Hæ.
Ég lenti í svaka atviki á miðvikudaginn í síðustu viku. Við vorum á leið heim úr skólanum í skólarútunni og ég, Sofie og mest pirrandi stelpa í heimi sem ég gjörsamlega þoli ekki og einhver strákur vorum ein eftir í rútunni. Við áttum bara eftir að keyra kannski í 5 mínútur þangað til að við værum komin heim til mín. En allt í einu byrjuðum við að taka eftir því að öll umferð var stopp og slökkviliðsbílar út um allt. Vegurinn sem við vorum á er mjög hættulegur, það eru bara tvær akgreinar en þær eru alltaf fulltaf af risastórum flutningabílum, eiginlega stórhættuleg gata. Allavegana allir bílarnir voru í kássu saman, allir að reyna að komast áfram en það var svo mikið af bílum og allt stopp að það var ekkert hægt að gera. Sumir voru byrjaðir að yfirgefa bílana sína og labba eða hlaupa eitthvað í burtu ... við skildum ekkert afhverju. Pirrandi stelpan, (hún heitir víst Amanda) byrjaði að fríka út og svo byrjaði hún að grenja. Við komumst svo að því að tveir flutningabílar höfðu klesst á hvorn annan og annar þeirra var að flytja bensín og sá bíll hafði oltið á hliðina. Þess vegna voru slökkviliðsbílar því það voru allir svo hræddir um að hann myndi springa. Þessar upplýsingar hjálpuðu ekki til við að róa Amöndu niður og hún var byrjuð að hágrenja og þá kom sér vel að kunna orðin "róleg" og "þeigiðu" á spænsku. Konan sem var að keyra skólarútuna komst ekkert áfram auðvitað og sagði okkur að byrja bara að labba heim, það væri öruggara en að vera hérna. Þannig við byrjuðum að labba meðfram veginum - oh my lord það var svo heitt og við vorum að deyja úr hræðslu. Fullt af fólki að labba og menn í bílunum að flauta á okkur og sumir að reyna að tala við okkur og við bara í skólabúningunum okkar. - Frekar auðveld skotmörk. Svo keyrði pallbíll að okkur löturhægt með fullt af mönnum á pallinum, allir með klúta fyrir öllu andlitinu nema augunum. Við stóðum öll stjörf af hræðslu þegar þeir stoppuðu bílinn beint fyrir framan okkur og löbbuðu úr bílnum. SHIT á þessari sekúndu var ég bara "ok stefania þú munt verða rænd núna, búðu þig undir það". En til allrar hamingu þá gerðu þeir ekkert, við færðum okkur nær götunni og löbbuðum á ljóshraða frjamhjá þeim, þeir eltu okkur í smá stund en svo fóru þeir. Guð sé lof. Eftir þetta ákváðum við að byrja að syngja restina af ferðinni og auðvitað var Justin Bieber fyrir valinu og þá kom það í ljós að strákurinn sem var með okkur er forfallinn JB aðdáandi. Þegar við áttum bara eftir að labba smá spöl í viðbót kom konan loksins á skólarútunni og skutlaði okkur heim og upp að dyrum. En það að fara út fyrir mitt lokaða hverfi sem ég bý í, sem er girt með rafmagnsvír og verðir útum allt er ekkert grín, það er eiginlega stórhættulegt. Seinna um kvöldið keyrðum við framhjá klesstu vörubílunum og það var hræðileg sjón, bílstjórinn hefur allavegana ekki lifað þetta af. :/ en enginn sprenging þannig það var gott.
Y que más ? ... Seinustu tvær helgar höfum ég og Sofie tekið því frekar rólega bara, reynt að eyða tíma með host foreldrum en slappa af líka. Við fórum í suðurhluta borgarinnar þar seinustu helgi og fórum á veitingastað sem selur mjög típískan mat = sjávarréttir + HRÍSGRJÓN + BANANAR (oj) + BAUNIR (oj). Mér finnst þessi matur ekki uppá það marga fiska ... mér finnst samt Pescado (ferskur fiskur) nokkuð góður, með miklum lime-safa ofaná og ferskum appelsínusafa. Pabbi eldar samt betri fisk heima! Host foreldar mínir sögðu okkur að sumir í skólanum okkar og sumir krakkar sem búa í Samborondon (stórt úthverfi Guayaquil borgar) hefðu jafnvel aldrei komið í þennan hluta borgarinnar. Svakalegt. Samborondon er frekar ríkt hverfi, og ég hef heyrt fólk segja að fólk sem býr í Samborondon yfirgefur yfirleitt ekkert Samborondon. Vá gaman hjá þeim. Við tókum samt eftir því að þarna horfði fólk miklu meira á okkur, þau yrtu á okkur og sumir reyndu að tala við okkur. Fyndið hvað það er mikill munur á borgarhlutum.
Á þriðjudeginum fórum við ekki í skólann. Það voru tvær ástæður fyrir því Nr. 1: Við nenntum ekki. Nr. 2: Sofie þurfti að senda eitthvað mikilvægt bréf til Belgíu. Við sváfum út og tókum svo leigubíl downtown, sendum bréfið og gátum gert það allt alveg sjálfar (stoltar). Við settumst niður á næsta McDonalds stað og fengum okkur að borða og lærðum spænsku. Henry frá USA sem fór heldur ekki í skólann af einhverjum ástæðum kom svo til okkar og við löbbuðum um borgina en enduðum svo aftur á McDonalds (samt ekki til að borða) og spjölluðum restina af deginum. Henry er frekar klár miðað við að vera frá Bandaríkjunum, dæmi: Við vorum að tala um Kristófer Kólumbus og spænsku nýlendurnar og vorum að nudda því í andlitið á honum hvernig Evrópubúar höfðu byggt Bandaríkin upp. Og Sofie sagði eitthvað um að Kristófer Kolumbus hafi komið fyrstur til Ameríku en Henry leiðrétti hana og sagði að það hafi verið "Leif Eirkisson". Nokkuð gott hjá honum finnst mér, ég gaf honum vel verðskuldað high 5.
Ég er búin að komast að því að það er eitthvað mikið að skólanum mínum. Það er gert nákvæmlega allt NEMA að læra. Fyrst þegar ég byrjaði í skólanum hélt ég að það væri bara einhver þema vika eða eitthvað svona sérstakt. Neinei hver einasta vika er þemavika.
Fánadagurinn: Allir nemendur þurfa að æfa sig að kyssa fánann í 3 daga og svo er athöfnin.
Íþróttavikan: Syngjum þjóðsöngin 5 sinnum og bjóðum öðrum skólaliðum að keppa í íþróttum í skólanum okkar. Svaka formlegt, klappstýrur og læti. Það var samt ekki ætlast til þess að nemendur horfðu á leikina (bara ég&Sofie af því við erum ... hvítar ?).
Nótt stjarnananna: Leiksýning sem heil vika fór í að undirbúa. Þeir sem voru að leika í sýningunni fengu að sleppa öllum tímum en við hin föndruðum á meðan fyrir sýninguna (halló er ég 4 ára?). Sýningin var svo um kvöldið seinasta fimmtudag, það var skyldumæting og sem betur fer nefndi það einhver við mig 40 mínútum fyrir mætingu að það væri "semi formal klæðnaður". Ég sem var tilbúin að fara í gallabuxunum mínum. Allavegana við dressuðum okkur semi formal upp og mættum svo í skólann, þar tóku englar, dísir með vængi og trúðar á móti okkur. Nemendurnir sem voru mættir voru svakalega fínir, stelpurnar í kjólum og himinháum hælum og foreldrar þeirra líka í spari dressinu. Ég og Sofie hlupum næstum því heim. En svo mættu fleiri sem voru ekki alveg jafn fínir þannig okkur leið betur. Þessi leiksýning fór fram á ensku ... við skildum ekkert. Samt frekar skemmtilegt kvöld og gaman að sjá krakkana og vera séð í einhverju öðru en þessum blessaða skólabúning.
Labba og flytja ljóð: Þessi skólavika var bara 2 dagar en það skiptir greinilega ekki máli hversu stutt vikan er. Í þessari viku var hálfur bekkurinn minn fjarverandi og þegar ég spurði hvar þau væru þá var svarið "þau eru að labba og flytja ljóð" Ég spurði ekki frekari spurninga.
Vísindahátíð: Krakkarnir áttu flestir, samt ekki allir að finna uppá einhverju sniðugu til að kynna og svo voru þau með bás og kynntu efnið sitt. Allir í sem ég þekkti í skólanum (þar á meðal Sofie) voru að kynna sitt efni þannig ég var algjörlega lost og ein á báti - en ég labbaði á milli bása og þóttist hafa áhuga á því sem þau voru að segja þó að ég skildi í rauninni ekki neitt - en það voru flestir í búningum þannig það var bara gaman að skoða þá.
Skólinn minn er svo hræðilega metnaðarfullur fyrir öllu nema lærdómi. Ég er samt pottþétt að gleyma einhverju þema, og svo þurfa þau líka að mæta í skólann á laugardögum en ég nenni því nú ekkert ; ) oooooog já ekki má gleyma því að í byrjun einhverns dag í hverri viku er þjóðsöngurinn sunginn og eitthvað annað lag líka og saga Ecuadors er rifjuð upp í smáatriðum. Guð það er hræðilegt að sitja á jörðinni að hlusta á þetta á meðan sólin skín sitt skærasta. Ég er ekki alveg komin með þjóðsöngin á hreint ... en allt að koma held ég. Kann "Gloria ti, gloria ti" sem kemur sem betur fer frekar oft fyrir í laginu. Ég held samt að það sé staðfest að Ísland á versta þjóðsöng EVER. Krakkarnir í skólanum báðu mig um að syngja hann um daginn -ég hélt nú ekki. Er ekki mikið í óperunni og kann bara eitt vers eða eitthvað.
Henry átti afmæli seinasta fimmtudag og til að halda uppá það fórum við flest allir skiptinemarnir hérna í Guayaquil á skemmtistað, það var Halloween þema. Ég og Sofie fórum sem Gringas (Hérna kalla okkur allir gringas - sem er orð sem þau nota yfir fólk frá Bandaríkjunum = móðgun við okkur. Við leiðréttum þau alltaf með að segja að við séum Evrópskar). Emma og Mathilde voru dressaðar upp sem vampíra og zombie og Henry sjálfur var Evrópubúi. Frekar fyndin tilviljun. Allavegana við skemmtum okkur konunglega þetta kvöld, virkilega gaman hjá okkur verð ég að segja!! Frekar fyndið að Tobias frá Þýskalandi, hávaxinn og ljós yfirlitum er svakalega vinsæll meðal kvenmannana hérna, ég á ekki til orð. Þær hópuðust í kringum hann, hann var eins og segull -svipað er með mig hérna.
Nei djók. Róum okkur.
![]() |
Hermanas |
- Kærustunum mínum fer bara fjölgandi. Ég ræð gjörsamlega ekkert við þetta, frekar kjánalegt en eins og ég sagði í síðasta bloggi þá er þetta lúmskt gaman. Sérstaklega þegar ég fæ baknudd ;) Þeir biðja mig um kossa hægri vinstri og ég hef lent í svo asnalegum og kjánalegum atvikum að ég mun ekki einu sinni blogga um þau.
- Ég er byrjuð að taka eftir jólaskreytingum á nokkrum húsum hérna ... það er bara eitthvað svo mikið rangt við þetta veður og jólaskraut. Ég verð að viðurkenna að ég hlakka ekki til jólanna, ég held að þetta verði aðeins of skrýtið fyrir mig, en upplifun samt sem áður.
- Ég er kölluð Gordita hérna og Gorda þýðir feit! Ég var í sjokki þegar ég heyrði þetta en er rólegri eftir að hafa heyrt útskýringu á þessu frá mörgum aðilum; hérna í Ecuador segja strákar gordita við kærustur sínar og þetta hefur merkinguna; elskan, sæta eða eitthvað álíka og er álitið sem hrós. Eins gott kv. Another Fat Student.
- Ég er búin að komast að því að orðabókin mín er fínasti koddi.
Jæjaa, vamos a ver. Ég er komin í vetrarfrí í skólanum mínum og við fjölskyldan ætlum að fara til Quito, höfuðborgarinnar og skoða aðrar fallegar fjallaborgir í leiðinni. Ég get ekki beðið eftir að sjá eitthvað annað en Guayaquil crime city. Þetta er held ég 8 tíma keyrsla eða eitthvað, þannig ég er að hlaða ipodinn (ég er nokkuð viss um að host pabbi minn mun vera með munnræpu alla leiðina, eins og alltaf). Ég er að vonast til þess að geta hitt Jönu, Arnar og Sigrúnu (íslensku skiptinemana í Quito) og vonandi Margréti líka í fríinu. Það væri geggjað, ég þrái að tala íslensku og það væri svo gaman að bera saman sögur.
![]() |
Fallega Quito. |
Ég reyni að taka einhverjar myndir á ferðalagi mínu, oft þegar ég er eitthvað að stússast í Guayaquil er of hættulegt að taka myndavélina með ef henni yrði rænt, sem er frekar ömurlegt.
En jæææææææææja.
Sólríkar kveðjur frá Suður Ameríku!
-Stefanía
P.S. Talaði við litla bróður minn Hendrik á Skype um daginn. Úffff hvað ég sakna hans. Og hann sagði "koma, koma". Mig virkilega langaði að koma heim í smá stund. Ég kvaddi hann svo og sagði love you og þá heyrðist í honum "lou lou". Ohhhh litla krúttið.
P.S.S
![]() |
Varð bara að sýna ykkur þennan random sólbruna. |
Skemmtó blogg.
ReplyDeleteOK ég er eftir mig að sjá þennan sólbruna what is this!!! I don't even.
Óregla í landinu er kannski út af því að skólakerfið er svona afskaplega frábært...hóst
Tilviljun með GRINGOOOO en ég spurði um það í spænskutíma í gær!! Bara svona því miður hefur alveg heyrt það áður en S-Ameríkanar kölluðu bandaríska hermenn það back in the days og sögðu alltaf green go home, svo festist bara gringo við sem "niðrandi" orð til útlendinga, en þú veist jájá..
ÞÚ ERT SNILLD og læk á jólagleðina kv ein í jólaskapi
savner dig og jeg håber du har det godt i Quito.
Yndislegt!
ReplyDeleteÉg hló af því þið fóruð ekki í skólann því Sofie þurfti að senda bréf, frábært alveg hreint!
Þú ættir svo bara að skella þér á fund með Inga um leið og þú snýrð aftur á klakann og fá hann til þess að taka Equadorska skólakerfið til fyrirmyndar. Ég persónulega hefði ekkert á móti því að fá tækifæri til þess að leyfa öðrum að heyra mína gullfallegu söngrödd við söng þjóðsöngsins í bláa sal every once in a while. Að labba og flytja ljóð hljómar einnig alveg gífurlega vel.
Býst við því að tilfinning þín þegar drengurinn minntist á Leif Eiriksson hafi verið svipuð og þegar þú heyrðir á hann minnst í lagi hérna í denn
http://www.youtube.com/watch?v=HLUX0y4EptA
Good times!!
Skemmtu þér á ferðalaginu elskuleg
miss you
xx
ÉG ER Í SJOKKIIII !!!! þú hefðir getað lent í taken veseni !! (góðar minningar frá café paris hahah) en ómægat þessir gaurar sem eltu ykkur !!! hvað voru þeir að gera?? voru þeir með byssur? ég er í sjokki ! aldrei fara þangað aftur !
ReplyDelete"Henry leiðrétti hana og sagði að það hafi verið "Leif Eirkisson". Nokkuð gott hjá honum finnst mér, ég gaf honum vel verðskuldað high 5." hahah yeaaah buddy !
Fánadagurinn: Allir nemendur þurfa að æfa sig að kyssa fánann í 3 daga og svo er athöfnin.
er þetta fólk einhvað snarvangefið???
ohhh láttu mig þekkja það að þurfa að slökkva á ipod til að vera ekki donaleg við þann sem er að tala....ég gef þér alla mina samuð, vonandi nærðu að hlusta e-ð á ipodinn haha
og hey ég skal tala við þig íslensku á skype :D láttu mig bara vita hvenær þu hefur næst tima :D
er farin að sakna þin alveg rosalega :(
Gaman að lesa skrifin þín mín kæra. Ævintýri líkast allt saman. Knús á þig og farðu vel með þig.
ReplyDeleteanna lilja og kó