá vorum við bara tvær og vorum í vandræðum með hvar við ættum að sitja...það vandamál varði í heilar 3 sekúndur því svo var kallað "Stefania sit here!" Ég fór líka í tölvu tíma, mjög spes tími þar sem við áttum að láta nöfnin okkar fljúga um tölvuskjáinn, þau spurðu hvað við lærum í tölvutímum á Íslandi og ég sagði, ritun, excel, word og allt það og þau bara "Já við erum búin að læra það, það er svo basic". Ég held nú ekki.
Ég og Sofie áttum einn tíma saman eftir hádegi, það var tíminn "American History". Kennarinn í þeim áfanga er víst þekktur fyrir að vera hundleiðinlegur þannig krakkarnir nenntu ekkert að taka eftir heldur spjölluðu bara við okkur allan tímann.  Kennarinn skrifaði svona 20 spurningar á töfluna, enginn leit upp til að skrifa þær niður og svo sagði hann okkur að þetta væri heimavinnan að svara spurningunum og allir bara "Já ekkert mál (glætan)". Þessi sami kennari bað okkur svo um að kynna okkur, og ekki á spænsku né ensku heldur á okkar "Mother Tongue" ég bara ekkert mál og kynnti mig á íslensku og svipurinn á þeim breyttist svakalega þegar ég byrjaði að tala. Sofie kynnti sig á flæmsku og ótrúlegt en satt gat ég skilið allt sem hún sagði. Ég er greinilega að læra tvö tungumál hérna; spænsku og flæmsku.
Það er öruggt að segja það að ég lærði nákvæmlega ekkert í neinum tíma nema, NEMA í stærðfræði og nei nei voru þau ekki að byrja að læra Jónas regluna - Regluna sem ég er búin að vera að læra síðustu tvö ár í Verzló. En allt í lagi að rifja hana upp þar sem ég var hvort eð er búin að gleyma henni. Haha. Í hinum tímunum einbeitti ég mér að því að reyna að skilja eitthvað sem kennarinn sagði, eða allavegana reyna að fatta í hvaða tíma ég var í og hvað þau voru að læra en svo byrjaði ég bara að skrifa bréf til að senda heim til Íslands. Klukkan 14.30 var skólinn búinn og þá tók við 45 mínútna skólarúta heim, þar sem nokkrir krakkar fara saman í rútu og okkur er skutlað heim, alveg upp að dyrum. Sumir krakkarnir búa í svakalegum villum, ég er ennþá í sjokki!! Ég held að það sé samt öruggt að segja að þennan eina dag lærði ég meira í spænsku en alla hina dagana sem ég hef verið hérna! 

Í dag, þriðjudag fór ég ekki í skólann útaf því að ég þurfti að fara í útlendinga efirlitið og fá einhver mikilvæg gögn en á morgun er skóladagur þannig ég þarf að vakna eldsnemma - sem betur fer skutla host foreldrar mínir mér í skólann á morgnanna kl. 7 því pabbi minn vinnur  rétt hjá. Ef ég þyrfti að taka skólabílinn þyrfti ég að taka hann 6:00 eða líklegast fyrr. Hræðilegt.
En jæja best að fara í háttinn núna því eftir skólann ætlum við skiptinemarnir að hittast í bænum þannig ég á langan dag fram fyrir höndum. Ég ætlaði að hafa þetta blogg stutt en .... greinilega ekki.

ADIOS

P.S ég gæti drepið fyrir nammipoka úr Nammilandi! :(
P.S.S Sakna allra heima
P.S.S.S NÆSTA BLOGG VERÐUR STYTTRA!