Tuesday, February 21, 2012

If I can make it here I can make it anywhere

Sæl verið þið.
Eins og þið sjáið er ég ekki alveg nógu æst í að blogga eins og í byrjun, enda þá var allt svo svakalega framandi, núna er þetta orðið heimili mitt þó að ég fái auðvitað ennþá smá sjokk við og við.
Húsið mitt sem lyktaði svo skringilega, lyktar ekki lengur og allt er eitthvað svo þæginlegt. Monica og Ramiro eru mestu yndin, er nokkuð viss um að ég hefði ekki getað verið heppnari með fjölskyldu. Það er eins og þau verða bara betri og betri, samband okkar sem var styrt í byrjun er núna mjög afslappað. 
Ég er mjög heppin með það hvað þau eru opin, þau eru ekki svona hræðilega kaþólsk, þau eru frekar nútímalegir foreldar; ég er ekki með útivistartíma eða neitt svoleiðs. Fyndið, Ramiro bankaði á hurðina mína kl 7 einn morguninn til að gá hvort ég hefði komið heim kvöldið áður....ég bara lol já fyrir löngu.

Ætlaði að hafa þetta blogg video blogg en ég er ekki í stuði fyrir að tala (ótrúlegt en satt) þannig þetta verður að duga.

Ég er með alveg hræðilega góðar fréttir! Helvítis grillos, þarna fljúgandi kakkalakkarnir sem ég sagði frá í seinasta bloggi og voru að gera lífið mitt hræðilegt - eru næstum farnir! Þeirra árstíð er búin, það eru einhverjir örfáir eftir en ekkert í líkingu við það sem var. Jesús almáttúgur. Einu sinni kom ég heim um kvöld og leit út um stofugluggann og á húsveggnum voru svona án djóks 100 grillos, ég var að pæla í að taka mynd en gerði það ekki, vil ekki eiga neina minningar af þessu.  Ég fór svo uppí herbergið mitt þetta sama kvöld og host pabbi minn fór í gegnum allt herbergið áður en ég labbaði inn, og drap það sem þurfti að drepa. -hann gerði það alltaf áður en ég labbaði inn í herbergið, og opnaði alltaf útidyrahurðina þannig ég gat hlaupið beint inn í hús úr bílnum án þess að eitthvað ógeð myndi hoppa á mig.  -Hann er engill.  Ég held að ég hafi staðið í svona 30 mínútur og horft á rúmmið mitt áður en ég þorði loksins að setjast í það.  Ég svaf ekkert þessa nótt og var hænuskrefi frá því að spurja hvort ég mætti sofa uppí hjá host foreldrum mínum hahaha. Ég held án djóks að ég hafi verið á barmi taugaáfalls!  Það er ekkert hægt að sofa þegar maður veit ekki hvað eru margir kakkalakkar inni hjá manni, og svo komast þeir inn þegar þeir vilja og það versta er að heyra þá reyna komast inn, labba upp gluggann (þeir komast inn í samskeytunum) og detta svo en reyna svo aftur. Ömurlegt líka að koma heim (þegar ég var ein heima) og finna alltaf bara einn kakkalakka undir koddanum, annan undir lakinu og einn í sturtunni. Agalegt, ekki hægt að venjast þessu. En ég er rosalega ánægð að þetta tímabil sé búið. Þetta voru erfiðustu 4 vikur í lífi mínu (í fullri alvöru).  Monica sagði mér áðan að henni hefði ekki komið á óvart ef ég hefði byrjað að pakka niður í tösku. En ok það eru bara bjartir tímar framundan þar sem þetta tímabil er búið.

Að skemmtilegri hlutum úr daglegu lífi mínu, hitt og þetta sem mér dettur í hug:
-Ég fór með fjölskyldunni í 15 ára afmælisveislu um daginn. Það var mikið talað um þessa veislu mörgum dögum áður og ég komst að því afhverju þegar ég mætti í veisluna. Monica var í sínu fínasta pússi og Ramiro í jakkafötum. Veislan byrjaði kl 8 en við mættum klukkan 11 (mjög Suður Amerískt að mæta svona seint). Allur dagurinn fór samt í undirbúning fyrir þessa veislu, við fórum snemma á fætur og fórum niðrí bæ til að leita af einhverju til að fullkomna dressið hennar Monicu. Monica þurfti svo að fara í skólann sinn og ég og Ramiro áttum að nota tímann og leita af einhverri pínulítilli tösku sem passaði við kjólinn hennar .... já nei við fundum ekki þessa tösku, heldur rúntuðum um borgina, fórum á veitingastað og í bíó og fullt meira, voða næs. En já aftur að veislunni. Veislan var haldin í einhverjum svaka sal, og hann var allur skreyttur með blómum og myndum af afmælisbarninu. Afmælisbarnið, 15 ára var í hvítum brúðarkjól með kórónu ef ég man rétt og það var auðvitað brúðarterta líka. Ég fékk vægt sjokk þegar ég labbaði inn í salinn, enda fullt af fólki allir svaka vel dressaðir. Það fyrsta sem ég hugsaði var bara "ekki segja mér að ég þurfi að kyssa allt þetta fólk" -sem betur fer þurfti ég bara að kyssa svona 20 manns.  Ég var búin að vera í veislunni í svona 3 mínútur þegar 3 ungir, mjög sætir strákar, mjög asnalega klæddir - augljóslega skemmtikraftar labba inn og labba strax í áttina að mér.  Ég bara fokk, ekki eru þeir að koma til mín, og svo bara nei það getur ekki verið. En jújú... einn ætlaði bara að rífa mig upp úr stólnum til að dansa en ég bara nei, nei ég vil ekki. En hann hætti ekki að reyna og ég bara nei!!! það var ekki að virka þannig ég bara MONICA HJÁLP!!!!! og hún bara sorry þú verður að fara. Þá varð ég pirruð og meira segja setti upp "my angry face" en það virkaði ekki þannig ég þurfti bara að gjöra svo vel að fara með þessum pilti að dansa fyrir FRAMAN ALLA. Sem betur fer kom svo fleira fólk á gólfið en ég hélt á tímapunkti að það ætlaði að líða yfir mig úr vandræðaleika. 
-Fyndið líka að ég sagði host foreldrum mínum að mig vantaði sokkabuxur til að vera í við kjólinn og þau bara já ekkert mál! Og við fórum spes ferð að kaupa sokkabuxur og þau keyptu handa mér 8 pör!! Eitt hefði verið nóg sko, en samt krúttlegt hvað þau taka öllu svona alvarlega.
-Ég og Sofie fórum einn föstudaginn með Javier (fyndni strákurinn sem sagði við Sofie "You're boring" - í seinasta bloggi), Jean Pierre og Randy heim til Randy.  Jean Pierre er í skólanum okkar, þannig höfum alveg hitt hann oft, hann hringdi í okkur bara "please nenniði að koma gera eitthvað skemmtilegt!" ég og Sofie bara ok jújú. Við fórum heim til Randy, sem við vorum að hitta í fyrsta skipti. Hann á heima í húsi sem er HUGE. Við spjölluðum saman heillengi, fyndið samt Jean Pierre var svo eftir sig eftir eitthvað próf sem hann tók fyrr um daginn þannig hann sofnaði bara, skil ekki afhverju hann var þá svona æstur í að sjá okkur. En Javier, það eru ekki til orð yfir það hvað hann er fyndinn, það er ekki hægt að lýsa því. Ég held að hann sé fyndnasti strákur sem ég hef hitt (meira að segja fyndnari en Hjörvar - vissi ekki að það væri hægt). Allavegna við vorum heima hjá Randy alveg langt frá á nótt.  Við gistum svo hjá Sofie um nóttina.  Beatriz, host mamma Sofie var nokkrum dögum áður búin að bjóða henni með sér í eitthvað háskólaparty, þar sem hún er yfirkennari með öllum nemendum hennar. Sofie bauð mér með og ég bara jájá afhverju ekki, það átti sem sagt að vera klukkan 10 á laugardagskvöldið sagði hún mér.  Klukkan 9:30 laugardagsmorguninn kemur Beatriz inní herbergið þar sem ég og Sofie sváfum og bara "STELPUR VAKNIÐI VIÐ ERUM AÐ FARA!!!!" Ég og Sofie að deyja úr þreytu, bara ohh hvað nú? Við ákváðum samt að fara fram úr og byrja að klæða okkur, vissum reyndar ekkert fyrir hvað. Svo föttuðum við allt snyrtidótið hennar var heima hjá mér (því hún hafði gist hjá mér daginn áður) og mitt dót var líka heima hjá mér, við vorum ekki einu sinni með tannbursta! En við klæðum okkur en sko horfir Beatriz á okkur, bara "stelpur ætliði í þessu? þið verðið allavegana að fara í íþróttaskóm til að geta hlupið" og þá vorum við bara ha? hvert erum við að fara. Þá kom það í ljós að "partyið" sem átti að vera kl 10 um kvöld var íþróttahátíð klukkan 10 um morgunn!! Almáttugur hvað ég var pirruð. Ef að ég hefði vitað þetta hefði ég afþakkað þetta tilboð pent.  Ég hélt að ég myndi drepa Sofie, hvernig er hægt að misskilja þetta?? En allavegana við fórum með eins og við vorum búnar að lofa.  Það var fáránlega mikið af fólki þarna, sundlaug, grill og matur. Við létum Beatriz vita að við værum ekki í stuði né skapi til að taka þátt í íþrótta þrautunum og hún bara já ekkert mál, setjist þið bara niður og horfið á.  Við bara hjúkkett.  Svo fer Beatriz að blaðra eitthvað í míkrafóninn og byrjar að kynna okkur (frábært) svo er hún bara já og Stefanía er frá ... frá ... ææ Stefania hvaðan ertu eiginlega? Og ég þurfti að öskra Islandia yfir allt. Svo suðaði hún í okkur í míkrafóninn að taka þátt í þrautunum en við vorum svo innilega ekki í skapi. Þannig þetta var ekki skemmtilegt.  Seinna um kvöldið fórum við samt heim til Javier, loksins fengum við að fara inn í húsið hans. Hann var með okkur í skólarútu, og alltaf þegar við stoppuðum fyrir framan húsið hans þurftum ég og Sofie að passa okkur að falla ekki í yfirlið, húsið hans er svakalegt. Hann bauð okkur kvöldið áður heima hjá Randy og við bara já ertu að fara að halda party? og hann bara NEI, nei, nei alls ekki þetta er bara smá hittingur, mjög lítið af fólki. Þegar við komum svo heim til hans var húsið fullt af fólki! En mjög skemmtilegir strákar, þannig þetta var gott kvöld. Við gistum heima hjá mér um nóttina og morguninn eftir fórum við að stússast með Monicu og Ramiro. Versluðum í matinn, fengum okkur hádegismat og svona. Mjög fyndið atvik þegar við sátum og vorum að drekka djús og Monica bendir á einhverja mynd sem hékk á einum vegg rétt hjá og hún er að tala um eitthvað grænmeti en við skiljum ekki spænska orðið, þannig við erum bara hvað ? hvað ertu að tala um ? og hún bara allt í einu "the white shit over there" Við vorum bara hvaðan kom þetta??! en þetta fannst okkur rosalega fyndið.
-MIDSTAY CAMP í lok janúar var AFS helgi, þar sem skiptinemarnir hittast með nokkrum sjálfboðaliðum, fara í leiki, ræða málin og hafa gaman. Það var ein svona helgi í september en þá var ég veik þannig ég komst ekki þannig ég vissi ekki alveg hverju ég átti að búast við. Allir hérna í Guayaquil áttu að fara til Piñas ásamt krökkunum í borgunum í kring. Monica skutlaði mér á rútustöðina, þar sem það eru 4-5 tímar + til Piñas. AFS trúnaðarmaður okkar kom alltof seint og þá kom í ljós að hún var ekkert búin að kaupa miða í rútu fyrir okkur, þannig það var allt í rugli og við þurftum að bíða í 4 tíma á stöðinni. Þetta var byrjað að yfirtaka allan daginn hennar Monicu þannig ég bauð henni að fara ef hún vildi og hún bara glætan ég er ekki að treysta trúnaðarmanninum til að geta þetta.  Loksins komumst við uppí rútu, Sofie var búin að sparka í kókflöskurnar okkar þannig þegar ég opnaði mína fór allt yfir mig...ferðin byrjaði vel sem sagt. Líka gaman að segja frá því að ég var í spreng alla ferðina.  Hótelið okkar var rétt fyrir utan Piñas, í einhverri fjallshlíð í ponku litlu þorpi og falleg tré allt í kring. Ein stelpa frá Belgíu býr einmitt á hótelinu þar sem host fjölskyldan hennar á hótelið, samt örugglega einmannalegt að búa svona út í rassgati og enn verra engin discotec.  Helgin í Piñas var bara fín, alltof blaut reyndar þar sem það hætti ekki að rigna, meira að segja nærfötin voru blaut í gegn. Ég held að ég og ein Japönsk stelpa vorum þær einu sem vorum ekki með fleiri frá okkar landi, sem var frekar leiðinlegt - svo margir að hitta vini sína sem þeir höfðu ekki séð lengi. Um kvöldið voru svo allir fullir og með dólgslæti. Þegar við loksins komum á rútustöðina í Guayaquil sótti Monica mig, Sofie og Aukusti frá Finlandi. Við skutluðum Sofie heim en við fórum svo þrjú á McDonald's sem var mjög fínt. Aukusti og Monica urðu strax góðir vinir og Aukusti hættir núna ekki að tala um hvað ég eigi awesome host mömmu, sem er satt.
-Kaþólikkarnir hérna eru sumir svo fyndnir, kennarinn minn í spænsku tímunum í háskólanum er vinkona host mömmu Sofie og einu sinni eftir tíma fórum við allar og fengum okkur Shawarma sem er eitthvað arabískt rosa gott. Og Beatriz og kennarinn byrjuðu eitthvað að kjafta og ég heyri kennarann minn segja; "Heyrðu það var víst skiptinemi hérna í Guayaquil hjá einni vinkonu minni, strákur frá Noregi og hann varð svo rosalega ástfanginn af þjónustustúlkunni sem vann á heimilinu hans. Og honum fannst þetta svo falleg stelpa en öllum öðrum þótti hún svo ófríð en núna eru þau gift og þau giftust hérna í Ecuador. En brúðkaupið var svo rosalega spes þar sem hann er lútherskur en ekki kaþólskur!" Og ég bara já, hann er sem sagt lútherskur eins og ég. Og þá settu þær upp stór augu og voru bara "ertu ekki kaþólsk?!" og ég bara nei og bjóst við einhverju svaka en þá spurði Beatriz mig bara "Já bíddu stundaru þá ekki feng shui mikið ?" Ég átti ekki til eitt aukatekið orð. Mig langaði helst bara til að segja "lít ég út fyrir að stunda feng shui?" En ég og Sofie hlógum í hljóði.
-Ég fór á "date" um daginn, ég hefði betur sleppt því...Það er einn strákur í háskólanum sem ég kynntist þegar ég settist fyrir hliðina á honum eitt kvöldið. Hann var alltaf að bjóða mér út en ég bara nei, yfirleitt segi ég já ef þekki strákinn eða þá að ef hann er vinur einhvers eða svoleiðis en þennan þekkti ég ekkert. En hann var alltaf að spurja og spurja þannig á endanum sagði ég já.  Hann sagðist ætla að ná í mig klukkan 12 og gamli mætti bara á slaginu, stundvísasti Ecuadorinn sem ég hef hitt so far. Hann leyfði mér að velja um Kínverskan mat eða Mexíkanskann - ég hugsaði með mér já einmitt, Ég á pottþétt eftir að vera veik í maganum í viku eftir Mexíkanskann og Kínverskur finnst mér vondur þannig ég sagði Kínverskann. Svo spurði hann eða kannski Sushi ? og ég bara nei ég vil alls ekki sushi! vil frekar kínverskann. Svo keyrðum við eftir götu niðrí bæ með fullt af stöðum og hann bara hey hér er sushi staður, villtu ekki fara hingað? ég bara great, jújú. Ég pantaði mér súpu sem var að einhverjum ástæðum óásættanlegt hans vegna og hann kallaði á þjóninn svona þrisvar til þess að láta mig panta mér eitthvað meira en ég bara no gracias. Greyið strákurinn var svo stressaður allan tímann að það var eiginlega hræðilegt. Eftir matinn fórum við og fengum okkur ís og svo seinna í bíó á mjög leiðinlega mynd og loftkælingin var á svo miklum krafti að hann var að krókna allan tímann, greyið. Það var eiginlega allt misheppnað við þetta. Eftir að hafa verið með honum í 6 tíma var alveg tilbúin til að fara heim,  þetta verður ekki endurtekið.  Sé hann samt alltaf þegar ég fer í háskólann. :) æðislegt. Ég fékk samt fría máltíð, ís og bíóferð ;) 
- Í háskólanum er einn stórfurðulegur strákur. Hann er með skollitað hár og hvíta húð (skrýtið), búttaður, með krullur, og alltaf með fullt af hálsmenum og hringa á öllum puttum, einhverja svona Star Wars hringa.  Að kennarana sögn eru ég og Sofie fyrstu "vinkonur" hans ever og hann er þess vegna bara búinn að eigna sér okkur. Hann talar ALLTAF við okkur þegar hann sér okkur og stundum þykjumst við ekki sjá hann þegar hann stendur nálægt okkur og ég og Sofie erum að tala saman, en þá stendur hann bara, horfandi á okkur og bíður eftir að hann komist að. Og hann hættir ekki að bjóða okkur upp í nemendaastöðuna en hann er víst umsjónarmaður þar.  Hann er alltaf bara já ef þið hafið tíma viljið þið þá ekki heimssækja mig? Hann spyr kannski svona 5 sinnum á dag. Um daginn vorum við líka að tala við einhverja stráka sem við þekkjum smá en svo mætir hann bara, tekur sér stól og sest hjá okkur. Og hann byrjar aftur að spurja hvort við ætlum að heimssækja hann í nemendaaðstöðuna og Sofie bara "JÁ, einn daginn" og þá segir enn strákurinn bara "Haha þær ætla aldrei að heimssækja þessa aðstöðu þína þarna uppi" Satt, við bara getum ekki sagt honum það svona beint út. Haha.  Ég veit ekki alveg hvernig við byrjuðum að tala um latinos en allt í einu heyrist í honum "Við latino strákar erum svo ástríðufullir". Ég og Sofie náðum náttúrulega ekki að halda andlitinu eftir þetta en reyndum að halda niðri hláturskastinu.  Að heyra þetta orð koma frá honum er bara rangt.  Við gerðum okkur upp afsökun að við ætluðum að fara og kaupa okkur kaffi og hann bara "já, góð hugmynd ég skal bjóða ykkur í kaffi" og við bara já nei við ætlum einar, takk samt. Og svo þegar við erum að labba frá honum heyrist í einhverjum öðrum strák sem við höfðum nú tekið eftir vegna fagurs útlits en aldrei talað við og hann kallar svona yfir allt "Hey, stelpur voruð þið ekki á ströndinni um helgina?!" og hann byrjaði eitthvað að tala við okkur meira og Sofie gleymdi náttúrulega allri sinni spænsku akkurat þarna þannig ég sat ein eftir í mjög vandræðalegum aðstæðum. Allir dagar eru vandræðalega skemmtilegir dagar! 
-Þar sem ég er í sumarfríi, tek ég lífinu rólega, fer út í sundlaug, í sólbað, læri spænsku, borða hádegismat alltaf núna með Monicu á daginn og við tökum gott spjall og svo fer ég í háskólann eða geri eitthvað með Sofie, Nicolas kemur líka stundum í heimssókn. Um helgar er ég búin að fara mikið á ströndina fjölskyldunni eða hitta krakkanna úr skólanum, sérstaklega strákana þá, stelpurnar nenna ekkert að tala við okkur. Nema einhverjar sex stelpur úr skólanum eða eitthvað svoleiðis. Ég og Sofie erum líka duglegar að fara út að dansa og svona þegar tækifæri gefst til. Hér er samt farið út að djamma alla daga núna þar sem það er hásumar! Um daginn fórum ég og Sofie með Alfonso heim til eins stráks úr skólanum þar voru tveir aðrir strákar, þetta var einhverskonar stráka hittingur. Ég og Sofie horfðum bara á hvor aðra í byrjun, bara hvað erum við að gera hér. En svo varð þetta voða gaman, við spiluðum og eitthvað svona skemmtilegt.
-Ég á greinilega mikið af karlkyns aðdáendum hérna, þar sem ég er alltaf að fá einhver sms "Hæ ég heiti Carlos/Juan/José og ég veit ekki hvort þú átt kærasta eða ert gift (?) en mér finnst þú svo sæt og mig langar að kynnast þér betur". Ég veit ekki hvernig þeir fá númerið mitt, en allavegna það voru algjör mistök að setja Ekvadoríska símanúmerið mitt á facebook, er búin að taka það útaf núna.  Monica og Ramiro sögðu mér líka um daginn að það væri einhver kall sem keyrir alltaf framhjá húsinu okkar í þeirri von til að sjá mig labba út úr húsinu, þau sögðu mér líka að eiginkonu hans líkar ekki vel við mig, I wonder why. En svo um daginn varð ég eiginlega hrædd. Ég var ein heima, sofandi en ég vaknaði þegar heimasíminn hringdi og ég svaraði en var ennþá frekar sofandi. Og maðurinn í símanum sagðist vera vörður í hverfinu og spurði hvort hann mætti hleypa Enrique inn í hverfið (við þurfum alltaf að gefa leyfi) og ég bara "ha? ég þekki engann Enrique sem ætti að vera að heimssækja mig" Og vörðurinn bara "já en foreldar þínir þekkja þeir hann ekki?" ég bara nei, ég er ein heima. Þannig ég sagðist ætla að hringja í Monicu og spurja hvort hún ætti von á einhverjum og hún bara "nei ég þekki engann með þessu nafni". Vörðurinn hringdi svo aftur og bara "hvað ertu að gera?" "Ertu bara ein heima?" Og svo byrjaði hann að blaðra eitthvað og sagðist þurfa símanúmerið mitt ef verðirnir þyrftu að ná í mig og ég bara vá hvað það er skrýtið en okei meikar kannski sense víst ég bý hérna, þannig ég gaf honum síma númerið mitt. En svo var hann bara "já bíddu ertu að deita einhvern gaur eða áttu kærasta?" og þá var ég bara ok þetta er creepy og skellti á. Og svo bankaði einhver á útidyura hurðina niðri og ég bara FOKK, og fór niður og þá var vörður þarna og hann sagði mér að Monica hafi hringt í verðina og sagt að hún þekki engann Enrique og því eigi ekki að hleypa neinum inn en verðirnir vissu ekkert um hvað hún væri að tala því það var enginn Enrique þarna. Þannig vörðurinn við dyrnar hjá mér spurði hvort hann mætti sjá númerið sem var hringt úr til að gá hvort að þetta hafi verið raunverulega verðirnir, og þegar hann sá númerið var hann bara "nei þetta er ekkert númerið okkar." Þannig ég var bara shiiiiiiiiiitt. Fannst líka mjög skrýtið að vörður væri að spyrja um símanúmerið mitt og hvort ég ætti kærasta. En svo hringdi gaurinn aftur, sem sagt sem var að þykjast vera vörður og þá fannst mér í smá stund að ég væri að tala við Nicolas vin minn en svo var ég bara nei röddin hans er ekki svona. En ég bað gaurinn um að vinsamlegast hætta að hringja í mig. En svo ákvað ég að senda Nicolas sms til að spurja hvort að hann vissi um einhvern sem væri að gera at í mér, og hann bara "já, þetta var ég og frændi minn að djóka í þér", ég bara ertu fáviti ég fékk næstum hjartáfall úr hræðslu. Búin að láta einhvern mann niðrí bæ vita að ég væri ein heima.  En svo gerðist það skrýtna, seinna sama dag fékk ég sms "Hæ, ég er Enrique, ég talaði við þig í síma og mig langar svo að adda þér á facebook" Þannig ég bara uuu Nicolas þetta djók er orðið gamalt en svo næst þegar ég hitti Nicolas þá spurði ég hann útí þetta, hvort að þetta hafi ekki pottþétt verið hann en þá vissi hann ekkert um hvað ég var að tala. Þannig ég skil ekkert í þessu en gaurinn er allavegana hættur að hringja, Guð sé lof.
-CARNAVAL núna, seinustu helgi var Carnaval. Hátíð í Suður Ameríku (Örugglega á Spáni líka) sem er alltaf haldin 40 dögum fyrir Páska.  Flest allir í borginni fóru á ströndina, mín fjölskylda ætlaði til Loja, borg í fjöllunum en svo er einhver frændi hennar Monicu að deyja sem býr þar núna og Monica og Ramiro hata jarðafarir þannig þau vildu ekki hætta á það að hann myndi deyja meðan þau væru þar þannig við ákváðum að skella okkur á ströndina. Við fórum á laugardagsmorgunn, stoppuðum hér og þar og kíktum til Playas sem er ströndin sem skiptinemarnir fóru á þegar ég var veik. Playas er 30 km af strönd, vá! En við keyrðum eftir strandlengjunni en fórum svo í húsið. Foreldrar mínir skutluðu mér til Montañita á Sunnudaginn, svakaleg traffík, það tók okkur ár að komast loksins í bæinn.  Þar var Sigrún frá Íslandi og kærastinn hennar, Gregory en einnig voru 2 aðrar íslenskar stelpur í bænum líka. Þar sem það var Carnaval léku sér allir með vatn, vatnsbyssur, vatnsblöðrur og svona sprey. Guð hvað það var gaman, allir að sprauta á alla og allt crazy. Bara eins og eitt stórt vatnsstríð en samt bregður manni alltaf þegar maður fær bununa í andlitið. Foreldarnir mínir sóttu mig svo um kvöldið og við fórum til Salinas að borða kvöldmat klukkan 2 um nótt ? En í Salinas var þetta líka svakalegt, þar eru háar byggingar og það voru allir bara með bala fullan af vatni að hella á fólkið sem var í sakleysi sínu að labba niðri. En jesús Carnaval er snilld!!! 

Akkurat í dag eru bara 4 mánuðir þangað til að ég komi heim, líður allt svo svakalega hratt! Næstum því sorglegt. En núna er lífið rosalega gott, allt gengur vel, spænskan betri, fjölskyldan æði, grillos farnir og fullt af skemmtilegum hlutum að gerast!


CUENCA! 
P.S Gleymdi að segja, þegar við vorum í Piñas þá drógum við öll borg til þess að fara til í skiptivikunni.  Skiptivikan er vika þar sem við prófum að búa í annari borg, hjá annari fjölskyldu og svona til að upplifa meira. Ég, Sofie, Henry og Aukusti og einhverjir fleiri skemmtilegir drógum CUENCA!! Cuenca á að vera fallegasta borgin í Ecuador, þannig ég get ekki beðið eftir að sjá hana. Hinir sem drógu einhverja smá bæi voru með tárin í augunum að hafa ekki fengið Cuenca (án djóks) en ég og Sofie dönsuðum bara happy dance.


P.S.S Er í freknu keppni við pabba minn, það er næstum impossible að vinna hann en ég meina ég hef 4 mánuði til að ná honum. Hann segir að ég eigi ekki séns! 

En jæja, komið gott, ætla að fara að sofa! Erfiður dagur á morgunn, sundlaug og sólbað.
Lífið er ljúft!

-Stefanía Sjöfn Vignisdóttir Berndsen