Heil og sæl.
Núna er kominn tími á smá update.
Ég var búin að hlakka svo til að blogga, segja ykkur frá ferðalaginu mínu með fjölskyldunni til Quito og hvað allt væri frábært eiginlega. Mér var byrjað að líða svo vel hérna, allt var komið í rútínu, venjulegur dagur samanstóð af þessu; skóli, sveitt rútuferð heim, chill/sundlaug/mall, ég og Sofie poppuðum á kvöldin og horfðum á einhverja mynd og svo um helgar farið út að dansa eða í party og sunnudagar eru fjölskyldu dagar; farið að fá sér að borða, versla í matinn og svo líklegast bíó um kvöldið.
Ég fann svo svakalegan mun á líðan minni núna miðað við fyrstu vikuna hérna (vika heimþránnar), ég var orðin svo miklu hamingjusamari og ég hlakkaði svo til að blogga og segja ykkur frá. En svo allt í einu á föstudaginn fór ég alveg langt niður, mjög langt. Sofie flutti út til nýju fjölskyldunnar sinnar um morguninn þannig ég fór ekki í skólann heldur var bara ein heima allan daginn, herbergið hræðilega tómlegt og ég hafði ekkert að gera = HEIMÞRÁ. Þetta var svo sannarlegi föstudagurinn langi í mínu lífi. Mig langaði helst að hringja í mömmu og væla, en sem betur fer gerði ég það ekki þar sem strax daginn eftir byrti til og áhyggjur og leiðindi gærdagsins orðin að fortíð. Verð að viðurkenna að herbergið án Sofie er ennþá mjög tómlegt en Sofie flutti þó ekki langt, 5 mín keyrsla frá húsinu mínu, á svipuðum stað og hún bjó áður en hún flutti til mín, þannig við munum ennþá vera saman í skóla og allt svoleiðis :D Allt gott og blessað með það. En ég er búin að komast að því að allar sögurnar um að skiptinema dvöl erlendis er "Rússíbanaferð" eru dagsannar, það skiptast svo sannarlega á skin og skúrir. Mjög óþæginlegt að líða svona illa allt í einu en þá þarf maður bara að minna sig á það að þetta er bara tímabundið, ég á pottþétt eftir að eiga fleiri svona dimma daga, sérstaklega núna þegar líða fer að jólum. Jólin eru fjölskylduhátíð, en fjölskyldan mín verður svo langt í burtu. Núna er fólk byrjað að skreyta húsin sín hérna, sólin hættir ekki að skína og þetta er bara allt mjög ójólalegt. Ég hlakka ekki til jólanna en þetta verður upplifun :) Mér finnst svoldið eins og ég sé komin aftur á byrjunarreit en þetta hlýtur að lagast fljótt.
Allavegana að jákvæðari og skemmtilegri hlutum, ég ætla að segja ykkur hvað hefur drifið á mína daga.
Ferðalagið til Quito 2 - 7. nóvember
Dagana 2.nóv - 4.nóv voru allir landsmenn í fríi þannig flestir reyna að nota tækifærið og ferðast eða gera eitthvað skemmtilegt. Við ákváðum að halda til fjalla til að heimsækja fjölskyldu Ramiro sem býr í litlu þorpi rétt fyrir utan Quito og til að sjá meira af landinu. Við lögðum af stað á miðvikudeginum, þetta var "dagur hinna dauðu", þá fara allir í kirkjugarðana til að heimsækja látna ættingja og votta þeim virðingu. Þetta þýddi það að það var hræðileg umferð næstum alla leiðina til Quito, því það voru allir á leiðinni í kirkjugarðanna. Bílferðin tók því aðeins lengri tíma en ætlað var. Það var æðislegt að sjá hvað landslagið breyttist allt í einu, allt í einu var ekki lengur láglendi og þurr jörð heldur fjöll vaxin trjám. Allt í kringum okkur var grænt. Fáránlega fallegt, ekki einu sinni myndavélin náði þessari fegurð á filmu. Allavegana loksins komum við á áfangastað, sem sagt heim til foreldra Ramiro, sem eins og ég sagði áðan búa í litlu þorpi rétt fyrir utan höfuðborgina. Þau búa í lokuðu hverfi eins og ég bý í, nema það er í fjallahlíð og húsin þarna eru HUGEEEEEEEEEEE, svakalegur ævintýrafýlingur í þessum húsum - mjög ólík húsunum hérna í Samborondon þar sem húsin eru mjög "American" svona eins og í Florida. Gabriel og Kata sytkini Ramiro tóku vel á móti okkur og mamma hans og pabbi auðvitað líka. Við vorum búin að heyra svaka sögur um hvað Marta, mamma Ramiro væri frábær kokkur og hún stóð alveg undir væntingum. Hjá henni fengum við rosalega góðan, heimagerðan mat. Kjúkling, fisk, lasangja og það var sósa með öllu (komin tími til að fá sósu með) og það var hægt að velja um hrísgrjón eða kartöflur en það sem gladdi mig og Sofie mest var að fá SALAT og grænmeti. -Þó host foreldar mínir hérna séu voða indælir eru þau samt ekkert sérstaklega holl. Þannig það var mjög gott að fá ferskt grænmeti. Og eftir hverja máltíð var eftirréttur, heimabökuð kaka. NAMMI. Mér leið svoldið svona eins og ég væri komin austur til Ástu og Önnu frænku, matur hægri vinstri. En já við vorum þreyttar eftir ferðalagið þannig við fórum strax eftir matinn upp í rúm og horfðum á Gladiator á spænsku. Daginn eftir vöknuðum við snemma og lögðum af stað til Otavalo. Það tók held ég svona 3 tíma að keyra þangað en á leiðinni nutum við útsýnisins í botn, eins og fyrri daginn var allt grænt og fallegt. Við tókum líka eftir því hvað það var mikið af "Indíjánum" allstaðar, litlu, dökku fólki með svart sítt hár í spes fötum. Mjög Ekvadorískt, æðislegt að sjá þetta. Á leiðinni til Otavalo stoppuðum við held ég tvisvar til að skoða einhver stöðuvötn sem mér fannst nú ekki merkilegt. Otavalo er frægur bær fyrir útimarkaðinn sinn sem er rosalega stór. Við röltum um bæinn og markaðinn og Sofie dressaði sig algjörlega upp þarna meðan ég lét það nægja að kaupa bara pennaveski. Svo fundum við fyrir svo mikilli svengd að við fórum að fá okkur að borða, við fórum á mjög krúttlegan samlokustað og ég var himinlifandi yfir því að þurfa ekki að borða baunir og hrísgrjón. Þetta var bara hin besta samloka, stútfull af grænmeti og við borðuðum osta og svona með, rosa nice. Næst var haldið til Ibarra, borg fræg fyrir hvít hús (sá samt ekki mörg hvít hús) og einstakan ís. Vinafólk Monicu tók á móti okkur sem býr þarna og sýndu okkur borgina, dómkirkjuna, annað stöðuvatn, kappakstursbraut (?) og fóru svo með okkur á ísstað -þetta var svona eins og veitingastaður þar sem við gátum smakkað þennan umtalaða ís. OOOHMYGOD hvað hann var góður, ískaldur ... kaldasti ís sem ég hef fengið. Hægt að fá hann í fullt af bragðtegundum, sumar voru svo framandi, einhverjar frumskóga ávaxta bragðtegundir, sem ég hafði aldrei heyrt um áður. En þessi ísstaður var snilld, hann var stútfullur og sama fjölskyldan búin að eiga hann í margar kynslóðir. Vinafólk Monicu var mjög nice, það hafði haft 3 skiptinema áður minnir mig og þau buðu mér og Sofie að heimssækja sig hvenær sem við vildum, frábært boð þar sem Ibarra er svo lítil og krúttleg borg og mér og Sofie langar svakalega að fara þangað aftur.
Daginn eftir, föstudaginn fórum við, ég, Sofie, Monica, Ramiro, Kata (systir Ramiro) og dætur hennar, Naradi og Dianara að skoða Mitad del Mundo (miðja heimsins). Við keyrðum í gegnum alla Quito, borðuðum á mjög traditional veitingastað þar sem spiluð var suður Amerísk tónlist og ég veit ekki hvað og hvað. Svo loksins rættist draumurinn minn, að labba eftir miðbaugnum nákvæmlega á miðju jarðar, og fá mynd af mér með litla, gula skiltinu! SNILLD. Draumur rættist. Eftir að hafa labbað um svæðið, skoðað í búðir, keypt SUCRE handa Hrafnkeli (gamli gjaldmiðillinn í Ecuador) og tekið fullt af myndum skoðuðum við Inca rústir rétt hjá. Frekar gaman að skoða það, þó að þetta var ekki neitt í líkingu við Machu Picchu. Planið var eftir þetta að hitta íslensku skiptinemana, við vorum búin að plana stað og allt og host pabbi minn var á leiðinni að keyra okkur en hann ákveður að stoppa í litlum bæ til að kaupa vatn...hann kom svo bílnum ekkert í gang aftur! Við vorum föst í þessum bæ í 3 klukkutíma þangað til pabbi Ramiro kom að ná í okkur, bíllinn fór beint á verkstæði en þar sem klukkan var orðin svo margt fórum við beint heim að borða kvöldmat. Típískt að bílinn þyrfti að bila akkurat á þessari stundu - frekar ömurlegt :/
Við sváfum út daginn eftir, laugardaginn enda var bílinn ennþá í viðgerð og lítið sem við gátum gert en svo þegar bílinn var kominn héldum við til Quito til að skoða gamla bæinn. VÁ. VÁ. VÁ. Quito kom mér svakalega á óvart, miklu fallegri en ég bjóst við. Kirkjur og torg útum allt og einhvern veginn virkaði allt miklu öruggara en í Guayaquil. Okkur Sofie fannst ekkert mál að labba út um allt annað en hérna í Guayaquil þar sem við erum næstum alltaf að fara á taugum. Ég varð gjörsamlega ástfangin af Quito, gamli bærinn var svo fallegur. Ekki spurning að ég fari þangað aftur. Við löbbuðum um borgina, skoðuðum kirkjur og söfn og enduðum svo á því að fara á veitingastað til að fá okkur ekta ekvadorískt kakó, og hér er venjan að setja ostbita ofan í kakóið....það var nú aðeins mikið af því góða fyrir mig. Annars var þetta kakó himneskt, næst besta kakó sem ég hef smakkað fyrir utan það sem Inda amma gerir á jólunum ;) Sunnudagurinn var dagur heimferðarinnar, við vöknuðum held ég klukkan 5 eða 6 og héldum af stað heim. Á heimleiðinni borðaði ég útrunnið súkkulaði, það var örugglega svona 9 ára gamalt. Jesús góður, ógeðslegasta sem ég hef smakkað -mæli ekki með þessu. Heyrðu ég var næstum búin að gleyma að hjá foreldrum Ramiro gat ég farið í HEITA STURTU! Himnaríki. Hef ekki farið í heita sturtu í 2 og hálfan mánuð, vá hvað það var gott. Enda held ég að það sé ekki hægt að baða sig uppúr köldu vatni í Quito, það er eiginlega bara drullukalt þarna, allavegana á kvöldin. Ég og Sofie sváfum með 6 teppi! Ég var stundum alveg að frjósa og þá var bara horft á mig og spurt "Ert þú ekki frá Íslandi?" En málið er að þau eru ekkert að hita upp húsin sín og ég er náttúrulega orðin svo vön kæfandi hitanum hérna í Guayaquil. En hitastigið á daginn í Quito var mjög þæginlegt, það var sól og það var heitt en ég var ekki að deyja, akkurat þæginlegt fyrir mig fannst mér.
Jæja þá er ég loksins búin að segja frá ferðalaginu mínu!
Við fórum auðvitað ekki í skólann daginn eftir, við vorum svo "þreyttar" eftir bílferðina haha. Ég held að ekkert mjög stórkostlegt hafi gerst í vikunni ... flestir virkir dagar eru eins og ég lýsti þeim að ofan. Á laugardaginn 12. nóv, vöknuðum við og fórum út í sólbað, þegar við vorum komnar með ógeð á því fórum við í mallið, fengum okkur að borða og ég keypti mér topp og skó. Svo löbbuðum við úr mallinu heim til eins vinar okkar úr skólanum því við áttum að gera eitthvað ensku heimaverkefni heima yfir helgina. Við fórum heim til Carlos og þar var Rafael og einn annar strákur sem ég man ekki hvað heitir og heimaverkefnið okkar var að búa til súpermarkað -ég hef aldrei séð jafn mikinn metnað sett í eitt skólaverkefni. Þeir voru eiginlega búinir að gera allt þegar við komum þannig við pöntuðum bara pizzu og höfðum það gaman. Ég og Sofie fórum svo heim í náttföt og vorum tilbúnar að hafa það kósý þegar Emma (frá Belgíu) hringir í okkur bara ÞIÐ VERÐIÐ AÐ KOMA Í PARTY!! við vorum ekki alveg á þeim brókunum; ég búin að taka af mér málinguna og komin í náttföt og Sofie slök að velja mynd til að hrofa á. En Emma er svo þrjósk að hún gafst ekki upp og sagðist vera búin að senda einhvern strák til að ná í okkur og hann myndi koma eftir 2 mín!!! Við gerðum hið ómögulega; gerðum okkur til á 2 mínútum. Frekar skondin bílferðin á leið í partyið -ég hafði ekki hugmynd um hvaða strákur þetta væri og mamma hans var að keyra, mjög vandræðalegt. En samt ekki nærrum því jafn vandræðalegt og þegar við stigum út úr bílnum og þurftum náttúrulega að heilsa og kyssa alla sem voru mættir, ég kannast eitthvað svo svakalega við einn manninn í partyinu og þegar ég kyssi hann á kinnina fatta ég að þetta er KENNARI ÚR SKÓLANUM MÍNUM! hahahha hversu mikil tilviljun ? Ég hélt að svona hlutir gætu bara gerst á Íslandi. En við skemmtum okkur vel í partyinu, sérstaklega þegar við byrjuðum að dansa, einn strákur tók mig í sérkennslu í þessum Suður Ameríska- reggeaton dansi eins og hann gerði líka helgina þar áður. Hann segir að mér sé að fara fram, og að ég sé fljót að læra en ég er nú ekki viss um það! Þessir dansar hérna eru svakalegir, skil ekki hvernig fólkið getur hreyft sig svona. En ég ætla að ná þessu! hahaha
Dagurinn eftir (sunnudagurinn 13.nóv) var fjölskyldu dagur, við fórum í fátæka hluta borgarinnar sem sagt suður-Guayaquil para hacer compras eða til að versla í matinn, það var gjörsamlega ekkert til að borða heima þannig þetta voru sko aldeilis innkaup. Svo um kvöldið fórum við í bíó á Contagion, snilldar mynd -mæli með henni ef þið eruð ekki búin að sjá hana.
Á fimmtudaginn í seinustu viku sem sagt 17.nóv fórum við; ég, Sofie og host mamma mín á Breaking Dawn frumsýningu í V.I.P sal. Ekkert nema stemning. Já host foreldrum mínum finnst rosa gaman að fara í bío :) Föstudagurinn var svo föstudagurinn langi hjá mér, óþarfi að tala eitthvað meira um það. En gærdagurinn, laugardagurinn 19.nóvember var skemmtilegur dagur. Heima hjá mér var veisla, Primera comunión de Romina sem á íslensku er einhvern veginn svona = fyrsta obleta Rominu. Romina er "frænka mín". Sofie mætti til mín eldsnemma til að vera viðstödd við veisluna. Allt húsið var skreytt hátt og lágt, blóm útum allt og kökur og fleira góðgæti - ekki nærri því jafn gott og heima. Það var eins og að það vantaði kremið á kökurnar, það var bara sykurleðja á þeim með engu bragði, vantaði eitthvað djúsí krem. En ég er bara búin að komast að þeirri niðurstöðu að mér finnst maturinn hérna almennt ekkert svakalega góður, ég er samt ekki búin að gefast upp á því að finna góðan mat en það sem ég hef fengið so far hefur bara verið svona "lala" eða bara vont. Allavegna þessi veisla var bara upplifun, það komu einhverjir mexícanar að spila tónlist og svo byrjuðu allir að dansa og eitthvað svona skemmtilegt. Klukkan 4 yfirgáfum Sofie og ég veisluna og fórum heim til hennar og hún sýndi mér nýja herbergið sitt og svona, svo héldum við heim til Tobias. Tobias er frá Þýskalandi og hann bauð nokkrum skiptinemum (mér, Sofie, Maya (frá USA), Henry (USA) og Jonathan (snillingur frá Þýskalandi) heim til sín til að horfa á mynd og hafa það kósý. Ég og Sofie vorum svoldið seinar eins og venjulega og leigubílstjórinn okkar villtist á leiðinni þannig við misstum af pool partyinu. Við vorum í sjokki þegar við sáum hvar Tobias á heima. Heima hjá honum er sér manneskja sem sér um það að opna útidyra hurðina (?!). Húsið hans er á 4 hæðum held ég og það eru án alls djóks, ég er ekki að djóka svona 100 fiskabúr heima hjá honum. Það er tjörn, það er gosbrunnur, það er bókasafn og öll þessi fiskabúr. Það eru skötur og meira að segja Piranha fiskar!! Auðvitað þurfti Henry að segja puttann ofaní fiskabúrið en hann er sem betur fer ennþá með 10 fingur :). Fjölskylda Tobias var svakalega nice, mamma hans kom með fullt af góðgæti handa okkur en það besta sem hún kom með var ritz kex með túnfisksalati! Ég var í himnaríki - engum öðrum fannst það gott nema mér. Ég held að ég hafi borðað þetta ein, vá hvað þetta var gott. Ég held að þetta sé svona það fyrsta sem ég fæ að borða hérna sem er alveg nákvæmlega eins og heima! Við reyndum að horfa á einhverja bíó mynd en það varð ekkert mikið úr því, við vorum meira í því að spjalla. Við borðuðum pizzu með fjölskyldunni hans Tobias og mamma hans og pabbi eru svo nice!! Þeim fannst geðveikt að ég væri frá Íslandi og vissu meira að segja slatta um landið, virkilega gaman að spjalla við þau! Þegar klukkan var orðin margt héldum ég og Sofie heim en rest fór út að dansa. Samt átti ég virkilega gott kvöld, það er svo gaman að hitta hina skiptinemana. Það er eins og maður nái að hlaða batteriín þegar maður hittir þau, endalaus umræðu efni og enn fleiri hlátursköst! :D
Við sváfum út daginn eftir, laugardaginn enda var bílinn ennþá í viðgerð og lítið sem við gátum gert en svo þegar bílinn var kominn héldum við til Quito til að skoða gamla bæinn. VÁ. VÁ. VÁ. Quito kom mér svakalega á óvart, miklu fallegri en ég bjóst við. Kirkjur og torg útum allt og einhvern veginn virkaði allt miklu öruggara en í Guayaquil. Okkur Sofie fannst ekkert mál að labba út um allt annað en hérna í Guayaquil þar sem við erum næstum alltaf að fara á taugum. Ég varð gjörsamlega ástfangin af Quito, gamli bærinn var svo fallegur. Ekki spurning að ég fari þangað aftur. Við löbbuðum um borgina, skoðuðum kirkjur og söfn og enduðum svo á því að fara á veitingastað til að fá okkur ekta ekvadorískt kakó, og hér er venjan að setja ostbita ofan í kakóið....það var nú aðeins mikið af því góða fyrir mig. Annars var þetta kakó himneskt, næst besta kakó sem ég hef smakkað fyrir utan það sem Inda amma gerir á jólunum ;) Sunnudagurinn var dagur heimferðarinnar, við vöknuðum held ég klukkan 5 eða 6 og héldum af stað heim. Á heimleiðinni borðaði ég útrunnið súkkulaði, það var örugglega svona 9 ára gamalt. Jesús góður, ógeðslegasta sem ég hef smakkað -mæli ekki með þessu. Heyrðu ég var næstum búin að gleyma að hjá foreldrum Ramiro gat ég farið í HEITA STURTU! Himnaríki. Hef ekki farið í heita sturtu í 2 og hálfan mánuð, vá hvað það var gott. Enda held ég að það sé ekki hægt að baða sig uppúr köldu vatni í Quito, það er eiginlega bara drullukalt þarna, allavegana á kvöldin. Ég og Sofie sváfum með 6 teppi! Ég var stundum alveg að frjósa og þá var bara horft á mig og spurt "Ert þú ekki frá Íslandi?" En málið er að þau eru ekkert að hita upp húsin sín og ég er náttúrulega orðin svo vön kæfandi hitanum hérna í Guayaquil. En hitastigið á daginn í Quito var mjög þæginlegt, það var sól og það var heitt en ég var ekki að deyja, akkurat þæginlegt fyrir mig fannst mér.
![]() |
Útsýnisstopp! |
![]() |
Markaðurinn í Otavalo |
![]() |
Við í Ibarra |
![]() |
Draumurinn var að fá mynd af mér með þessu skilti |
![]() |
miðbaugurinn sjálfur |
![]() |
QUITO |
Jæja þá er ég loksins búin að segja frá ferðalaginu mínu!
Við fórum auðvitað ekki í skólann daginn eftir, við vorum svo "þreyttar" eftir bílferðina haha. Ég held að ekkert mjög stórkostlegt hafi gerst í vikunni ... flestir virkir dagar eru eins og ég lýsti þeim að ofan. Á laugardaginn 12. nóv, vöknuðum við og fórum út í sólbað, þegar við vorum komnar með ógeð á því fórum við í mallið, fengum okkur að borða og ég keypti mér topp og skó. Svo löbbuðum við úr mallinu heim til eins vinar okkar úr skólanum því við áttum að gera eitthvað ensku heimaverkefni heima yfir helgina. Við fórum heim til Carlos og þar var Rafael og einn annar strákur sem ég man ekki hvað heitir og heimaverkefnið okkar var að búa til súpermarkað -ég hef aldrei séð jafn mikinn metnað sett í eitt skólaverkefni. Þeir voru eiginlega búinir að gera allt þegar við komum þannig við pöntuðum bara pizzu og höfðum það gaman. Ég og Sofie fórum svo heim í náttföt og vorum tilbúnar að hafa það kósý þegar Emma (frá Belgíu) hringir í okkur bara ÞIÐ VERÐIÐ AÐ KOMA Í PARTY!! við vorum ekki alveg á þeim brókunum; ég búin að taka af mér málinguna og komin í náttföt og Sofie slök að velja mynd til að hrofa á. En Emma er svo þrjósk að hún gafst ekki upp og sagðist vera búin að senda einhvern strák til að ná í okkur og hann myndi koma eftir 2 mín!!! Við gerðum hið ómögulega; gerðum okkur til á 2 mínútum. Frekar skondin bílferðin á leið í partyið -ég hafði ekki hugmynd um hvaða strákur þetta væri og mamma hans var að keyra, mjög vandræðalegt. En samt ekki nærrum því jafn vandræðalegt og þegar við stigum út úr bílnum og þurftum náttúrulega að heilsa og kyssa alla sem voru mættir, ég kannast eitthvað svo svakalega við einn manninn í partyinu og þegar ég kyssi hann á kinnina fatta ég að þetta er KENNARI ÚR SKÓLANUM MÍNUM! hahahha hversu mikil tilviljun ? Ég hélt að svona hlutir gætu bara gerst á Íslandi. En við skemmtum okkur vel í partyinu, sérstaklega þegar við byrjuðum að dansa, einn strákur tók mig í sérkennslu í þessum Suður Ameríska- reggeaton dansi eins og hann gerði líka helgina þar áður. Hann segir að mér sé að fara fram, og að ég sé fljót að læra en ég er nú ekki viss um það! Þessir dansar hérna eru svakalegir, skil ekki hvernig fólkið getur hreyft sig svona. En ég ætla að ná þessu! hahaha
![]() |
Við í partyinu |
Á fimmtudaginn í seinustu viku sem sagt 17.nóv fórum við; ég, Sofie og host mamma mín á Breaking Dawn frumsýningu í V.I.P sal. Ekkert nema stemning. Já host foreldrum mínum finnst rosa gaman að fara í bío :) Föstudagurinn var svo föstudagurinn langi hjá mér, óþarfi að tala eitthvað meira um það. En gærdagurinn, laugardagurinn 19.nóvember var skemmtilegur dagur. Heima hjá mér var veisla, Primera comunión de Romina sem á íslensku er einhvern veginn svona = fyrsta obleta Rominu. Romina er "frænka mín". Sofie mætti til mín eldsnemma til að vera viðstödd við veisluna. Allt húsið var skreytt hátt og lágt, blóm útum allt og kökur og fleira góðgæti - ekki nærri því jafn gott og heima. Það var eins og að það vantaði kremið á kökurnar, það var bara sykurleðja á þeim með engu bragði, vantaði eitthvað djúsí krem. En ég er bara búin að komast að þeirri niðurstöðu að mér finnst maturinn hérna almennt ekkert svakalega góður, ég er samt ekki búin að gefast upp á því að finna góðan mat en það sem ég hef fengið so far hefur bara verið svona "lala" eða bara vont. Allavegna þessi veisla var bara upplifun, það komu einhverjir mexícanar að spila tónlist og svo byrjuðu allir að dansa og eitthvað svona skemmtilegt. Klukkan 4 yfirgáfum Sofie og ég veisluna og fórum heim til hennar og hún sýndi mér nýja herbergið sitt og svona, svo héldum við heim til Tobias. Tobias er frá Þýskalandi og hann bauð nokkrum skiptinemum (mér, Sofie, Maya (frá USA), Henry (USA) og Jonathan (snillingur frá Þýskalandi) heim til sín til að horfa á mynd og hafa það kósý. Ég og Sofie vorum svoldið seinar eins og venjulega og leigubílstjórinn okkar villtist á leiðinni þannig við misstum af pool partyinu. Við vorum í sjokki þegar við sáum hvar Tobias á heima. Heima hjá honum er sér manneskja sem sér um það að opna útidyra hurðina (?!). Húsið hans er á 4 hæðum held ég og það eru án alls djóks, ég er ekki að djóka svona 100 fiskabúr heima hjá honum. Það er tjörn, það er gosbrunnur, það er bókasafn og öll þessi fiskabúr. Það eru skötur og meira að segja Piranha fiskar!! Auðvitað þurfti Henry að segja puttann ofaní fiskabúrið en hann er sem betur fer ennþá með 10 fingur :). Fjölskylda Tobias var svakalega nice, mamma hans kom með fullt af góðgæti handa okkur en það besta sem hún kom með var ritz kex með túnfisksalati! Ég var í himnaríki - engum öðrum fannst það gott nema mér. Ég held að ég hafi borðað þetta ein, vá hvað þetta var gott. Ég held að þetta sé svona það fyrsta sem ég fæ að borða hérna sem er alveg nákvæmlega eins og heima! Við reyndum að horfa á einhverja bíó mynd en það varð ekkert mikið úr því, við vorum meira í því að spjalla. Við borðuðum pizzu með fjölskyldunni hans Tobias og mamma hans og pabbi eru svo nice!! Þeim fannst geðveikt að ég væri frá Íslandi og vissu meira að segja slatta um landið, virkilega gaman að spjalla við þau! Þegar klukkan var orðin margt héldum ég og Sofie heim en rest fór út að dansa. Samt átti ég virkilega gott kvöld, það er svo gaman að hitta hina skiptinemana. Það er eins og maður nái að hlaða batteriín þegar maður hittir þau, endalaus umræðu efni og enn fleiri hlátursköst! :D
![]() |
Ég og Romina |
![]() |
Henry og Tobias hjá einu fiskabúrinu |
Nokkir random hlutir
- Ég ropaði við matarborðið um daginn, mjög lítið og pent rop (engar áhyggjur mamma). Ég tók ekki einu sinni eftir því að ég hafði ropað fyrr en Sofie hætti að borða og horfði á mig eins og ég væri fáviti, það sló þögn við matarborðið og svo byrjuð host foreldrar mínir að hlægja. Ramiro bara hafðu engar áhyggjur, þetta er eðlilegt (Hjúkket). Ég sagði honum að rop heima hjá mér væri nú ekki mikið vandamál en Sofie var ennþá í sjokki, það er greinilegt að þau ropa ekki þarna í Belgíu.
- Gigi, nýji kennarinn sem ég sagði ykkur frá um daginn (sem spurði mig allt í einu hvaða trúar ég væri þegar allur bekkurinn var í brjáluðum ham) fór að gráta í tíma um daginn - mjög óþæginlegt, greyinu gengur svo illa að kenna, ræður EKKERT við bekkinn. Svo í seinustu viku þá hafði einhver tekið gaffalinn hennar og beygt hann allan í sundur og eyðilagt hann og hún bara HVER GERÐI ÞETTA!?!? og sýndi gaffalinn og jesús kristur ég hef aldrei helgið jafn mikið, gaffalinn var svo ónýtur og Gigi var í sjokki - mjög gaman að þessu, samt illa gert.
- Sá eðlu í herberginu mínu um daginn, ég öskraði og hún fór eitthvert inná milli allra bangsanna í herberginu mínu ... var næstum búin að hringja heim til íslands og spurja pabba hvað ég ætti að gera ég var í svo miklu sjokki. Ég vona að þessi eðla sé farin út úr herberginu mínu eða dauð.
- Ég og Sofie mætum alla daga, alla skóladagana seint í skólann ... hehehehehe samt ekkert bara okkur að kenna, host pabbi minn er frekar lengi að gera sig til á morgnanna þannig okkur seinkar oft. Og á hverjum degi verður konan í innganginum fyrir jafn miklum vonbrigðum með okkur, hehe.
- Um daginn í skólanum var ég bara sultuslök í tíma hjá Miss Gigi, þarna greyið kennaranum sem enginn hlustar á. Bekkurinn var alveg í essinu sínu, auðvitað ekki að hlusta á Gigi, allt í einu kemur þá skólastjórinn inn sem allir eru hræðilega hræddir við og hún bara ÞÚ! og benti á mig. ÚT ÚR STOFUNNI! ég náttúrulega bara bíddu hvað gerði ég nú af mér .... en ég þurfti að fara í stofuna fyrir hliðina á þar sem einhver allt annar bekkur var í tíma, einu ári eldri en þau voru ekki að læra neitt bara chilla. Hræðilega vandræðilegt að labba bara inn í tíma og fá mér sæti. En það byrjaði einhver mjög spes gaur að tala við mig, hann talaði og talaði, byrjaði svo að kenna mér rússnesku. Ég vissi ekki alveg hvert ég ætlaði, svo bauðst hann til að taka mig í einkatíma í rússnesku en ég afþakkaði pent. Sem betur fer var lítið eftir af þessum tíma þannig bekkurinn minn kom inní stofuna eftir nokkra stund, því við vorum að fara í tíma í þessari stofu. Marisol, frekar strangur kennari, alltaf gargandi -(samt alltaf góð við mig) byrjaði tímann á því að skamma krakkana fyrir það hvað þau væru alltaf óþekk í tímum hjá Gigi og ég var bara svona að hlusta með öðru eyranu en svo allt í einu byrjaði hún bara að garga á mig; "STEFANÍA LÁTTU MIG VITA EF ÞÚ SKILUR EKKI HVAÐ ÉG ER AÐ SEGJA!!" ég bara: OKEI. Einhverra hluta vegna snerist umræðan allt í einu um mig, og hún var bara "STEFANIA ERU STRÁKARNIR Í BEKKNUM AÐ ÁREITA ÞIG ?!?" ég bara what, nei! og hún bara "en ég og aðrir kennarar höfum tekið eftir því hvað þeir vilja alltaf vera að knúsa þig, blikka þig og kyssa þig á kinnina ERTU ALVEG SÁTT MEÐ ÞAÐ ? og ég fór alveg í flækju því hérna eru strákarnir bara svona, ekki bara við mig heldur við allar stelpur. Og svo byrjaði hún eitthvað að tala um að alltaf þegar þeir reyndu að kyssa mig setti ég upp svona svip eins og mér finnist þetta ógeðslegt og þá öskruðu allir í bekknum "hún er bara grínast!! Hún er alltaf að setja upp einhverja svipi" (satt). En kennarinn var alveg í flippinu og byrjaði að benda á strákanna í bekknum og spurði mig "Er hann að áreita þig? en hann ? en hann ?" Ég vissi ekki hvert ég ætlaði og strákarnir voru hálfvælandi "Stefania ég er bara að faðma þig, ég meina ekkert illt!! " Allt var í háalofti, mig langaði að hlaupa út úr stofunni. En sem betur fer náði ég að útskýra fyrir henni að allt væri í lagi og loksins hætti hún að tala/öskra um þetta. ÚFFFF! Sofie lenti líka í svipuðu atviki í sínum bekk en þar sagði stærðfræðikennarinn hennar henni að hún bæri enga virðingu fyrir sjálfri sér og ef hún talaði aftur við strákana í tíma yrði hún og strákurinn rekinn út og einkannir hennar lækkaðar! Ég veit ekki alveg hvað er í gangi, en það er eins og kennararnir séu að fylgjast eitthvað extra mikið með okkur og það er ekki eins og við séum að gera eitthvað af okkur, við erum bara að tala við bekkjarfélaga okkar.
Jæja segi þetta gott í bili, mun líklegast blogga aftur eftir 2 vikur og vonandi hef ég frá fullt af skemmtilegum hlutum að segja. Sakna ykkar allra!!
-STEFANÍA SJÖÖÖFN